Netflix ekki keypt neitt af Myndformi Haraldur Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2017 12:00 Netflix samdi við Senu og Sam-félagið áður en efnisveitan opnaði hér í janúar í fyrra. Fréttablaðið/EPA Vísir/EPA „Við höfum ekki selt þeim neitt en það hafa verið einhverjar þreifingar. Þeir vilja ekki borga það sem við viljum og þessar viðræður hafa því ekki gengið,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms, aðspurður hvort fyrirtæki hans hafi tekið upp að nýju viðræður við bandarísku efnisveituna Netflix. Myndform var fyrst stóru íslensku kvikmyndafyrirtækjanna þrigga til að hefja viðræður við Netflix í ágúst 2014. Bandaríska fyrirtækið hafði þá boðað komu sína hingað til lands og opnaði efnisveitu sína hér í janúar í fyrra. Viðræðurnar við Myndform höfðu þá siglt í strand og sagði Gunnar í samtali við DV að fyrirtækið ætti að öllum líkindum eftir að eiga í viðskiptum við Netflix á einhverjum tímapunkti.Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms.„Það hefur ekki enn gerst en við erum að þjónusta íslenska aðila eins og Maraþon NOW og Vodafone Play,“ segir Gunnar. Myndform á sýningarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Lionsgate, Universal og Metro-Goldwyn-Mayer og mikið af talsettu barnaefni. Aftur á móti hefur fyrirtækið ekki alltaf samið um sýningarétt fyrir sjónvarp heldur einungis kvikmyndahúsarétt. Úrvalið sem Netflix býður viðskiptavinum sínum er háð samningum við myndréttarhafa í hverju landi fyrir sig eða erlend framleiðslufyrirtæki. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Sam-félagið, sem á og rekur Sambíóin og Samfilm, selt Netflix talsvert af efni. Jón Diðrik Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri Senu, segir núgildandi samning fyrirtækisins við Netflix fara að renna út. „Við gerðum nokkurra ára samning við þá á sínum tíma sem er enn í gangi. Sá samningur fer að klárast og við höfum rætt við þá hvað taki við. Þetta er búið að vera fínt og við munum nú skoða framhaldið," segir Jón Diðrik. Netflix Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
„Við höfum ekki selt þeim neitt en það hafa verið einhverjar þreifingar. Þeir vilja ekki borga það sem við viljum og þessar viðræður hafa því ekki gengið,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms, aðspurður hvort fyrirtæki hans hafi tekið upp að nýju viðræður við bandarísku efnisveituna Netflix. Myndform var fyrst stóru íslensku kvikmyndafyrirtækjanna þrigga til að hefja viðræður við Netflix í ágúst 2014. Bandaríska fyrirtækið hafði þá boðað komu sína hingað til lands og opnaði efnisveitu sína hér í janúar í fyrra. Viðræðurnar við Myndform höfðu þá siglt í strand og sagði Gunnar í samtali við DV að fyrirtækið ætti að öllum líkindum eftir að eiga í viðskiptum við Netflix á einhverjum tímapunkti.Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms.„Það hefur ekki enn gerst en við erum að þjónusta íslenska aðila eins og Maraþon NOW og Vodafone Play,“ segir Gunnar. Myndform á sýningarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Lionsgate, Universal og Metro-Goldwyn-Mayer og mikið af talsettu barnaefni. Aftur á móti hefur fyrirtækið ekki alltaf samið um sýningarétt fyrir sjónvarp heldur einungis kvikmyndahúsarétt. Úrvalið sem Netflix býður viðskiptavinum sínum er háð samningum við myndréttarhafa í hverju landi fyrir sig eða erlend framleiðslufyrirtæki. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Sam-félagið, sem á og rekur Sambíóin og Samfilm, selt Netflix talsvert af efni. Jón Diðrik Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri Senu, segir núgildandi samning fyrirtækisins við Netflix fara að renna út. „Við gerðum nokkurra ára samning við þá á sínum tíma sem er enn í gangi. Sá samningur fer að klárast og við höfum rætt við þá hvað taki við. Þetta er búið að vera fínt og við munum nú skoða framhaldið," segir Jón Diðrik.
Netflix Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira