Leggur fram frumvarp um að neysla kannabis verði leyfð Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2017 10:12 Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar. Mynd/Anton Brink Pawel Bartozek, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér að reglur verði settar um framleiðslu, sölu og meðferð á kannabisefnum og neyslan leyfð. Hann greinir frá þessu á vef sínum Pawel.is en hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem er byggt á handbókinni „How to Regulate Cannabis: A Practical Guide“ á vegum Transform hugveitunnar. „Með mér á frumvarpinu er Sigrún Ingibjörg Gísladóttir frá Viðreisn ásamt tveimur þingmönnum Pírata, Gunnari Hrafni Jónssyni og Jóni Þóri Ólafssyni.“Veitingasala heimilÍ meginpunktum frumvarpsins kemur fram að:Framleiðsla, sala og neysla verði leyfð.Aldursmörk verða 20 ár.Smásala heimil í sérstökum verslunum.Veitingasala heimil í sérstökum kannabisveitingastöðum, sem t.d. mega ekki selja áfengiEfnið selt í gráum umbúðum með einfaldri áletrun þar sem kemur fram nafn framleiðanda og vöruheiti og tegund vöru, nánari innihaldslýsing og viðvörun um skaðsemiAlgert auglýsingabann.Kannabisgjald, áþekkt áfengisgjaldi. Upphæðin verður 2000kr. á hvert gram af virka efninu THC. (Ef THC styrkleikinn er 15% þýðir það 300 kr. gjald á gramm).Hefur verið í vinnslu frá því í desemberÁ vef sínum segir Pawel að í ljósi liðinna atburða sé líklegt að sú ásökun komi fram að framlagning þessa frumvarps sé einhvers konar upphlaup, tilraun til að dreifa athygli frá öðrum málum. „Í því ljósi langar mig bara að skýra frá því að frumvarpið hefur verið í vinnslu frá desember síðastliðnum. Beðið var með framlagningu í vor og það unnið yfir sumartímann þar sem fólk úr Ungliðahreyfingu Viðreisnar kom meðal annars að,“ segir Pawel. Hann bendir á að alltaf hafi staðið til að leggja málið fram í þessari viku, að lokinni fyrstu umræðu um fjárlög. Þingflokkur Viðreisnar hafi fallist á að veita því brautargengi svo það kæmist á dagskrá. „Ef ekkert hefði gerst hefði það því verið rætt í þingsal á þessu hausti og farið til umsagnar. Það gekk því miður ekki eftir, út af öðrum, þekktum ástæðum. En ég vona þó að frumvarpið brjóti ísinn, hefji umræðuna og verði til þess að við munum einhvern daginn hætta að refsa fólki fyrir að neyta þessara tilteknu efna,“ skrifar Pawel að endingu.Pawel ræddi málið í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun og má hlusta á það hér fyrir neðan: Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Pawel Bartozek, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér að reglur verði settar um framleiðslu, sölu og meðferð á kannabisefnum og neyslan leyfð. Hann greinir frá þessu á vef sínum Pawel.is en hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem er byggt á handbókinni „How to Regulate Cannabis: A Practical Guide“ á vegum Transform hugveitunnar. „Með mér á frumvarpinu er Sigrún Ingibjörg Gísladóttir frá Viðreisn ásamt tveimur þingmönnum Pírata, Gunnari Hrafni Jónssyni og Jóni Þóri Ólafssyni.“Veitingasala heimilÍ meginpunktum frumvarpsins kemur fram að:Framleiðsla, sala og neysla verði leyfð.Aldursmörk verða 20 ár.Smásala heimil í sérstökum verslunum.Veitingasala heimil í sérstökum kannabisveitingastöðum, sem t.d. mega ekki selja áfengiEfnið selt í gráum umbúðum með einfaldri áletrun þar sem kemur fram nafn framleiðanda og vöruheiti og tegund vöru, nánari innihaldslýsing og viðvörun um skaðsemiAlgert auglýsingabann.Kannabisgjald, áþekkt áfengisgjaldi. Upphæðin verður 2000kr. á hvert gram af virka efninu THC. (Ef THC styrkleikinn er 15% þýðir það 300 kr. gjald á gramm).Hefur verið í vinnslu frá því í desemberÁ vef sínum segir Pawel að í ljósi liðinna atburða sé líklegt að sú ásökun komi fram að framlagning þessa frumvarps sé einhvers konar upphlaup, tilraun til að dreifa athygli frá öðrum málum. „Í því ljósi langar mig bara að skýra frá því að frumvarpið hefur verið í vinnslu frá desember síðastliðnum. Beðið var með framlagningu í vor og það unnið yfir sumartímann þar sem fólk úr Ungliðahreyfingu Viðreisnar kom meðal annars að,“ segir Pawel. Hann bendir á að alltaf hafi staðið til að leggja málið fram í þessari viku, að lokinni fyrstu umræðu um fjárlög. Þingflokkur Viðreisnar hafi fallist á að veita því brautargengi svo það kæmist á dagskrá. „Ef ekkert hefði gerst hefði það því verið rætt í þingsal á þessu hausti og farið til umsagnar. Það gekk því miður ekki eftir, út af öðrum, þekktum ástæðum. En ég vona þó að frumvarpið brjóti ísinn, hefji umræðuna og verði til þess að við munum einhvern daginn hætta að refsa fólki fyrir að neyta þessara tilteknu efna,“ skrifar Pawel að endingu.Pawel ræddi málið í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun og má hlusta á það hér fyrir neðan:
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira