Einhleyp og eignaðist þríbura með tæknifrjóvgun: Valborg væri alveg til í fleiri börn Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2017 10:30 Valborg á þríbura og búa þau fjögur saman á Akureyri. vísir/auðunn „Árið 2012 ákvað ég að mig langaði að eignast barn ein,“ segir Valborg Rut Geirsdóttir, 29 ára Akureyringur, sem á í dag þríbura sem hún eignaðist með gjafasæði. Valborg eignaðist tvær stelpur og einn strák og eru þau í dag sjö mánaða gömul. Þau heita Bergdís Kara, Bríet Karítas og Brynjar Kári. Hún var í viðtali í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Þá fannst mér þetta frekar klikkuð hugmynd og ég ákvað að bíða í nokkra mánuði og ganga með hugmyndinni og ákvað að bíða og sjá hvort ég myndi hætta við. Það gerðist ekki.“ Valborg fór í nokkrar tæknifrjóvganir árið 2013 þar til þungun tókst sem var í júní árið 2014. Eftir tæplega þrjátíu vikna meðgöngu fæddist Pétur Emanúel andvana. „Þá hrundi allt hjá mér,“ segir Valborg sem ákvað þá að gefast ekki upp. Fjórum mánuðum síðar var hún komin á fullt í tæknifrjóvgunarferlið. Hún hefur farið í fjórar ferðir til Danmerkur og eytt mörg hundruð þúsund krónum í tæknifrjóvganir. Svo kom að þeim gleðifréttum að hún væri ólétt. Í fyrstu þremur heimsóknum til ljósmóðir var henni sagt að hún gengi með eitt barn. „Gildin úr blóðprufunum voru alltaf rosalega há og mér fannst þetta alltaf of hátt fyrir eitt barn. Ég var eiginlega alltaf viss um að ég væri með tvíbura þar sem það voru settir upp tveir fósturvísar í þessari tilraun,“ segir þessi kraftmikla kona. Hún var því undirbúin tvíbura en ekki þrjú börn. „Þegar ég labbaði út úr sjúkrahúsinu þá sprakk ég úr hlátri og hló held ég marga daga. Ég gat heldur ekki þagað yfir þessu lengur, þrátt fyrir að vera bara komin tíu vikur á leið, því það sást strax vel á mér.“Pétur Emanúel fæddist andvana.Meðgangan gekk vel en vegna sögunnar var Valborg eðlilega hrædd um að eitthvað myndi fara úrskeiðis. Börnin voru tekin með keisaraskurði og segir Valborg að hún hafi ekki byrjað að anda eðlilega fyrr enn öll börnin voru byrjuð að gráta. „Fyrst var ég bara ein með þau á kvöldin en svo fóru þau að færa sig upp á skaftið og núna er yfirleitt alltaf einhver með mér hér á kvöldin.“Fréttablaðið ræddi ítarlega við Valborgu í byrjun september og má lesa þá grein hér.Hvernig er dagurinn hjá Valborgu?„Það er enginn dagur eins. Við vöknum yfirleitt mjög snemma, svona í kringum sex leytið og sem betur fer er ég algjör A-manneskja. Þetta er samt kannski fullsnemmt alla daga. Við liggjum síðan saman upp í rúmi í smá tíma og förum síðan fram í morgunmat. Um tveimur tímum síðan leggja þau sig og þá fer ég að þrífa,“ segir Valborg sem er með mikla hreinsunaráráttu. Valborg gefur börnunum að borða um fjórum sinnum á dag. Allt kostar þetta peninga. „Þetta gengur nú bara furðuvel. Sjálf borða ég rosalega ódýrt og maður getur ekkert leyft sér að fara út að borða, enda hef ég engan tíma til þess. Peningurinn dugar alveg vel fyrir þessu.“ Valborg er strax farin að hugsa um að eignast fleiri börn en ítarlega var rætt við hana í Íslandi í dag í gærkvöldi og má sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
„Árið 2012 ákvað ég að mig langaði að eignast barn ein,“ segir Valborg Rut Geirsdóttir, 29 ára Akureyringur, sem á í dag þríbura sem hún eignaðist með gjafasæði. Valborg eignaðist tvær stelpur og einn strák og eru þau í dag sjö mánaða gömul. Þau heita Bergdís Kara, Bríet Karítas og Brynjar Kári. Hún var í viðtali í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Þá fannst mér þetta frekar klikkuð hugmynd og ég ákvað að bíða í nokkra mánuði og ganga með hugmyndinni og ákvað að bíða og sjá hvort ég myndi hætta við. Það gerðist ekki.“ Valborg fór í nokkrar tæknifrjóvganir árið 2013 þar til þungun tókst sem var í júní árið 2014. Eftir tæplega þrjátíu vikna meðgöngu fæddist Pétur Emanúel andvana. „Þá hrundi allt hjá mér,“ segir Valborg sem ákvað þá að gefast ekki upp. Fjórum mánuðum síðar var hún komin á fullt í tæknifrjóvgunarferlið. Hún hefur farið í fjórar ferðir til Danmerkur og eytt mörg hundruð þúsund krónum í tæknifrjóvganir. Svo kom að þeim gleðifréttum að hún væri ólétt. Í fyrstu þremur heimsóknum til ljósmóðir var henni sagt að hún gengi með eitt barn. „Gildin úr blóðprufunum voru alltaf rosalega há og mér fannst þetta alltaf of hátt fyrir eitt barn. Ég var eiginlega alltaf viss um að ég væri með tvíbura þar sem það voru settir upp tveir fósturvísar í þessari tilraun,“ segir þessi kraftmikla kona. Hún var því undirbúin tvíbura en ekki þrjú börn. „Þegar ég labbaði út úr sjúkrahúsinu þá sprakk ég úr hlátri og hló held ég marga daga. Ég gat heldur ekki þagað yfir þessu lengur, þrátt fyrir að vera bara komin tíu vikur á leið, því það sást strax vel á mér.“Pétur Emanúel fæddist andvana.Meðgangan gekk vel en vegna sögunnar var Valborg eðlilega hrædd um að eitthvað myndi fara úrskeiðis. Börnin voru tekin með keisaraskurði og segir Valborg að hún hafi ekki byrjað að anda eðlilega fyrr enn öll börnin voru byrjuð að gráta. „Fyrst var ég bara ein með þau á kvöldin en svo fóru þau að færa sig upp á skaftið og núna er yfirleitt alltaf einhver með mér hér á kvöldin.“Fréttablaðið ræddi ítarlega við Valborgu í byrjun september og má lesa þá grein hér.Hvernig er dagurinn hjá Valborgu?„Það er enginn dagur eins. Við vöknum yfirleitt mjög snemma, svona í kringum sex leytið og sem betur fer er ég algjör A-manneskja. Þetta er samt kannski fullsnemmt alla daga. Við liggjum síðan saman upp í rúmi í smá tíma og förum síðan fram í morgunmat. Um tveimur tímum síðan leggja þau sig og þá fer ég að þrífa,“ segir Valborg sem er með mikla hreinsunaráráttu. Valborg gefur börnunum að borða um fjórum sinnum á dag. Allt kostar þetta peninga. „Þetta gengur nú bara furðuvel. Sjálf borða ég rosalega ódýrt og maður getur ekkert leyft sér að fara út að borða, enda hef ég engan tíma til þess. Peningurinn dugar alveg vel fyrir þessu.“ Valborg er strax farin að hugsa um að eignast fleiri börn en ítarlega var rætt við hana í Íslandi í dag í gærkvöldi og má sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30