Foreldrar á Ólafsfirði útiloka ekki áframhaldandi mótmæli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2017 10:38 Frá Ólafsfirði. Vísir/GK Aðeins einn þriðji nemenda við Grunnskóla Fjallabyggðar á Ólafsfirði mætti í skólann í morgun. Ástæðan er mótmæli foreldra við fyrirætlanir bæjaryfirvalda um að kennsla í yngri deild skólans færist til Siglufjarðar frá og með næsta hausti. Tilkynnt var um forföll 57 nemenda í morgun en alls stundar 91 nemandi nám í skólanum á Ólafsfirði. Eðlileg mæting var á Siglufirði, samkvæmt upplýsingum frá skólanum.Hugsanlegt að mótmælum verði framhaldið Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segist ekki útiloka að börnin verði áfram heima á morgun og jafnvel næstu daga. Ákvörðun þess efnis verði tekin á fundi foreldra klukkan 16 í dag. „Ég efast um að börnin verði send í skólann á morgun en við ætlum að hittast í dag og ræða framhaldið,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkti 18. apríl síðastliðinn að börn í 1. til 5. bekk á Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði. Það er um 16 kílómetra akstur og eru foreldrar ósáttir við að hafa ekki fengið að vera með í ráðum við ákvarðanatökuna. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem síðan á ekki að hafa neitt gott í för með sér,“ sagði Hildur í samtali við Vísi í gær. Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn 3. maí. Hildur segir að bæjarfulltrúar verði boðaðir á fundinn og beðnir um að sitja fyrir svörum vegna málsins.Úrbóta þörf Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu á fundi bæjarstjórnar. Hún kveður á um sameiningu allra skólastiga grunnskólans þannig að samkennslu í 1. til 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verði hætt og að frá og með haustinu 2017 muni 1. til 5. bekk verða kennt í húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Þá verði 6. til 10. bekk kennt í húsnæði skólans á Ólafsfirði. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í bókun meirihlutans. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að kosning færi fram meðal íbúa Fjallabyggðar í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Jón Valgeir í bókuninni og bætti við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“ Tengdar fréttir Tugir foreldra í Ólafsfirði senda börn sín ekki í skólann á morgun Mótmæla ákvörðun um að senda börn þeirra í skóla á Siglufirði frá og með næsta hausti. 23. apríl 2017 16:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Aðeins einn þriðji nemenda við Grunnskóla Fjallabyggðar á Ólafsfirði mætti í skólann í morgun. Ástæðan er mótmæli foreldra við fyrirætlanir bæjaryfirvalda um að kennsla í yngri deild skólans færist til Siglufjarðar frá og með næsta hausti. Tilkynnt var um forföll 57 nemenda í morgun en alls stundar 91 nemandi nám í skólanum á Ólafsfirði. Eðlileg mæting var á Siglufirði, samkvæmt upplýsingum frá skólanum.Hugsanlegt að mótmælum verði framhaldið Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segist ekki útiloka að börnin verði áfram heima á morgun og jafnvel næstu daga. Ákvörðun þess efnis verði tekin á fundi foreldra klukkan 16 í dag. „Ég efast um að börnin verði send í skólann á morgun en við ætlum að hittast í dag og ræða framhaldið,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkti 18. apríl síðastliðinn að börn í 1. til 5. bekk á Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði. Það er um 16 kílómetra akstur og eru foreldrar ósáttir við að hafa ekki fengið að vera með í ráðum við ákvarðanatökuna. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem síðan á ekki að hafa neitt gott í för með sér,“ sagði Hildur í samtali við Vísi í gær. Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn 3. maí. Hildur segir að bæjarfulltrúar verði boðaðir á fundinn og beðnir um að sitja fyrir svörum vegna málsins.Úrbóta þörf Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu á fundi bæjarstjórnar. Hún kveður á um sameiningu allra skólastiga grunnskólans þannig að samkennslu í 1. til 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verði hætt og að frá og með haustinu 2017 muni 1. til 5. bekk verða kennt í húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Þá verði 6. til 10. bekk kennt í húsnæði skólans á Ólafsfirði. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í bókun meirihlutans. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að kosning færi fram meðal íbúa Fjallabyggðar í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Jón Valgeir í bókuninni og bætti við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“
Tengdar fréttir Tugir foreldra í Ólafsfirði senda börn sín ekki í skólann á morgun Mótmæla ákvörðun um að senda börn þeirra í skóla á Siglufirði frá og með næsta hausti. 23. apríl 2017 16:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Tugir foreldra í Ólafsfirði senda börn sín ekki í skólann á morgun Mótmæla ákvörðun um að senda börn þeirra í skóla á Siglufirði frá og með næsta hausti. 23. apríl 2017 16:55