27 fórust og yfir 100 særðust í tveimur hryðjuverkaárásum 31. maí 2017 09:00 Hermenn, viðbragðsaðilar og vegfarendur standa yfir braki bílsins sem brúkaður var við ísbúðina. NORDICPHOTOS/AFP ÍRAK Minnst 27 fórust og yfir hundrað særðust í tveimur sprengingum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst því yfir að samtökin beri ábyrgð á annarri árásinni en sú seinni er einnig brennd marki þeirra. Fyrri sprengjunni hafði verið komið fyrir í bíl sem lagt var við vinsæla verslunargötu í hverfi sjía-múslima. Flestir hinna látnu voru viðskiptavinir ísbúðar sem höfðu í hyggju að gera vel við sig og kæla sig niður. Ramadan, föstumánuður múslima, er nýgenginn í garð og gera hinir fastandi oft vel við sig eftir að sólin er sest. Minnst sextán létust, þar af nokkur börn, og tæplega 80 særðust. „Fjölskyldur höfðu farið út til að gera vel við sig að föstu lokinni. Sprengjan sprakk skömmu eftir miðnætti, á heitum degi, við vinsæla götu. Þetta miðaði allt að því marki að skaða sem flesta,“ segir Hayder al-Khoei, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, við Al-Jazeera. Sú síðari var einnig bílsprengja en hún sprakk skammt frá brú yfir Tígris í Al-Shahada hverfinu. Ellefu létust og yfir fjörutíu særðust. Hinir látnu voru flestir í biðröð eftir afgreiðslu hjá tryggingastofnun í borginni. Mikil skelfing braust út í hverfinu eftir árásina enda Karrada-árásin í júlí á síðasta ári, þar sem rúmlega 300 manns fórust og 240 særðust, fólki í fersku minni. Sú árás átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu sem var full af fólki að versla á ramadan. Óttuðust margir frekari árásir núna. Meirihluti Íraka, tæplega tveir af hverjum þremur, eru sjía-múslimar. Þrjátíu prósent eru súnní-múslimar. Liðsmenn ISIS aðhyllast, að minnsta kosti að nafninu til, súnní-íslam og álíta sjía-múslima vera villutrúarmenn og heiðingja. Flestar árásir þeirra beinast því að sjía-múslimum. Árásirnar nú telja menn að séu hefndaraðgerð eftir að íraski herinn hóf að hrekja ISIS á brott úr Mósúl. Samtökin náðu borginni á sitt vald um mitt ár 2014. Bardagar hafa geisað í borginni nú í átta mánuði en yfirmenn í íraska hernum hafa lýst því yfir að með því verði ISIS á bak og burt úr landinu. Vígamenn samtakanna hafa hins vegar svarað með því að setja aukið púður í hryðjuverk sín í landinu. johannoli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
ÍRAK Minnst 27 fórust og yfir hundrað særðust í tveimur sprengingum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst því yfir að samtökin beri ábyrgð á annarri árásinni en sú seinni er einnig brennd marki þeirra. Fyrri sprengjunni hafði verið komið fyrir í bíl sem lagt var við vinsæla verslunargötu í hverfi sjía-múslima. Flestir hinna látnu voru viðskiptavinir ísbúðar sem höfðu í hyggju að gera vel við sig og kæla sig niður. Ramadan, föstumánuður múslima, er nýgenginn í garð og gera hinir fastandi oft vel við sig eftir að sólin er sest. Minnst sextán létust, þar af nokkur börn, og tæplega 80 særðust. „Fjölskyldur höfðu farið út til að gera vel við sig að föstu lokinni. Sprengjan sprakk skömmu eftir miðnætti, á heitum degi, við vinsæla götu. Þetta miðaði allt að því marki að skaða sem flesta,“ segir Hayder al-Khoei, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, við Al-Jazeera. Sú síðari var einnig bílsprengja en hún sprakk skammt frá brú yfir Tígris í Al-Shahada hverfinu. Ellefu létust og yfir fjörutíu særðust. Hinir látnu voru flestir í biðröð eftir afgreiðslu hjá tryggingastofnun í borginni. Mikil skelfing braust út í hverfinu eftir árásina enda Karrada-árásin í júlí á síðasta ári, þar sem rúmlega 300 manns fórust og 240 særðust, fólki í fersku minni. Sú árás átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu sem var full af fólki að versla á ramadan. Óttuðust margir frekari árásir núna. Meirihluti Íraka, tæplega tveir af hverjum þremur, eru sjía-múslimar. Þrjátíu prósent eru súnní-múslimar. Liðsmenn ISIS aðhyllast, að minnsta kosti að nafninu til, súnní-íslam og álíta sjía-múslima vera villutrúarmenn og heiðingja. Flestar árásir þeirra beinast því að sjía-múslimum. Árásirnar nú telja menn að séu hefndaraðgerð eftir að íraski herinn hóf að hrekja ISIS á brott úr Mósúl. Samtökin náðu borginni á sitt vald um mitt ár 2014. Bardagar hafa geisað í borginni nú í átta mánuði en yfirmenn í íraska hernum hafa lýst því yfir að með því verði ISIS á bak og burt úr landinu. Vígamenn samtakanna hafa hins vegar svarað með því að setja aukið púður í hryðjuverk sín í landinu. johannoli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira