Höldum áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 26. september 2017 09:15 Á síðasta kjörtímabili náði Ísland hraðasta efnahagslega viðsnúningi nokkurs ríkis í seinni tíð. Á sama tíma komst stærsti hluti fjármálakerfis landsins í eigu ríkisins. Einstakar aðstæður sköpuðust til að ráðast í sögulegar samfélagsumbætur. Með bættu efnahagsástandi var hægt að hverfa frá dýrri varnarbaráttu og snúa sér þess í stað að arðbærri sókn. Þar með varð mögulegt að fjárfesta í framtíðinni í stað þess að fást fyrst og fremst við vandamál fortíðar. Það á við á mörgum sviðum, til dæmis í menntun, tækni og vísindum en einnig á sviði byggðamála. Fyrirheit höfðu verið gefin um stórsókn í byggðamálum þegar stjórnvöld sæju til lands í stóru efnahagsaðgerðunum eins og uppgjöri slitabúa bankanna. Slík sókn er nauðsynleg til þess að Ísland allt virki sem ein heild og hægt sé að leysa úr læðingi verðmæti sem liggja í landinu, byggðarlögunum og fólkinu. Bætt staða gerir okkur líka kleift að koma sérstaklega til móts við hópa fólks sem dregist hefur aftur úr í hinni hröðu kaupmáttaraukningu síðustu ára. Ítök ríkisins á fjármálamarkaði, auk hins efnahagslega stöðugleika, veittu svo einstakt tækifæri til að ráðast í umbætur á því sviði og byggja upp fjármálakerfi sem virkar betur fyrir almenning og atvinnulífið en nú er. Þótt eftirfylgnina hafi vantað í eitt og hálft ár veita kosningarnar nú tækifæri til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þótt undirbúningur hafi gengið vel og aðstæður séu góðar verður þó ekki auðvelt að hrinda svo stórum breytingum í framkvæmd, ekki nú frekar en áður. Ríkjandi fyrirkomulag verður varið af miklum krafti. Til að koma hreyfingu á hlutina þarf því enn meira afl að koma á móti. Það mun þurfa stjórnmálaflokka sem hafa þolgæði og festu. Flokka sem nálgast úrlausnarefnin af opnum hug en eru svo reiðubúnir til að beita sér fyrir skynsamlegustu lausnunum af krafti. Flokka sem eru reiðubúnir til að verja réttlætið bæði þegar það er auðvelt og þegar það er erfitt. Á næstu dögum birtist slíkur flokkur. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili náði Ísland hraðasta efnahagslega viðsnúningi nokkurs ríkis í seinni tíð. Á sama tíma komst stærsti hluti fjármálakerfis landsins í eigu ríkisins. Einstakar aðstæður sköpuðust til að ráðast í sögulegar samfélagsumbætur. Með bættu efnahagsástandi var hægt að hverfa frá dýrri varnarbaráttu og snúa sér þess í stað að arðbærri sókn. Þar með varð mögulegt að fjárfesta í framtíðinni í stað þess að fást fyrst og fremst við vandamál fortíðar. Það á við á mörgum sviðum, til dæmis í menntun, tækni og vísindum en einnig á sviði byggðamála. Fyrirheit höfðu verið gefin um stórsókn í byggðamálum þegar stjórnvöld sæju til lands í stóru efnahagsaðgerðunum eins og uppgjöri slitabúa bankanna. Slík sókn er nauðsynleg til þess að Ísland allt virki sem ein heild og hægt sé að leysa úr læðingi verðmæti sem liggja í landinu, byggðarlögunum og fólkinu. Bætt staða gerir okkur líka kleift að koma sérstaklega til móts við hópa fólks sem dregist hefur aftur úr í hinni hröðu kaupmáttaraukningu síðustu ára. Ítök ríkisins á fjármálamarkaði, auk hins efnahagslega stöðugleika, veittu svo einstakt tækifæri til að ráðast í umbætur á því sviði og byggja upp fjármálakerfi sem virkar betur fyrir almenning og atvinnulífið en nú er. Þótt eftirfylgnina hafi vantað í eitt og hálft ár veita kosningarnar nú tækifæri til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þótt undirbúningur hafi gengið vel og aðstæður séu góðar verður þó ekki auðvelt að hrinda svo stórum breytingum í framkvæmd, ekki nú frekar en áður. Ríkjandi fyrirkomulag verður varið af miklum krafti. Til að koma hreyfingu á hlutina þarf því enn meira afl að koma á móti. Það mun þurfa stjórnmálaflokka sem hafa þolgæði og festu. Flokka sem nálgast úrlausnarefnin af opnum hug en eru svo reiðubúnir til að beita sér fyrir skynsamlegustu lausnunum af krafti. Flokka sem eru reiðubúnir til að verja réttlætið bæði þegar það er auðvelt og þegar það er erfitt. Á næstu dögum birtist slíkur flokkur. Höfundur er alþingismaður.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun