Lágmarksútbreiðsla hafíssins sú áttunda minnsta í sögunni Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2017 16:24 Hafísinn á norðurskautinu 13. september. Gula línan sýnir meðal lágmarksútbreiðslu hans 1981 til 2010. NASA's Scientific Visualization Studio/Helen-Nicole Kostis Mælingar á hafísnum á norðurskautinu benda til þess að hann hafi náð lágmarki eftir sumarbráðnunina í síðustu viku. Lágmarksútbreiðsla hans var þá sú áttunda minnsta frá því að mælingar hófust. Hafísinn þakti 4,64 milljónir ferkílómetra 13. september samkvæmt mælingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna. Útbreiðslan hefur aðeins sjö sinnum verið minni frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1978. Árið í fyrra var eitt þriggja verstu áranna fyrir hafísinn. Þá blésu öflugir sumarstormar sem hröðuðu bráðnun ísbreiðunnar. Slíkir stormar hefðu ekki haft eins mikil áhrif á hafísinn á árum áður þar sem hann var þykkari og breiddi úr sér yfir stærra svæði.Áratugir bráðnunar halda ísnum í lágmarkiSumarið í hefur ekki verið óvenjuhlýtt á norðurskautinu og sum svæði voru jafnvel svalari en venjulega. Þrátt fyrir það er lágmarksútbreiðsla hafíssins nú 1,58 milljónum ferkílómetrum undir meðaltali hennar á tímabilinu 1981 til 2010. „Veðuraðstæður hafa ekki verið sérlega eftirtektarverðar í sumar. Sú staðreynd að við skulum samt hafa endað með litla lágmarksútbreiðslu er vegna þess að grunnstaða íssins nú er verri en hún var fyrir 38 árum,“ segir Claire Parkinson, loftslagsvísindamaður við Goddard-geimstöð NASA í frétt á vefsíðu stofnunarinnar. Tap hafíssins endurspeglar hnattræna hlýnun sem á sér stað á jörðinni. Það magnar hins vegar einnig þá hlýnun sem er að verða vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Skjannahvítur ísinn endurvarpar geislun sólar aftur út í geim hefur þannig áhrif til kólnunar á loftslag jarðar. Þegar ísinn víkur aftur á móti fyrir dökkum sjó sem drekkur í sig varma sólargeislanna eykst hlýnun jarðar. Bráðnun hafíssins er þannig bæði afleiðing og hluti af orsök hnattrænnar hlýnunar.Myndbandið hér fyrir neðan sýnir hvernig útbreiðsla hafíssin á norðurskautinu hefur þróast í sumar. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Mælingar á hafísnum á norðurskautinu benda til þess að hann hafi náð lágmarki eftir sumarbráðnunina í síðustu viku. Lágmarksútbreiðsla hans var þá sú áttunda minnsta frá því að mælingar hófust. Hafísinn þakti 4,64 milljónir ferkílómetra 13. september samkvæmt mælingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna. Útbreiðslan hefur aðeins sjö sinnum verið minni frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1978. Árið í fyrra var eitt þriggja verstu áranna fyrir hafísinn. Þá blésu öflugir sumarstormar sem hröðuðu bráðnun ísbreiðunnar. Slíkir stormar hefðu ekki haft eins mikil áhrif á hafísinn á árum áður þar sem hann var þykkari og breiddi úr sér yfir stærra svæði.Áratugir bráðnunar halda ísnum í lágmarkiSumarið í hefur ekki verið óvenjuhlýtt á norðurskautinu og sum svæði voru jafnvel svalari en venjulega. Þrátt fyrir það er lágmarksútbreiðsla hafíssins nú 1,58 milljónum ferkílómetrum undir meðaltali hennar á tímabilinu 1981 til 2010. „Veðuraðstæður hafa ekki verið sérlega eftirtektarverðar í sumar. Sú staðreynd að við skulum samt hafa endað með litla lágmarksútbreiðslu er vegna þess að grunnstaða íssins nú er verri en hún var fyrir 38 árum,“ segir Claire Parkinson, loftslagsvísindamaður við Goddard-geimstöð NASA í frétt á vefsíðu stofnunarinnar. Tap hafíssins endurspeglar hnattræna hlýnun sem á sér stað á jörðinni. Það magnar hins vegar einnig þá hlýnun sem er að verða vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Skjannahvítur ísinn endurvarpar geislun sólar aftur út í geim hefur þannig áhrif til kólnunar á loftslag jarðar. Þegar ísinn víkur aftur á móti fyrir dökkum sjó sem drekkur í sig varma sólargeislanna eykst hlýnun jarðar. Bráðnun hafíssins er þannig bæði afleiðing og hluti af orsök hnattrænnar hlýnunar.Myndbandið hér fyrir neðan sýnir hvernig útbreiðsla hafíssin á norðurskautinu hefur þróast í sumar.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46
Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04