„Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 14:22 Thomas Olsen bar vitni í síðusut viku. Hann mætti ekki í þingsal í dag. vísir/eyþór Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þetta kom fram við munnlegan málflutning í málinu í héraðsdómi eftir hádegi í dag. Saksóknari fór yfir það að engin hefð er fyrir því hér á landi að dæma einstaklinga í lengra fangelsi fyrir manndráp en sextán ár þó heimilt sé að dæma menn í allt að ævilangt fangelsi fyrir brotið. Þá væri það þumalputtaregla að eitt kíló af kannabisefnum þýddi einn mánuður í fangelsi en Thomas er ákærður fyrir að hafa haft 23 kíló af kannabisefnum í vörslu sinni. Það myndi því bæta tveimur árum við sextán ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Kolbrún beindi því þó til dómsins að hún teldi tilefni til þess að fara upp fyrir sextán ára fangelsi hvað varðaði ákæruliðinn sem snýr að manndrápinu vegna þess hversu hrottafenginn glæpurinn var. Þá benti hún jafnframt á Thomas hefði nýlega fengið refsidóm í Grænlandi og það gæti haft ítrekunaráhrif. „En það er algjört lágmark ef bara er horft á dómafordæmi og þessi tvö ár sem myndu bætast við vegna fíkniefnalagabrotsins þá er algjört lágmark átján ára fangelsi. Það er þó tilefni til þyngingar að mati ákæruvaldsins [...] en átján ára fangelsi er algjört lágmark.“ Megininntakið í málflutningi Kolbrúnar var að ekki væri hægt að byggja á framburði Thomasar, hvorki hjá lögreglu né fyrir dómi, þegar tekin væri afstaða til sektar eða sakleysis hans. Sagði hún nær öll rannsóknargögn í málinu benda á Thomas og rakti hún hvernig hrekja mætti frásagnir hans af því sem gerðist nóttina sem Birna hvarf með gögnum málsins. Thomas hefur ávallt neitað sök í málinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18 Geðlæknir lýsti Thomasi sem óeðlilega eðlilegum manni Það er mat geðlæknis sem dómkvaddur var til að meta sakhæfi Thomasar Olsen að hann sé sakhæfur. 1. september 2017 11:59 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þetta kom fram við munnlegan málflutning í málinu í héraðsdómi eftir hádegi í dag. Saksóknari fór yfir það að engin hefð er fyrir því hér á landi að dæma einstaklinga í lengra fangelsi fyrir manndráp en sextán ár þó heimilt sé að dæma menn í allt að ævilangt fangelsi fyrir brotið. Þá væri það þumalputtaregla að eitt kíló af kannabisefnum þýddi einn mánuður í fangelsi en Thomas er ákærður fyrir að hafa haft 23 kíló af kannabisefnum í vörslu sinni. Það myndi því bæta tveimur árum við sextán ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Kolbrún beindi því þó til dómsins að hún teldi tilefni til þess að fara upp fyrir sextán ára fangelsi hvað varðaði ákæruliðinn sem snýr að manndrápinu vegna þess hversu hrottafenginn glæpurinn var. Þá benti hún jafnframt á Thomas hefði nýlega fengið refsidóm í Grænlandi og það gæti haft ítrekunaráhrif. „En það er algjört lágmark ef bara er horft á dómafordæmi og þessi tvö ár sem myndu bætast við vegna fíkniefnalagabrotsins þá er algjört lágmark átján ára fangelsi. Það er þó tilefni til þyngingar að mati ákæruvaldsins [...] en átján ára fangelsi er algjört lágmark.“ Megininntakið í málflutningi Kolbrúnar var að ekki væri hægt að byggja á framburði Thomasar, hvorki hjá lögreglu né fyrir dómi, þegar tekin væri afstaða til sektar eða sakleysis hans. Sagði hún nær öll rannsóknargögn í málinu benda á Thomas og rakti hún hvernig hrekja mætti frásagnir hans af því sem gerðist nóttina sem Birna hvarf með gögnum málsins. Thomas hefur ávallt neitað sök í málinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18 Geðlæknir lýsti Thomasi sem óeðlilega eðlilegum manni Það er mat geðlæknis sem dómkvaddur var til að meta sakhæfi Thomasar Olsen að hann sé sakhæfur. 1. september 2017 11:59 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18
Geðlæknir lýsti Thomasi sem óeðlilega eðlilegum manni Það er mat geðlæknis sem dómkvaddur var til að meta sakhæfi Thomasar Olsen að hann sé sakhæfur. 1. september 2017 11:59
Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00