Risar mætast í Hollandi Pétur Marinó Jónsson skrifar 2. september 2017 17:00 Vísir/Getty Eftir boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather tekur nú við hefðbundin dagskrá hjá UFC í kvöld. Þar mætast tveir ansi hávaxnir menn í aðalbardaganum á bardagakvöldi í Rotterdam. Fjórar vikur eru liðnar frá því UFC hélt sitt síðasta bardagakvöld. Öll spjót beindust að boxbardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor á meðan en nú þegar þeim bardaga er lokið fáum við venjulegt UFC bardagakvöld í kvöld. Í kvöld fer nefnilega fram UFC bardagakvöld í Ahoy höllinni í Rotterdam þegar þeir Stefan Struve og Alexander Volkov mætast í aðalbardaga kvöldsins. Íslendingar gætu kannast við höllina en þarna sigraði Gunnar Nelson Rússann Albert Tumenov í maí 2016. Hollendingurinn Stefan Struve fær væntanlega mikinn stuðning í Ahoy höllinni í kvöld. Það tók hann aðeins 16 sekúndur að rota Antonio Silva í sömu höll í fyrra og vonast hann eflaust eftir jafn góðum úrslitum í kvöld líkt og þá. Þrátt fyrir að vera bara 29 ára gamall er Struve afar reyndur bardagamaður en hann hóf atvinnuferilinn aðeins 17 ára gamall og verður þetta 37 MMA bardagi hans á ferlinum. Struve er helst þekktastur fyrir að vera hæsti bardagamaður sem barist hefur í UFC en hann er 213 cm á hæð. Til gamans má geta að Jon Jones er samt með tveggja cm lengri faðm en Struve þrátt fyrir að berjast einum þyngdarflokki neðar. Andstæðingur hans, Alexander Volkov, á í raun margt sameiginlegt með Struve. Volkov er 201 cm á hæð, einu ári yngri en Struve, með 34 MMA bardaga að baki og byrjaði ferilinn tvítugur að aldri. Það má því segja að þarna séu á ferð tveir svipaðir risar að mætast í þungavigtinni. Hæðin og faðmlengdin hefur þó ekki alltaf hjálpað Struve. Hann hefur oft átt í basli með að halda smærri andstæðingum sínum frá sér þrátt fyrir hæðarmun og sást það best í tapinu gegn Mark Hunt. Mark Hunt er 35 cm lægri en Struve en tókst samt að rota Hollendinginn. Auk Struve og Volkov eru nokkrir áhugaverðir bardagar á dagskrá. Má þar helst nefna viðureign Leon Edwards og Bryan Barbarena í veltivigtinni en það verður fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins. Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Fjórir bardagar verða á dagskrá en bein útsending hefst kl 19. MMA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Hafnaði risasamningi Risanna og verður áfram Hrútur Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sjá meira
Eftir boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather tekur nú við hefðbundin dagskrá hjá UFC í kvöld. Þar mætast tveir ansi hávaxnir menn í aðalbardaganum á bardagakvöldi í Rotterdam. Fjórar vikur eru liðnar frá því UFC hélt sitt síðasta bardagakvöld. Öll spjót beindust að boxbardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor á meðan en nú þegar þeim bardaga er lokið fáum við venjulegt UFC bardagakvöld í kvöld. Í kvöld fer nefnilega fram UFC bardagakvöld í Ahoy höllinni í Rotterdam þegar þeir Stefan Struve og Alexander Volkov mætast í aðalbardaga kvöldsins. Íslendingar gætu kannast við höllina en þarna sigraði Gunnar Nelson Rússann Albert Tumenov í maí 2016. Hollendingurinn Stefan Struve fær væntanlega mikinn stuðning í Ahoy höllinni í kvöld. Það tók hann aðeins 16 sekúndur að rota Antonio Silva í sömu höll í fyrra og vonast hann eflaust eftir jafn góðum úrslitum í kvöld líkt og þá. Þrátt fyrir að vera bara 29 ára gamall er Struve afar reyndur bardagamaður en hann hóf atvinnuferilinn aðeins 17 ára gamall og verður þetta 37 MMA bardagi hans á ferlinum. Struve er helst þekktastur fyrir að vera hæsti bardagamaður sem barist hefur í UFC en hann er 213 cm á hæð. Til gamans má geta að Jon Jones er samt með tveggja cm lengri faðm en Struve þrátt fyrir að berjast einum þyngdarflokki neðar. Andstæðingur hans, Alexander Volkov, á í raun margt sameiginlegt með Struve. Volkov er 201 cm á hæð, einu ári yngri en Struve, með 34 MMA bardaga að baki og byrjaði ferilinn tvítugur að aldri. Það má því segja að þarna séu á ferð tveir svipaðir risar að mætast í þungavigtinni. Hæðin og faðmlengdin hefur þó ekki alltaf hjálpað Struve. Hann hefur oft átt í basli með að halda smærri andstæðingum sínum frá sér þrátt fyrir hæðarmun og sást það best í tapinu gegn Mark Hunt. Mark Hunt er 35 cm lægri en Struve en tókst samt að rota Hollendinginn. Auk Struve og Volkov eru nokkrir áhugaverðir bardagar á dagskrá. Má þar helst nefna viðureign Leon Edwards og Bryan Barbarena í veltivigtinni en það verður fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins. Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Fjórir bardagar verða á dagskrá en bein útsending hefst kl 19.
MMA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Hafnaði risasamningi Risanna og verður áfram Hrútur Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sjá meira