Miðasala fyrir leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM 2018 fer vel af stað en á fyrsta klukkutímanum seldust 900 miðar. Þetta staðfesti Klara Bjartmarz í samtali við Vísi í dag.
Leikurinn fer fram í Tampere þann 2. september en leikvangurinn þar tekur 16.800 manns í sæti. 1300 miðar eru í boði fyrir stuðningsmenn Íslands.
Á sama tíma fer fram EM í körfubolta í Finnlandi og skýrir það að hluta mikinn áhuga Íslendinga á leiknum. Fyrr um daginn eigast við Frakkland og Ísland í Helsinki.
Ísland vann dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í haust.
900 miðar seldir á fyrsta klukkutímanum

Tengdar fréttir

Var markið raunverulegt hneyksli?
Hans Backe þjálfari finnska landsliðsins í fótbolta segir sigurmark Íslands í landsleik þjóðanna á fimmtudaginn hafa verið hneyksli.

Íslandslest á milli Helsinki og Tampere
Tveir landsleikir fara fram í Finnlandi þann 2. september.