Bílskúrinn: Allt það helsta frá Austurríki Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. júlí 2017 23:00 Mercedes fagnar. Vísir/Getty Valtteri Bottas á Mercedes vann sína aðra keppni á tímabilinu og ferlinum í Austurríki. Vísir fer yfir allt það helsta frá níunda kappakstri tímabilsins í Bílskúrnum. Hvert verður framhaldið? Hvernig er samband Vettel og Hamilton? Verstappen og framtíð hans í Formúlu 1. Hvernig er staðan hjá Kimi Raikkonen og hverjir eiga raunverulega möguleika á heimsmeistaratitli ökumanna?Hamilton "crowd surfar" á Silverstone brautinni í fyrra.Vísir/GettyNánasta framtíðin í mótaröðinni Silverstone keppnin er á dagskrá um komandi helgi. Heimakeppni Mercedes, Lewis Hamilton og margra annarra ökumanna en flestra liðanna líka. Sagan segir okkur að Hamilton verði óstöðvandi í Bretlandi. Hann er vís til að vinna til baka einhvern hluta þeirra 20 stiga sem munar á honum og Vettel. Síðasta keppnin fyrir sumarfrí og sú ellefta á tímabilinu fer svo fram í Ungverjalandi. Bottas og Daniel Ricciardo eru að gera sig líklega til að blanda sér með látum í titilbaráttuna. Bottas er sérstaklega líklegur en hann er 35 stigum á eftir Vettel. Hann er eflaust stútfullur sjálfstrausts eftir keppnina í Austurríki. Hann þarf ekki að vinna nema eina keppni í viðbót til að jafna Hamilton og Vettel sem hafa unnið þrjár keppnir hvor það sem af er tímabilinu. Eitt er víst að allir vilja komast í sumarfrí á jákvæðum nótum og það þýðir bara eitt fyrir okkur sem horfum á, spennan verður rosaleg. Það virðist enginn eiga að fá að stinga af með titilinn neitt á næstunni.Vettel og Hamilton faðmast eftir spænska kappaksturinn.Vísir/GettySamband meistaraefnannaEftir að hafa farið frá Bakú með allt í járnum á milli Hamilton og Vettel, þá er staðan sú að Vettel og Hamilton eru mátar eins mikið og menn geta orðið í þessari íþrótt. Gerð var tilraun til að þvinga handaband út úr Hamilton og Vettel en Hamilton tók ekki í mál að taka þátt í þeim leik sem myndavélarnar voru reiðubúnar að fanga. Hins vegar virtist allt í góðu á milli þeirra og þeir voru búnir að takast í hendur áður en sjónvarpsþulurinn fór að óska eftir sviðsetningu. Vettel sagðist hafa hringt í Hamilton fljótlega eftir Bakú til að sættast við hann. Vettel tók ábyrgð á gjörðum sínum og baðst afsökunar. Hann hafði svo sem ekki beint val, FIA skipaði honum að gera það eins opinberlega og hann gæti. Þeir félagarnir voru sammála um að hætta að velta málinu fyrir sér og halda áfram baráttunni.Bottas var leiftur fljótur í Austurríki.Vísir/GettyLeifturræsing Bottas Reglan er einföld, ef viðbrögðin eru undir 0,200 sekúndum þá er ræsingin lögleg. Viðbragðið hjá Bottas var 0,201, tæpara gat það varla staðið, en löglegt var það. Svo er annað, bíllinn hjá Bottas rúllaði aðeins af stað áður en ljósin slokknuðu. Hins vegar er athugunarvert að það var innan skekkjumarka. Í gamla daga, hefst sögustundin, þá var það þannig að bílarnir þurftu smá svigrúm til hreyfingar áður en þeir tóku af stað. Ræsiferlið er svo flókið að það er ekki óalgengt eða ólíklegt að bílarnir rúlli sentimeter fram eða aftur, sérstaklega ef halli er á ráskaflanum. Bottas var innan þeirra skekkjumarka. Leifturræsingin var eiginlega svakaleg. Bæði Vettel og Ricciardo voru sannfærðir um að þetta væri þjófstart. Vettel kallaði viðbragð Bottas ómennskt eftir keppnina, sem er sennilega rétt. Bottas hefur einfaldlega giskað á hvenær ljósin myndu slokkna og hitt rétt á það.Kimi Raikkonen gæti verið á förum frá Ferrari.Vísir/GettyKimi Raikkonen á leið frá Ferrari? Lagði Verstappen inn brottfararbeiðni? Sögusagnir eru á kreiki um að Verstappen hafi óskað eftir því að þegar samningur hans við Red Bull rennur út að fá þá að fara frá liðinu. Hann þykir því afar líklegur til að taka sæti Kimi Raikkonen hjá Ferrari eftir 2018. Hver veit hvað verður. Ein möguleg útskýring á þessari kjaftasögu er að Carlos Sainz hafi komið þessu af stað með því leka sögunni í spænska fjölmiðla. Sainz sagði á blaðamannafundi fyrir austurríska kappaksturinn að hann teldi ólíklegt að hann yrði hjá Toro Rosso á næsta ári. Hann bætti við að hann myndi ekki vera fyrsti ökumaðurinn til að aka fjögur tímabil með Toro Rosso. Liðið er hugsað til þess að ala upp og þróa ökumenn sem eiga að taka við keflinu hjá Red Bull. Hins vegar virðist staða fyrir Sainz ekkert vera að losna, samkvæmt Christian Horner, liðsstjóra Red Bull verða báðir ökumenn liðsins áfram þar á næsta ári og þess þó heldur, þá verður Sainz hjá Toro Rosso. Hver mun þá taka stöðu Raikkonen sem flestir gárungar virðast sammála um að hljóti að vera að fara að syngja sitt síðasta í Formúlu 1. Romain Grosjean ók afar vel í Austurríki, kannski fer franski ökumaður Haas liðsins að gera tilkall til sætis hjá allt að því systurliðinu. Formúla Tengdar fréttir Valtteri Bottas vann í Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes vann austurríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar eftir harða baráttu við Bottas. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 9. júlí 2017 13:27 Alvöru endasprettur í Austurríki | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir alla helstu atburðina í austurríska kappakstrinum sem fram fór í dag. 9. júlí 2017 15:45 Bottas: Ég vil auðvitað blanda mér í titilbaráttuna Valtteri Bottas vann sinn annan kappakstur á felrinum í dag í Austurríki. Hann er farinn að nálgast toppbaráttuna í heimsmeistarakeppni ökumanna og nokkrir svona dagar í viðbót koma honum inn í miðja baráttu. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. júlí 2017 20:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Valtteri Bottas á Mercedes vann sína aðra keppni á tímabilinu og ferlinum í Austurríki. Vísir fer yfir allt það helsta frá níunda kappakstri tímabilsins í Bílskúrnum. Hvert verður framhaldið? Hvernig er samband Vettel og Hamilton? Verstappen og framtíð hans í Formúlu 1. Hvernig er staðan hjá Kimi Raikkonen og hverjir eiga raunverulega möguleika á heimsmeistaratitli ökumanna?Hamilton "crowd surfar" á Silverstone brautinni í fyrra.Vísir/GettyNánasta framtíðin í mótaröðinni Silverstone keppnin er á dagskrá um komandi helgi. Heimakeppni Mercedes, Lewis Hamilton og margra annarra ökumanna en flestra liðanna líka. Sagan segir okkur að Hamilton verði óstöðvandi í Bretlandi. Hann er vís til að vinna til baka einhvern hluta þeirra 20 stiga sem munar á honum og Vettel. Síðasta keppnin fyrir sumarfrí og sú ellefta á tímabilinu fer svo fram í Ungverjalandi. Bottas og Daniel Ricciardo eru að gera sig líklega til að blanda sér með látum í titilbaráttuna. Bottas er sérstaklega líklegur en hann er 35 stigum á eftir Vettel. Hann er eflaust stútfullur sjálfstrausts eftir keppnina í Austurríki. Hann þarf ekki að vinna nema eina keppni í viðbót til að jafna Hamilton og Vettel sem hafa unnið þrjár keppnir hvor það sem af er tímabilinu. Eitt er víst að allir vilja komast í sumarfrí á jákvæðum nótum og það þýðir bara eitt fyrir okkur sem horfum á, spennan verður rosaleg. Það virðist enginn eiga að fá að stinga af með titilinn neitt á næstunni.Vettel og Hamilton faðmast eftir spænska kappaksturinn.Vísir/GettySamband meistaraefnannaEftir að hafa farið frá Bakú með allt í járnum á milli Hamilton og Vettel, þá er staðan sú að Vettel og Hamilton eru mátar eins mikið og menn geta orðið í þessari íþrótt. Gerð var tilraun til að þvinga handaband út úr Hamilton og Vettel en Hamilton tók ekki í mál að taka þátt í þeim leik sem myndavélarnar voru reiðubúnar að fanga. Hins vegar virtist allt í góðu á milli þeirra og þeir voru búnir að takast í hendur áður en sjónvarpsþulurinn fór að óska eftir sviðsetningu. Vettel sagðist hafa hringt í Hamilton fljótlega eftir Bakú til að sættast við hann. Vettel tók ábyrgð á gjörðum sínum og baðst afsökunar. Hann hafði svo sem ekki beint val, FIA skipaði honum að gera það eins opinberlega og hann gæti. Þeir félagarnir voru sammála um að hætta að velta málinu fyrir sér og halda áfram baráttunni.Bottas var leiftur fljótur í Austurríki.Vísir/GettyLeifturræsing Bottas Reglan er einföld, ef viðbrögðin eru undir 0,200 sekúndum þá er ræsingin lögleg. Viðbragðið hjá Bottas var 0,201, tæpara gat það varla staðið, en löglegt var það. Svo er annað, bíllinn hjá Bottas rúllaði aðeins af stað áður en ljósin slokknuðu. Hins vegar er athugunarvert að það var innan skekkjumarka. Í gamla daga, hefst sögustundin, þá var það þannig að bílarnir þurftu smá svigrúm til hreyfingar áður en þeir tóku af stað. Ræsiferlið er svo flókið að það er ekki óalgengt eða ólíklegt að bílarnir rúlli sentimeter fram eða aftur, sérstaklega ef halli er á ráskaflanum. Bottas var innan þeirra skekkjumarka. Leifturræsingin var eiginlega svakaleg. Bæði Vettel og Ricciardo voru sannfærðir um að þetta væri þjófstart. Vettel kallaði viðbragð Bottas ómennskt eftir keppnina, sem er sennilega rétt. Bottas hefur einfaldlega giskað á hvenær ljósin myndu slokkna og hitt rétt á það.Kimi Raikkonen gæti verið á förum frá Ferrari.Vísir/GettyKimi Raikkonen á leið frá Ferrari? Lagði Verstappen inn brottfararbeiðni? Sögusagnir eru á kreiki um að Verstappen hafi óskað eftir því að þegar samningur hans við Red Bull rennur út að fá þá að fara frá liðinu. Hann þykir því afar líklegur til að taka sæti Kimi Raikkonen hjá Ferrari eftir 2018. Hver veit hvað verður. Ein möguleg útskýring á þessari kjaftasögu er að Carlos Sainz hafi komið þessu af stað með því leka sögunni í spænska fjölmiðla. Sainz sagði á blaðamannafundi fyrir austurríska kappaksturinn að hann teldi ólíklegt að hann yrði hjá Toro Rosso á næsta ári. Hann bætti við að hann myndi ekki vera fyrsti ökumaðurinn til að aka fjögur tímabil með Toro Rosso. Liðið er hugsað til þess að ala upp og þróa ökumenn sem eiga að taka við keflinu hjá Red Bull. Hins vegar virðist staða fyrir Sainz ekkert vera að losna, samkvæmt Christian Horner, liðsstjóra Red Bull verða báðir ökumenn liðsins áfram þar á næsta ári og þess þó heldur, þá verður Sainz hjá Toro Rosso. Hver mun þá taka stöðu Raikkonen sem flestir gárungar virðast sammála um að hljóti að vera að fara að syngja sitt síðasta í Formúlu 1. Romain Grosjean ók afar vel í Austurríki, kannski fer franski ökumaður Haas liðsins að gera tilkall til sætis hjá allt að því systurliðinu.
Formúla Tengdar fréttir Valtteri Bottas vann í Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes vann austurríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar eftir harða baráttu við Bottas. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 9. júlí 2017 13:27 Alvöru endasprettur í Austurríki | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir alla helstu atburðina í austurríska kappakstrinum sem fram fór í dag. 9. júlí 2017 15:45 Bottas: Ég vil auðvitað blanda mér í titilbaráttuna Valtteri Bottas vann sinn annan kappakstur á felrinum í dag í Austurríki. Hann er farinn að nálgast toppbaráttuna í heimsmeistarakeppni ökumanna og nokkrir svona dagar í viðbót koma honum inn í miðja baráttu. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. júlí 2017 20:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Valtteri Bottas vann í Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes vann austurríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar eftir harða baráttu við Bottas. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 9. júlí 2017 13:27
Alvöru endasprettur í Austurríki | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir alla helstu atburðina í austurríska kappakstrinum sem fram fór í dag. 9. júlí 2017 15:45
Bottas: Ég vil auðvitað blanda mér í titilbaráttuna Valtteri Bottas vann sinn annan kappakstur á felrinum í dag í Austurríki. Hann er farinn að nálgast toppbaráttuna í heimsmeistarakeppni ökumanna og nokkrir svona dagar í viðbót koma honum inn í miðja baráttu. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. júlí 2017 20:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti