Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Haraldur Guðmundsson skrifar 17. maí 2017 08:00 Fyrirtaka í máli Kjöríss gegn Emmessís verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. Vísir/GVA Kjörís hefur stefnt Emmessís og vill staðfestingu héraðsdóms á lögbanni sem Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði á framleiðsluvöru samkeppnisaðilans í lok nóvember. Forsvarsmenn Emmessís hafa lagt fram gagnstefnu og fara fram á bætur enda telja þeir að einkaleyfi ísframleiðandans í Hveragerði á vörumerkinu Toppís hafi runnið út. „Við fórum fram á lögbannsbeiðni í lok nóvember á vöru þeirra Toppís sem var samþykkt og þeir komu með nýtt nafn á ísinn sinn sem heitir nú Happís. Þeir hafa aftur á móti ekki viðurkennt að við eigum vörumerkið Toppís, og vilja fá nafnið afskráð hjá Einkaleyfastofu á þeirri forsendu að við höfum ekki notað vörumerkið nógu mikið. Við áttum okkur ekki á framgangi þeirra og höfum varið okkar vörumerki,“ segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss.Emmessís kynnt í nóvember nýja vöru sem hét þá Toppís en var síðar breytt í Happís.Emmessís hóf í nóvember í fyrra sölu á ís í boxi undir heitinu Toppís. Forsvarsmenn Kjöríss fóru í kjölfarið fram á að nafninu yrði breytt og vísuðu til skráningar fyrirtækisins á vörumerkinu hjá Einkaleyfastofu árið 1996 og endurnýjun hennar tveimur áratugum síðar. Kjörís framleiðir vörur undir merkinu Lúxus toppís. „Við höfum notað þetta meira og minna alla tíð. Þeir hafa notað vörumerkið Toppur og eiga það skráð,“ segir Valdimar. Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Emmessís, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni vegna lögbannsins enda hafi sala og dreifing á vörunni verið hafin. „Við höfðum unnið með auglýsingastofu við að finna nafnið og hanna vörumerki. Okkur fannst það í takt við að við erum með vinsælasta toppinn á Íslandi, Hnetutopp, og annað af okkar slagorðum er „Emmessís toppurinn á ísnum“. Okkur láðist að athuga hjá Einkaleyfastofu hvort þetta væri skráð en höfðum ekki orðið vör við neinn Toppís á markaðnum og töldum því ekki að nafnið væri frátekið,“ segir Ragnar. „Við höfðum svo samband við lögfræðing sem benti okkur á að þegar þú hefur ekki notað vörumerki í fimm ár fellur einkaleyfið úr gildi. Síðan kom í ljós að þeir eru ekki að selja undir vörumerkinu Toppís heldur Lúxus toppís. Þar kemur nafnið fram en eingöngu sem lýsing en ekki vörumerki. Kjörís þurfti að leggja fram tryggingu í lögbanninu og síðar að stefna okkur til að fá hana til baka. Við erum fyrst og fremst að endurheimta eitthvað af því tjóni sem við urðum fyrir. Ef lögbannið dæmist ógilt þurfa þeir að borga okkur tjón sem við höfum orðið fyrir,“ segir Ragnar. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Kjörís hefur stefnt Emmessís og vill staðfestingu héraðsdóms á lögbanni sem Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði á framleiðsluvöru samkeppnisaðilans í lok nóvember. Forsvarsmenn Emmessís hafa lagt fram gagnstefnu og fara fram á bætur enda telja þeir að einkaleyfi ísframleiðandans í Hveragerði á vörumerkinu Toppís hafi runnið út. „Við fórum fram á lögbannsbeiðni í lok nóvember á vöru þeirra Toppís sem var samþykkt og þeir komu með nýtt nafn á ísinn sinn sem heitir nú Happís. Þeir hafa aftur á móti ekki viðurkennt að við eigum vörumerkið Toppís, og vilja fá nafnið afskráð hjá Einkaleyfastofu á þeirri forsendu að við höfum ekki notað vörumerkið nógu mikið. Við áttum okkur ekki á framgangi þeirra og höfum varið okkar vörumerki,“ segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss.Emmessís kynnt í nóvember nýja vöru sem hét þá Toppís en var síðar breytt í Happís.Emmessís hóf í nóvember í fyrra sölu á ís í boxi undir heitinu Toppís. Forsvarsmenn Kjöríss fóru í kjölfarið fram á að nafninu yrði breytt og vísuðu til skráningar fyrirtækisins á vörumerkinu hjá Einkaleyfastofu árið 1996 og endurnýjun hennar tveimur áratugum síðar. Kjörís framleiðir vörur undir merkinu Lúxus toppís. „Við höfum notað þetta meira og minna alla tíð. Þeir hafa notað vörumerkið Toppur og eiga það skráð,“ segir Valdimar. Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Emmessís, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni vegna lögbannsins enda hafi sala og dreifing á vörunni verið hafin. „Við höfðum unnið með auglýsingastofu við að finna nafnið og hanna vörumerki. Okkur fannst það í takt við að við erum með vinsælasta toppinn á Íslandi, Hnetutopp, og annað af okkar slagorðum er „Emmessís toppurinn á ísnum“. Okkur láðist að athuga hjá Einkaleyfastofu hvort þetta væri skráð en höfðum ekki orðið vör við neinn Toppís á markaðnum og töldum því ekki að nafnið væri frátekið,“ segir Ragnar. „Við höfðum svo samband við lögfræðing sem benti okkur á að þegar þú hefur ekki notað vörumerki í fimm ár fellur einkaleyfið úr gildi. Síðan kom í ljós að þeir eru ekki að selja undir vörumerkinu Toppís heldur Lúxus toppís. Þar kemur nafnið fram en eingöngu sem lýsing en ekki vörumerki. Kjörís þurfti að leggja fram tryggingu í lögbanninu og síðar að stefna okkur til að fá hana til baka. Við erum fyrst og fremst að endurheimta eitthvað af því tjóni sem við urðum fyrir. Ef lögbannið dæmist ógilt þurfa þeir að borga okkur tjón sem við höfum orðið fyrir,“ segir Ragnar.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira