Valdís Þóra í beinni frá velli umdeildasta manns Bandaríkjanna á morgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 15:00 Tómas Freyr Aðalsteinsson, Valdís Þóra Jónsdóttir og Hlynur Geir Hjartarson. mynd/golf.is Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, hefur leik á opna bandaríska meistaramótinu á morgun klukkan 18.20 að íslenskum tíma en útsending frá fyrsta degi hefst á Stöð 2 Sport 4 HD klukkan 18.00. Opna bandaríska er stærsta mót sem hægt er að spila á í kvennagolfinu en það er stærst risamótanna fimm. Verðlaunaféð er það mesta á mótaröðinni en heldarupphæðin er fimm milljónir dala. Sigurvegarinn fær 900.000 dali í sinn hlut. Mótið fer fram á Trump National-vellinum í New Jersey sem er í eigu Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna. Þessi umdeildasti maður Bandaríkjanna keypti völlinn árið 2009 þegar þáverandi eigendur gátu ekki staðið undir afborgunum. Fastlega er búist við því að Trump mæti sjálfur á svæðið á einhverjum tímapunkti og er öryggisgæslan því gríðarleg á vellinum. „Við förum inn í mótið með það að markmiði að slá eitt högg í einu og njóta þess að vera á einu stærsta golfmóti heims. Völlurinn ætti að henta Valdísi vel, hann er að sjálfsögðu mjög erfiður með háum karga og hraðinn á flötunum er gríðarlegur. Bara alveg eins og við mátti búast á US Open velli,“ segir Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari Valdísar og kylfuberi, í viðtali við Golf.is. Auk hans er Tómas Freyr Aðalsteinsson, íþróttasálfræðingur, í þjálfarateymi Valdísar og er hann mættur til New Jersey til aðstoðar. Valdís á teig klukkan 12.35 að íslenskum tíma á föstudaginn en með henni í ráshóp á morgun verður Yan Liu frá Kína og áhugakylfingnum Dylan Kim frá Bandaríkjunum. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, hefur leik á opna bandaríska meistaramótinu á morgun klukkan 18.20 að íslenskum tíma en útsending frá fyrsta degi hefst á Stöð 2 Sport 4 HD klukkan 18.00. Opna bandaríska er stærsta mót sem hægt er að spila á í kvennagolfinu en það er stærst risamótanna fimm. Verðlaunaféð er það mesta á mótaröðinni en heldarupphæðin er fimm milljónir dala. Sigurvegarinn fær 900.000 dali í sinn hlut. Mótið fer fram á Trump National-vellinum í New Jersey sem er í eigu Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna. Þessi umdeildasti maður Bandaríkjanna keypti völlinn árið 2009 þegar þáverandi eigendur gátu ekki staðið undir afborgunum. Fastlega er búist við því að Trump mæti sjálfur á svæðið á einhverjum tímapunkti og er öryggisgæslan því gríðarleg á vellinum. „Við förum inn í mótið með það að markmiði að slá eitt högg í einu og njóta þess að vera á einu stærsta golfmóti heims. Völlurinn ætti að henta Valdísi vel, hann er að sjálfsögðu mjög erfiður með háum karga og hraðinn á flötunum er gríðarlegur. Bara alveg eins og við mátti búast á US Open velli,“ segir Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari Valdísar og kylfuberi, í viðtali við Golf.is. Auk hans er Tómas Freyr Aðalsteinsson, íþróttasálfræðingur, í þjálfarateymi Valdísar og er hann mættur til New Jersey til aðstoðar. Valdís á teig klukkan 12.35 að íslenskum tíma á föstudaginn en með henni í ráshóp á morgun verður Yan Liu frá Kína og áhugakylfingnum Dylan Kim frá Bandaríkjunum.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira