Viðskipti innlent

Verkstjórasambandið tekur upp nýtt nafn

Atli Ísleifsson skrifar
Nýtt merki Sambands stjórnendafélaga.
Nýtt merki Sambands stjórnendafélaga. STF
Sambandsþing Verkstjórasambands Íslands hefur ákveðið að breyta nafni samtakanna í Samband stjórnendafélaga. Þá hefur sambandið einnig tekið upp nýtt merki.

Í tilkynningu frá sambandinu segir að innan vébanda þess séu tólf félög stjórnenda og verkstjóra.

„Með því er ætlunin að höfða betur til stærri hóps stjórnenda sem stýra fjölbreytilegum verkefnum í nútíma samfélagi. Þetta var ákveðið á þingi stjórnenda í Stykkishólmi dagana 19.-20. maí sl.

Skúli Sigurðsson, forseti Sambands stjórnendafélaga (STF) segir að nú verði allt kynningarstarf eflt með það að markmiði að fjölga verulega í hópi aðildarfélaga STF.

„Við höfum náð að fjölga félagsmönnum talsvert á liðnum misserum með markvissu kynningarstarfi en við teljum okkur geta gert betur. Aðild að stjórnendafélagi hefur mikla kosti en við bjóðum m.a. upp á gríðarlega góða endurmenntun í fjarnámi og einn öflugasta sjúkrasjóð sem til er í landinu. Við teljum nýtt nafn og ný starfsheiti endurspegla betur innihald starfanna og vera í samræmi við tíðarandann í samfélaginu.“,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×