Cloe Lacasse hefur spilað frábærlega með ÍBV liðinu undanfarin þrjú tímabil og hjálpaði Eyjaliðinu að vinna bikarinn í sumar.
Nú vill einn besti leikmaðurinn í Pepsi deildinni verða Íslendingur. Cloe sagðist í viðtali vefsíðuna fotbolti.net hafa áhuga á að sækja um íslenskan ríkisborgararétt.
„Ég hef verið að skoða þann möguleika að sækja um Íslenskan ríkisborgararétt, það hafa mörg skref verið tekin en þetta er langt og flókið ferli. Ég vil byrja á umsóknarferlinu sem fyrst og ég vona að á næsta ári að möguleikinn á að verða Íslendingur verði að veruleika," sagði Cloe við Fótbolta.net.
Cloe Lacasse er með 13 mörk í 15 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hefur alls skorað 33 mörk fyrir ÍBV í efstu deild á þessum þremur tímabilum. Þegar ÍBV vann bikarinn á dögunum þá skoraði hún og lagði upp mark í úrslitaleiknum. ÍBV skoraði síðan sigurmarkið úr vítaspyrnu sem hún fiskaði.
Cloe segist elska að vera á Íslandi og hún hefur verið dugleg að ferðast um landið. Hún segir vera orðin Eyjakona.
„Fólk heldur að það sé erfitt fyrir útlending að aðlagast lífinu í Vestmannaeyjum því hún er lítil og einangruð. Hinsvegar hefur tíminn minn þar verið ótrúlegur, þú byrjar smátt og smátt að þekkja heimamennina og áður en þú veist af ertu orðinn ein af þeim, ég alla vega lít á mig sem eina af þeim," segir Cloe í fyrrnefndu viðtali.
Cloe segir ennfremur að það yrði mikill heiður fyrir sig að fá tækifæri að spila með íslenska landsliðinu fái hún íslenskan ríkisborgararétt.
Það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér.
Íslenski boltinn