Haustspá Siggu Kling - Bogmaðurinn: Ert í eðli þínu ævintýramanneskja 1. september 2017 09:00 Elsku Bogmaðurinn minn, það er svo sterkt í eðli þínu að vera með fullkomnunaráráttu og orðið fullkomnunarárátta er afskaplega leiðinlegt orð. En þetta er bara vegna þess að þú vilt gera allt svo vel, stundum of vel. Svo það er mikilvægt að þú sýnir sjálfum þér meiri þolinmæði og reynir ekki að vera alltaf með allt á hreinu. Ef þú sleppir takinu þá birtast þér miklu fleiri möguleikar. Þú hefur það í þér að ef til dæmis þú ætlar að mála mynd þá finnst þér hún nær aldrei vera nógu góð. Þá bætir þú alltaf einhverju við. En þú þarft bara að framkvæma, sleppa og byrja svo á einhverju nýju strax eftir það. Góð fyrirmynd í þessu er til dæmis Steindi Junior. Hann vandar sig samt mikið eins og góðum Bogmanni sæmir en hann skapar, sleppir og býr svo strax til eitthvað nýtt. Í því er þinn lykill fólginn. Þér mun aldrei líða vel ef þú festist í vana og vani er bara þannig; eitthvað sem maður venur sig á og festist svo í. Þannig að það er því þín eina hindrun á komandi haustmánuðum, ekki flækja þig of mikið í viðjum vanans. Þú ert í eðli þínu ævintýramanneskja og þarft að hafa möguleikann á að vera færanlegur í lífinu. Að geta hoppað frá einum steini til annars þegar þú ert að komast yfir lífsins fljót. Í eðli þínu ertu fljótur að hugsa en ef það sama gerist alltaf frá degi til dags, eins og í Groundhog day, ert það bara þú sjálfur sem ert ekki að gefa þér færi til að lifa lífinu til fulls. Það er nefnilega engum öðrum að kenna eða þakka hvar þú ert staddur í augnablikinu. Það ert þú sem ert bílstjórinn í þessu farartæki sem lífið er. Ekki láta þér detta það í hug í eina mínútu að þú sért farþegi í aftursætinu og hafir þar af leiðandi enga stjórn, því það er tómur misskilningur. Alveg eins og það passar þér alls ekki að vera niðurnegld persóna með allt svoleiðis fullkomið í kringum þig! En að sjálfsögðu lítur þú til fortíðar, hverjir foreldrar og samferðarmenn þínir voru, en þá er ekki þar með sagt að þeir eigi endilega að vera þínar fyrirmyndir eða séu góðar fyrirmyndir. Ég persónulega skapa sjálfa mig með því að hafa alltaf nýja og nýja fyrirmynd sem ég vil líkjast og tengja mig við, hvort sem þær eru lifandi eða látnar. Og ég kalla á þessar fyrirmyndir þegar ég þarf á að halda; góða skemmtikrafta þegar ég er á sviði og mikil ljóðskáld þegar ég er að semja texta til dæmis. Þú ert spegilmynd af þeim sem eru fyrirmyndir þínar, svo vandaðu valið og skoðaðu vel hverjum þú leyfir að hafa áhrif á þig. Þegar þú ert búinn að mixa þennan kraft í lífskökuna þína þá ferðu áfram á ógnarhraða og nálgast takmarkið þitt eins og enginn sé morgundagurinn. Í ástamálum ertu blíður, tilfinningaríkur og elskar af öllu hjarta svo þar mun heppnin umlykja þig. Setningin til þín er: Ekki láta berast með straumnum – Take a walk on the wild side (Lou Reed) og ég hvet þig til að hlusta á lagið og textann sem fylgir!Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira
Elsku Bogmaðurinn minn, það er svo sterkt í eðli þínu að vera með fullkomnunaráráttu og orðið fullkomnunarárátta er afskaplega leiðinlegt orð. En þetta er bara vegna þess að þú vilt gera allt svo vel, stundum of vel. Svo það er mikilvægt að þú sýnir sjálfum þér meiri þolinmæði og reynir ekki að vera alltaf með allt á hreinu. Ef þú sleppir takinu þá birtast þér miklu fleiri möguleikar. Þú hefur það í þér að ef til dæmis þú ætlar að mála mynd þá finnst þér hún nær aldrei vera nógu góð. Þá bætir þú alltaf einhverju við. En þú þarft bara að framkvæma, sleppa og byrja svo á einhverju nýju strax eftir það. Góð fyrirmynd í þessu er til dæmis Steindi Junior. Hann vandar sig samt mikið eins og góðum Bogmanni sæmir en hann skapar, sleppir og býr svo strax til eitthvað nýtt. Í því er þinn lykill fólginn. Þér mun aldrei líða vel ef þú festist í vana og vani er bara þannig; eitthvað sem maður venur sig á og festist svo í. Þannig að það er því þín eina hindrun á komandi haustmánuðum, ekki flækja þig of mikið í viðjum vanans. Þú ert í eðli þínu ævintýramanneskja og þarft að hafa möguleikann á að vera færanlegur í lífinu. Að geta hoppað frá einum steini til annars þegar þú ert að komast yfir lífsins fljót. Í eðli þínu ertu fljótur að hugsa en ef það sama gerist alltaf frá degi til dags, eins og í Groundhog day, ert það bara þú sjálfur sem ert ekki að gefa þér færi til að lifa lífinu til fulls. Það er nefnilega engum öðrum að kenna eða þakka hvar þú ert staddur í augnablikinu. Það ert þú sem ert bílstjórinn í þessu farartæki sem lífið er. Ekki láta þér detta það í hug í eina mínútu að þú sért farþegi í aftursætinu og hafir þar af leiðandi enga stjórn, því það er tómur misskilningur. Alveg eins og það passar þér alls ekki að vera niðurnegld persóna með allt svoleiðis fullkomið í kringum þig! En að sjálfsögðu lítur þú til fortíðar, hverjir foreldrar og samferðarmenn þínir voru, en þá er ekki þar með sagt að þeir eigi endilega að vera þínar fyrirmyndir eða séu góðar fyrirmyndir. Ég persónulega skapa sjálfa mig með því að hafa alltaf nýja og nýja fyrirmynd sem ég vil líkjast og tengja mig við, hvort sem þær eru lifandi eða látnar. Og ég kalla á þessar fyrirmyndir þegar ég þarf á að halda; góða skemmtikrafta þegar ég er á sviði og mikil ljóðskáld þegar ég er að semja texta til dæmis. Þú ert spegilmynd af þeim sem eru fyrirmyndir þínar, svo vandaðu valið og skoðaðu vel hverjum þú leyfir að hafa áhrif á þig. Þegar þú ert búinn að mixa þennan kraft í lífskökuna þína þá ferðu áfram á ógnarhraða og nálgast takmarkið þitt eins og enginn sé morgundagurinn. Í ástamálum ertu blíður, tilfinningaríkur og elskar af öllu hjarta svo þar mun heppnin umlykja þig. Setningin til þín er: Ekki láta berast með straumnum – Take a walk on the wild side (Lou Reed) og ég hvet þig til að hlusta á lagið og textann sem fylgir!Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira