Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2017 22:15 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag, en hann greiddi atkvæði með jafnlaunavottun jafnréttismálaráðherra í kvöld. vísir/eyþór Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. Allar líkur eru því á að jafnlaunavottun verði að lögum í kvöld eða nótt en þingmenn Pírata greiddu ýmist atkvæði gegn greinum frumvarpsins eða sátu hjá. Þeir gagnrýndu meðal annars að með lögunum væri verið að benda á staðal sem væri ekki opinn almenningi og þannig skorti gagnsæi í málinu. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði með frumvarpinu en Vísir sagði frá því í byrjun apríl að Brynjar myndi ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottuninni. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greiddi einnig atkvæði með málinu en hún lét hafa eftir sér í viðtali fyrr í vetur að ekkert væri hægt að fullyrða um kynbundið misrétti á launamarkaði. Jafnlaunavottun er einmitt ætlað að vinna gegn kynbundnum launamun en frumvarpið hefur sætt gagnrýni og var mörgum þingmönnum stjórnarandstöðunnar tíðrætt um það í atkvæðagreiðslu að málið hefði komið illa unnið inn í þingið. Þá væri það ekki „patent“-lausn fyrir launamun kynjanna heldur lítið skref á réttri leið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var einn þeirra stjórnarandstöðuþingmanna sem kvöddu sér hljóðs. Sagði hann Pírata vera „rödd skynseminnar“ í málinu og hrósaði þeim fyrir það. Kvaðst Sigmundur jafnframt hafa verið sammála öllu því sem þeir hefðu sagt í umræðu um málið. Þingfundi lauk um tíuleytið en hann hefst aftur klukkan 22:30 og mun væntanlega standa fram á nótt. Enn á eftir að skipa dómara við Landsrétt, taka fjármálaáætlun til atkvæðagreiðslu í síðari umræðu og svo greiða atkvæði um fjölmörg frumvörp sem verða þá að lögum. Tengdar fréttir Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. Allar líkur eru því á að jafnlaunavottun verði að lögum í kvöld eða nótt en þingmenn Pírata greiddu ýmist atkvæði gegn greinum frumvarpsins eða sátu hjá. Þeir gagnrýndu meðal annars að með lögunum væri verið að benda á staðal sem væri ekki opinn almenningi og þannig skorti gagnsæi í málinu. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði með frumvarpinu en Vísir sagði frá því í byrjun apríl að Brynjar myndi ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottuninni. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greiddi einnig atkvæði með málinu en hún lét hafa eftir sér í viðtali fyrr í vetur að ekkert væri hægt að fullyrða um kynbundið misrétti á launamarkaði. Jafnlaunavottun er einmitt ætlað að vinna gegn kynbundnum launamun en frumvarpið hefur sætt gagnrýni og var mörgum þingmönnum stjórnarandstöðunnar tíðrætt um það í atkvæðagreiðslu að málið hefði komið illa unnið inn í þingið. Þá væri það ekki „patent“-lausn fyrir launamun kynjanna heldur lítið skref á réttri leið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var einn þeirra stjórnarandstöðuþingmanna sem kvöddu sér hljóðs. Sagði hann Pírata vera „rödd skynseminnar“ í málinu og hrósaði þeim fyrir það. Kvaðst Sigmundur jafnframt hafa verið sammála öllu því sem þeir hefðu sagt í umræðu um málið. Þingfundi lauk um tíuleytið en hann hefst aftur klukkan 22:30 og mun væntanlega standa fram á nótt. Enn á eftir að skipa dómara við Landsrétt, taka fjármálaáætlun til atkvæðagreiðslu í síðari umræðu og svo greiða atkvæði um fjölmörg frumvörp sem verða þá að lögum.
Tengdar fréttir Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15