Geðheilbrigðismál ungmenna í forgang Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 10:07 Nýlega birtist samantekt á vef embættis Landlæknis á notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Árið 2012 leystu rúmlega 38.015 einstaklingar út þunglyndislyf á Íslandi en á síðasta ári 46.266. Það er um 21,7% aukning á fjórum árum. Athyglisverðast var að mesta aukningin er hjá yngri kynslóðunum. Árið 2013 var notkun þunglyndislyfja mest á Íslandi miðað við öll OECD lönd en þá var notkunin 203% miðað við meðaltal OECD landa. Í skýrslunni er einnig fjallað um skort á öðrum úrræðum við þunglyndi og kvíða en lyfjameðferð og hvort auka eigi aðgengi að annarri sannreyndri meðferð eins og til dæmis sálfræðimeðferð. Hugrún er geðfræðslufélag sem var stofnað af nemendum við Háskóla Íslands í forvarnarskyni. Markmið félagsins er að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og að auka færni þeirra að rækta eigin geðheilsu. Sýnt hefur verið fram á að fræðsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti, allt frá þekkingu og fordómum yfir í vilja einstaklinga til að leita eftir hjálp. En hvað gerist svo þegar að unga fólkið leitar sér aðstoðar? Aðgengi að sálfræðiþjónustu við Háskóla Íslands er verulega skert. Við Háskóla Íslands stunda 12.428 einstaklingar nám. Þeir koma alls staðar að, margir flytjast til dæmis utan af landi frá fjölskyldu sinni, vinum og félagslegu stuðningsneti til þess að stunda nám við háskólann. Við Háskóla Íslands starfar einn sálfræðingur í hálfu stöðugildi. Hálft stöðugildi sálfræðings fyrir tæplega 12.500 manns. Til samanburðar má nefna að viðmið samtaka bandarískra skólasálfræðinga (NASP) gera ráð fyrir heilu stöðugildi sálfræðings fyrir hverja 1.000 nemendur. Á aldrinum 18-25 ára er algengast að geðsjúkdómar komi fram en þetta er einnig stærsti aldurshópur nemenda við Háskóla Íslands. Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára er sjálfsvíg en árlega deyja um sex ungir menn á þeim aldri. Geðheilbrigðismál eru einn mikilvægasti flokkur heilbrigðismála en einnig sá málaflokkur sem virðist oftast gleymast að huga að. Ljóst er að geðheilbrigðismál háskólanema Íslands hafa setið á hakanum. Erfitt er að taka það skref að leita sér aðstoðar en það er enn erfiðara að koma að lokuðum dyrum og takmörkuðum úrræðum eftir að hafa tekið stóra skrefið. Margra mánaða bið eftir aðstoð getur reynst dýrkeypt og jafnvel kostað mannslíf. Ég skora því á yfirvöld að auka aðgengi að fleiri sannreyndum meðferðum en lyfjameðferð á Íslandi fyrir ungt fólk. Ég skora á yfirvöld að auka stöðugildi sálfræðinga við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Sjá meira
Nýlega birtist samantekt á vef embættis Landlæknis á notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Árið 2012 leystu rúmlega 38.015 einstaklingar út þunglyndislyf á Íslandi en á síðasta ári 46.266. Það er um 21,7% aukning á fjórum árum. Athyglisverðast var að mesta aukningin er hjá yngri kynslóðunum. Árið 2013 var notkun þunglyndislyfja mest á Íslandi miðað við öll OECD lönd en þá var notkunin 203% miðað við meðaltal OECD landa. Í skýrslunni er einnig fjallað um skort á öðrum úrræðum við þunglyndi og kvíða en lyfjameðferð og hvort auka eigi aðgengi að annarri sannreyndri meðferð eins og til dæmis sálfræðimeðferð. Hugrún er geðfræðslufélag sem var stofnað af nemendum við Háskóla Íslands í forvarnarskyni. Markmið félagsins er að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og að auka færni þeirra að rækta eigin geðheilsu. Sýnt hefur verið fram á að fræðsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti, allt frá þekkingu og fordómum yfir í vilja einstaklinga til að leita eftir hjálp. En hvað gerist svo þegar að unga fólkið leitar sér aðstoðar? Aðgengi að sálfræðiþjónustu við Háskóla Íslands er verulega skert. Við Háskóla Íslands stunda 12.428 einstaklingar nám. Þeir koma alls staðar að, margir flytjast til dæmis utan af landi frá fjölskyldu sinni, vinum og félagslegu stuðningsneti til þess að stunda nám við háskólann. Við Háskóla Íslands starfar einn sálfræðingur í hálfu stöðugildi. Hálft stöðugildi sálfræðings fyrir tæplega 12.500 manns. Til samanburðar má nefna að viðmið samtaka bandarískra skólasálfræðinga (NASP) gera ráð fyrir heilu stöðugildi sálfræðings fyrir hverja 1.000 nemendur. Á aldrinum 18-25 ára er algengast að geðsjúkdómar komi fram en þetta er einnig stærsti aldurshópur nemenda við Háskóla Íslands. Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára er sjálfsvíg en árlega deyja um sex ungir menn á þeim aldri. Geðheilbrigðismál eru einn mikilvægasti flokkur heilbrigðismála en einnig sá málaflokkur sem virðist oftast gleymast að huga að. Ljóst er að geðheilbrigðismál háskólanema Íslands hafa setið á hakanum. Erfitt er að taka það skref að leita sér aðstoðar en það er enn erfiðara að koma að lokuðum dyrum og takmörkuðum úrræðum eftir að hafa tekið stóra skrefið. Margra mánaða bið eftir aðstoð getur reynst dýrkeypt og jafnvel kostað mannslíf. Ég skora því á yfirvöld að auka aðgengi að fleiri sannreyndum meðferðum en lyfjameðferð á Íslandi fyrir ungt fólk. Ég skora á yfirvöld að auka stöðugildi sálfræðinga við Háskóla Íslands.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun