Innlent

Hinn látni Þjóðverji á fertugsaldri

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Hljóðaklettum þar sem slysið átti sér stað.
Frá Hljóðaklettum þar sem slysið átti sér stað. Vatnajökulsþjóðgarður
Maðurinn sem lést í Hljóðaklettum á föstudaginn síðastliðinn var þýskur ferðamaður.

Í samtali við lögregluna á Norðurlandi Eystra segir hún að maðurinn hafi verið á fertugsaldri. Hún var þó ekki reiðubúin að gefa upp nafn mannsins að svo stöddu.

Talið er að maðurinn hafi fallið niður um um 15-20 metra af hamrabrún á þriðja tímanum á föstudaginn. Björgunarsveitir voru kallaðar út og aðstoðuðu þær lögreglu á vettvangi.

Landhelgisgæsla Íslands sendi þyrlu af stað en stuttu síðar var hún afturkölluð vegna þess að maðurinn var úrskurðaður látinn af læknum á vettvangi. Ekki er grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað.


Tengdar fréttir

Erlendur ferðamaður lést í Hljóðaklettum

Erlendur ferðamaður féll til bana fram af hamrabrún í Hljóðaklettum í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra segir að nánari tildrög slyssins liggi ekki fyrir. Maðurinn féll niður um fimmtán til tuttugu metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×