Við erum að fagna orðlistinni alla daga Magnús Guðmundsson skrifar 17. maí 2017 12:00 Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg. Visir/Vilhelm Það hefur eflaust ekki farið fram hjá nokkrum manni að Reykjavík er alltaf að verða fjölþjóðlegri borg og bókmenntirnar hafa ekki farið varhluta af þessum breytingum. Í kvöld fer fram skemmtilegur viðburður sem staðfestir þetta en þá lesa fjórir höfundar úr verkum sínum á Kaffislipp á Hótel Reykjavík Marina klukkan 17 til 18 og spjalla við gesti í kjölfarið. Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg, segir að þau komi í raun aðeins að verkefninu sem milliliður en það komi upprunalega frá Finnlandi. „Verkefnið snýst í raun um margtyngda listamenn, skáld og rithöfunda, sem yrkja ýmist ekki á móðurmálinu eða þá á móðurmálinu en inn í það samfélag þar sem þeir búa. Sum eru þau jafnvel að skrifa á báðum tungumálunum þannig að þetta eru nokkuð sérstakar aðstæður. Markmið verkefnisins er þannig fyrst og fremst að vekja athygli á því hvernig er að vera rithöfundur á öðru málsvæði en þínu eigin.“ Höfundurnir fjórir sem ætla að lesa úr verkum sínum í kvöld eru þau Ewa Marcinek, Elías Knörr, Mazen Maarouf og Roxana Crisologo. Lára segir að tengiliður þeirra við verkefnið sé Mazen Maarouf en hann hafi komið til Íslands sem landlaus maður frá Palestínu fyrir tveimur árum. „Hann er fæddur í Líbanon en alinn upp í Palestínu og er núna íslenskur ríkisborgari. Hann er með arabísku að móðurmáli en býr á Íslandi, málsvæði íslenskunnar. Elías Knörr frá Galisíu og Ewa Marcinek frá Póllandi eru einnig búsett á Íslandi og fjórði höfundurinn er Roxana Crisologo sem er upprunalega frá Perú en býr í Finnlandi. Það er því óhætt að segja að bókmenntalífið í Reykjavík sé bæði marglaga og margmála og með þessum viðburði erum að við að vekja athygli á því,“ segir Lára og bætir við að upplestrarnir fari fram á ensku og tungumáli höfunda en áhersla verði á ensku í spjallinu. „Þannig að það má alveg segja að þetta sé svona míní fjöltungumálahátíð. Við erum svona að fagna orðlistinni eins og alltaf en að þessu sinni með því að tefla þessum tungumálum saman. Við tökum þetta svo á næsta plan með því að vera með panel á Borgarbókasafninu á fimmtudaginn. Þar ætla þessir höfundar og fleiri að ræða það hvernig það er að skrifa á öðru tungumáli en talað er í landinu sem þú býrð í. Ræða baráttuna fyrir því að vera sýnilegur og fá rödd við þær aðstæður.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá nokkrum manni að Reykjavík er alltaf að verða fjölþjóðlegri borg og bókmenntirnar hafa ekki farið varhluta af þessum breytingum. Í kvöld fer fram skemmtilegur viðburður sem staðfestir þetta en þá lesa fjórir höfundar úr verkum sínum á Kaffislipp á Hótel Reykjavík Marina klukkan 17 til 18 og spjalla við gesti í kjölfarið. Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg, segir að þau komi í raun aðeins að verkefninu sem milliliður en það komi upprunalega frá Finnlandi. „Verkefnið snýst í raun um margtyngda listamenn, skáld og rithöfunda, sem yrkja ýmist ekki á móðurmálinu eða þá á móðurmálinu en inn í það samfélag þar sem þeir búa. Sum eru þau jafnvel að skrifa á báðum tungumálunum þannig að þetta eru nokkuð sérstakar aðstæður. Markmið verkefnisins er þannig fyrst og fremst að vekja athygli á því hvernig er að vera rithöfundur á öðru málsvæði en þínu eigin.“ Höfundurnir fjórir sem ætla að lesa úr verkum sínum í kvöld eru þau Ewa Marcinek, Elías Knörr, Mazen Maarouf og Roxana Crisologo. Lára segir að tengiliður þeirra við verkefnið sé Mazen Maarouf en hann hafi komið til Íslands sem landlaus maður frá Palestínu fyrir tveimur árum. „Hann er fæddur í Líbanon en alinn upp í Palestínu og er núna íslenskur ríkisborgari. Hann er með arabísku að móðurmáli en býr á Íslandi, málsvæði íslenskunnar. Elías Knörr frá Galisíu og Ewa Marcinek frá Póllandi eru einnig búsett á Íslandi og fjórði höfundurinn er Roxana Crisologo sem er upprunalega frá Perú en býr í Finnlandi. Það er því óhætt að segja að bókmenntalífið í Reykjavík sé bæði marglaga og margmála og með þessum viðburði erum að við að vekja athygli á því,“ segir Lára og bætir við að upplestrarnir fari fram á ensku og tungumáli höfunda en áhersla verði á ensku í spjallinu. „Þannig að það má alveg segja að þetta sé svona míní fjöltungumálahátíð. Við erum svona að fagna orðlistinni eins og alltaf en að þessu sinni með því að tefla þessum tungumálum saman. Við tökum þetta svo á næsta plan með því að vera með panel á Borgarbókasafninu á fimmtudaginn. Þar ætla þessir höfundar og fleiri að ræða það hvernig það er að skrifa á öðru tungumáli en talað er í landinu sem þú býrð í. Ræða baráttuna fyrir því að vera sýnilegur og fá rödd við þær aðstæður.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira