Staða Viðreisnar afar þröng Snærós Sindradóttir skrifar 31. maí 2017 06:00 Heimildir Fréttablaðsins herma að bæði Gísli Marteinn Baldursson og Heiða Kristín Helgadóttir harðneiti að fara fyrir lista Viðreisnar í borginni. vísir/vilhelm/anton Það er enginn augljós kostur í sjónmáli til að leiða lista Viðreisnar í borginni eins og staðan er núna. Forsvarsmenn flokksins eru löngu byrjaðir að skima eftir forystufólki en hingað til hefur reynst erfitt að fá öfluga fulltrúa til að íhuga framboð. Ár er í næstu sveitarstjórnarkosningar en þær fara fram 26. maí 2018. Flokkarnir eru mislangt komnir í undirbúningi sínum en Viðreisn hóf formlegan undirbúning að nýju framboði á sveitarstjórnarstigi með fundi laugardaginn 18. febrúar síðastliðinn. Opnir fundir flokksins á þriðjudögum hafa farið í málefnavinnu sem tengist sveitarstjórnarmálum, á borð við Borgarlínu, þéttingu byggðar og húsnæðismál. Fulltrúar víðsvegar að hafa verið kallaðir Viðreisn til aðstoðar við myndun stefnu í borginni, þar með talin Ilmur Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sem kom fram á fundi flokksins í gær og kynnti velferðarhlutann í rekstri Reykjavíkurborgar. En Viðreisn er ákveðinn vandi á höndum. Tvö nöfn hefur borið hæst í umræðunni um mögulega fulltrúa til að leiða lista flokksins, það eru Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Heiða Kristín Helgadóttir, sem tók meðal annars þátt í að tryggja Besta flokknum stóran kosningasigur árið 2010. Heimildir Fréttablaðsins herma að enn sem komið er harðneiti þau bæði að leiða listann. Þá hefur verið horft til aðstoðarmanna þeirra ráðherra sem Viðreisn á í ríkisstjórn, á borð við Gylfa Ólafsson, aðstoðarmann Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, og Guðmund Kristján Jónsson, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Staðreyndin er sú að sterk atvinnulífstenging Viðreisnar gerir það að verkum að starf borgarfulltrúa er óspennandi og nokkuð illa launað í samanburði við mörg önnur störf sem bjóðast í því góðæri sem nú ríkir. Grunnlaun borgarfulltrúa eru um 633 þúsund krónur á mánuði, sem er til að mynda langtum lægra en aðstoðarmönnum ráðherra býðst. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að innan Viðreisnar séu raddir sem velti fyrir sér hvaða sérstöðu flokkurinn geti mögulega skapað sér í borginni. Framboðið sé í raun háð því hvaða gat skapist fyrir frjálslyndan umhverfisverndarflokk sem er hægra megin við Samfylkinguna. Ekki komi til greina að hverfa frá þeim skipulagshugmyndum sem fyrir liggja hjá meirihlutanum í borginni, á borð við Borgarlínu og þéttingu byggðar. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, segir að mögulegt framboð í sveitarstjórnum komi til með að skýrast með haustinu. Verið sé að vinna hörðum höndum að því að skýra málefnalegan grunn flokksins. „Það er verið að skoða sameiningar sveitarfélaga, borgarlínu og fleiri málefni sem brenna á sveitarfélögunum núna.“ Samkvæmt samþykktum flokksins er miðað við að stillt verði upp á listum flokksins í stað þess að ráðist verði í prófkjör. „Svo geta alveg verið frávik frá því. Vika er langur tími og hvað þá ár þannig að það getur ýmislegt gerst. En við vonumst til þess að ná góðum árangri í borginni.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Það er enginn augljós kostur í sjónmáli til að leiða lista Viðreisnar í borginni eins og staðan er núna. Forsvarsmenn flokksins eru löngu byrjaðir að skima eftir forystufólki en hingað til hefur reynst erfitt að fá öfluga fulltrúa til að íhuga framboð. Ár er í næstu sveitarstjórnarkosningar en þær fara fram 26. maí 2018. Flokkarnir eru mislangt komnir í undirbúningi sínum en Viðreisn hóf formlegan undirbúning að nýju framboði á sveitarstjórnarstigi með fundi laugardaginn 18. febrúar síðastliðinn. Opnir fundir flokksins á þriðjudögum hafa farið í málefnavinnu sem tengist sveitarstjórnarmálum, á borð við Borgarlínu, þéttingu byggðar og húsnæðismál. Fulltrúar víðsvegar að hafa verið kallaðir Viðreisn til aðstoðar við myndun stefnu í borginni, þar með talin Ilmur Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sem kom fram á fundi flokksins í gær og kynnti velferðarhlutann í rekstri Reykjavíkurborgar. En Viðreisn er ákveðinn vandi á höndum. Tvö nöfn hefur borið hæst í umræðunni um mögulega fulltrúa til að leiða lista flokksins, það eru Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Heiða Kristín Helgadóttir, sem tók meðal annars þátt í að tryggja Besta flokknum stóran kosningasigur árið 2010. Heimildir Fréttablaðsins herma að enn sem komið er harðneiti þau bæði að leiða listann. Þá hefur verið horft til aðstoðarmanna þeirra ráðherra sem Viðreisn á í ríkisstjórn, á borð við Gylfa Ólafsson, aðstoðarmann Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, og Guðmund Kristján Jónsson, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Staðreyndin er sú að sterk atvinnulífstenging Viðreisnar gerir það að verkum að starf borgarfulltrúa er óspennandi og nokkuð illa launað í samanburði við mörg önnur störf sem bjóðast í því góðæri sem nú ríkir. Grunnlaun borgarfulltrúa eru um 633 þúsund krónur á mánuði, sem er til að mynda langtum lægra en aðstoðarmönnum ráðherra býðst. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að innan Viðreisnar séu raddir sem velti fyrir sér hvaða sérstöðu flokkurinn geti mögulega skapað sér í borginni. Framboðið sé í raun háð því hvaða gat skapist fyrir frjálslyndan umhverfisverndarflokk sem er hægra megin við Samfylkinguna. Ekki komi til greina að hverfa frá þeim skipulagshugmyndum sem fyrir liggja hjá meirihlutanum í borginni, á borð við Borgarlínu og þéttingu byggðar. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, segir að mögulegt framboð í sveitarstjórnum komi til með að skýrast með haustinu. Verið sé að vinna hörðum höndum að því að skýra málefnalegan grunn flokksins. „Það er verið að skoða sameiningar sveitarfélaga, borgarlínu og fleiri málefni sem brenna á sveitarfélögunum núna.“ Samkvæmt samþykktum flokksins er miðað við að stillt verði upp á listum flokksins í stað þess að ráðist verði í prófkjör. „Svo geta alveg verið frávik frá því. Vika er langur tími og hvað þá ár þannig að það getur ýmislegt gerst. En við vonumst til þess að ná góðum árangri í borginni.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira