Gucci lagði línurnar fyrir næsta sumar fyrir karlmennina. Krumpuð jakkaföt eru inni, og er því algjör óþarfi að fara með þau í hreinsun eða gufa þau.
Það sem var hvað mest áberandi voru hins vegar stóru eyrnalokkarnir fyrir karlmennina, og jafnvel hálsmen. Nú skulu karlmenn bregða á það ráð að fara í gegnum fataskáp ömmu sinnar, því þar er örugglega margt að finna.
Karlmenn þurfa smá fjölbreytni í fataskápinn í dag, er það ekki? Áfram! Gucci er ekki að grínast, og við ekki heldur.







