Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2025 16:39 Nvidia er þegar til rannsóknar í Kína. EPA/JOHN G. MABANGLO Kínverskir embættismenn eru að skrifa lista yfir bandarísk tæknifyrirtæki sem hægt er að beita rannsóknum varðandi samkeppni og öðrum aðgerðum. Markmiðið er að geta þrýst á forsvarsmenn fyrirtækjanna, sem hafa margir fylkt liði að baki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Um er að ræða undirbúning Kínverja fyrir væntanlegar viðræður við Donald Trump og mögulegar aðgerðir vegna tolla sem Trump hefur sett á kínverskar vörur. Samkvæmt frétt Wall Street Journal eru Nvidia, Google, Apple og önnur tæknifyrirtæki á þessum lista. Yfirvöld í Kína eru þegar byrjuð að rannsaka Nvidia og Google vegna mögulegra samkeppnisbrota þar í landi en rannsóknin gegn Google var tilkynnt stuttu eftir að Trump bætti við tíu prósentum á tolla gegn Kína. Sérfræðingar segja þessa áætlun Kínverja fela í sér ákveðnar áhættur, eins og til að mynda hættu á því að forsvarsmenn vestrænna fyrirtækja dragi úr fjárfestingum í Kína. Bæði Trump og Joe Biden hafa sett tálma á það hvað bandarísk fyrirtæki mega selja til Kína og hvaða hugbúnaði veita megi Kínverjum aðgang að. Nvidia hefur til dæmis verið bannað að selja tilteknar tölvuflögur til kínverskra fyrirtækja og Google meinaði árið 2019 Huawei að nota Android-stýrikerfið í síma fyrirtækisins. Bætti á gamla tolla Á fyrsta kjörtímabili hans setti Trump fimmtán prósenta tolla á vörur frá Kína. Biden hélt þeim tollum og Trump bætti á þá tíu prósentum á dögunum. Þá tilkynnti hann í gær 25 prósenta tolla á ál og stálinnflutning til Bandaríkjanna, sem sérfræðingar segja að beinist aðallega gegn Kína. Sjá einnig: Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Ráðamenn í Kína hafa einnig beitt Bandarískar vörur tollum vegna tolla Trumps. Þeir tollar voru settir á kol, jarðgas, landbúnaðarvörur og bíla frá Bandaríkjunum. Tollar á stál og ál munu einnig koma niður á fjölmörgum öðrum ríkjum, eins og Kanada, Mexíkó, Brasilíu og einnig ríkjum í Asíu, eins og Suður-Kóreu, Víetnam, Ástralíu og Japan. Sjá einnig: Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Trump og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræða saman í síma á næstunni en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær það símtal á að eiga sér stað. Kína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Fleiri fréttir Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Um er að ræða undirbúning Kínverja fyrir væntanlegar viðræður við Donald Trump og mögulegar aðgerðir vegna tolla sem Trump hefur sett á kínverskar vörur. Samkvæmt frétt Wall Street Journal eru Nvidia, Google, Apple og önnur tæknifyrirtæki á þessum lista. Yfirvöld í Kína eru þegar byrjuð að rannsaka Nvidia og Google vegna mögulegra samkeppnisbrota þar í landi en rannsóknin gegn Google var tilkynnt stuttu eftir að Trump bætti við tíu prósentum á tolla gegn Kína. Sérfræðingar segja þessa áætlun Kínverja fela í sér ákveðnar áhættur, eins og til að mynda hættu á því að forsvarsmenn vestrænna fyrirtækja dragi úr fjárfestingum í Kína. Bæði Trump og Joe Biden hafa sett tálma á það hvað bandarísk fyrirtæki mega selja til Kína og hvaða hugbúnaði veita megi Kínverjum aðgang að. Nvidia hefur til dæmis verið bannað að selja tilteknar tölvuflögur til kínverskra fyrirtækja og Google meinaði árið 2019 Huawei að nota Android-stýrikerfið í síma fyrirtækisins. Bætti á gamla tolla Á fyrsta kjörtímabili hans setti Trump fimmtán prósenta tolla á vörur frá Kína. Biden hélt þeim tollum og Trump bætti á þá tíu prósentum á dögunum. Þá tilkynnti hann í gær 25 prósenta tolla á ál og stálinnflutning til Bandaríkjanna, sem sérfræðingar segja að beinist aðallega gegn Kína. Sjá einnig: Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Ráðamenn í Kína hafa einnig beitt Bandarískar vörur tollum vegna tolla Trumps. Þeir tollar voru settir á kol, jarðgas, landbúnaðarvörur og bíla frá Bandaríkjunum. Tollar á stál og ál munu einnig koma niður á fjölmörgum öðrum ríkjum, eins og Kanada, Mexíkó, Brasilíu og einnig ríkjum í Asíu, eins og Suður-Kóreu, Víetnam, Ástralíu og Japan. Sjá einnig: Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Trump og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræða saman í síma á næstunni en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær það símtal á að eiga sér stað.
Kína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Fleiri fréttir Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira