Voru án Dagnýjar vegna pressu frá Portland: „Það versta er að koma henni í þessa stöðu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 13:45 Dagný Brynjarsdóttir þurfti að fljúga aftur til Portland en spilaði svo ekkert. vísir/stefán Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gat ekki annað en sleppt landsleik Íslands og Brasilíu sem fram fór 13. júní á Laugardalsvellinum vegna pressu frá félagsliði hennar, Portland Thorns, á landsliðið og Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara. Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var daginn fyrir leik að Dagný myndi ekki spila leikinn því hún væri á leiðinni heim til Portland en leikurinn á móti Brasilíu var sá síðasti sem kvennalandsliðið spilar fyrir EM í Hollandi. Dagnú hefur verið mikið meidd og lítið getað beitt sér með landsliðinu en hún á enn eftir að fá alvöru mínútur í nýja 3-4-3 kerfinu og nú er næsti leikur á móti Frakklandi á EM. „Þetta er bara samkomulagsatriði milli mín og þjálfarans hennar úti. Maður þarf bara að velja og hafna. Ef hún spilaði á morgun myndi hún ekki spila með Portland um helgina," sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari í samtali við RÚV um málið á þeim tíma. Freyr var spurður enn frekar út í þetta samkomulag í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina og þar lagði landsliðsþjálfarinn spilin á borðið.Dagný Brynjarsdóttir á 15 mínútur að baki með landsliðinu í 3-4-3 á árinu en það var í leik gegn Japan á Algarve-mótinu í mars.vísir/gettyVar klár í slaginn „Ég nenni ekkert að vera að fara í kringum hlutina,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Þetta er bara þannig að ef Dagný hefði tekið þátt í landsleikjunum þá hefði hún sennilega ekki spilað fleiri mínútur með Portland restina af tímabilinu. Við höfðum því ekki um neitt annað að velja.“ „Það versta í þessu er að koma leikmanninum í þessa stöðu. Það er alltaf ástæða fyrir einhverju svona þó svo við séum ekkert að fara að gera neina krísu úr þessu. Hvorki leikmaðurinn né landsliðið þurfa á því að halda.“ „Líkamlega gat hún spilað og auðvitað hefði það verið gott þó hún hefði ekki spilað nema fimmtán mínútur. Það var samt ótrúlega gott að hún gat verið með á æfingunum og í taktíkinni og öllu því en þetta er ástæðan fyrir því að hún fór aftur til Portland,“ sagði Freyr Alexandersson. Dagný var ónotaður varamaður í leik Portland Thorns þessa helgi sem hún flaug aftur til Bandaríkjanna en fékk svo 34 mínútur sem varamaður um síðustu helgi þegar Portland tapaði öðrum leik sínum í röð. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi Dagnýjar fyrir landsliðið en þessi 25 ára gamli Rangæingur er einn allra besti og mikilvægasti leikmaður Íslands. Hún skallaði Ísland t.a.m. í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti fyrir fjórum árum. Umræðuna um Dagný má heyra frá 1:00:46-1:02:11 í spilaranum hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Fleiri fréttir Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gat ekki annað en sleppt landsleik Íslands og Brasilíu sem fram fór 13. júní á Laugardalsvellinum vegna pressu frá félagsliði hennar, Portland Thorns, á landsliðið og Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara. Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var daginn fyrir leik að Dagný myndi ekki spila leikinn því hún væri á leiðinni heim til Portland en leikurinn á móti Brasilíu var sá síðasti sem kvennalandsliðið spilar fyrir EM í Hollandi. Dagnú hefur verið mikið meidd og lítið getað beitt sér með landsliðinu en hún á enn eftir að fá alvöru mínútur í nýja 3-4-3 kerfinu og nú er næsti leikur á móti Frakklandi á EM. „Þetta er bara samkomulagsatriði milli mín og þjálfarans hennar úti. Maður þarf bara að velja og hafna. Ef hún spilaði á morgun myndi hún ekki spila með Portland um helgina," sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari í samtali við RÚV um málið á þeim tíma. Freyr var spurður enn frekar út í þetta samkomulag í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina og þar lagði landsliðsþjálfarinn spilin á borðið.Dagný Brynjarsdóttir á 15 mínútur að baki með landsliðinu í 3-4-3 á árinu en það var í leik gegn Japan á Algarve-mótinu í mars.vísir/gettyVar klár í slaginn „Ég nenni ekkert að vera að fara í kringum hlutina,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Þetta er bara þannig að ef Dagný hefði tekið þátt í landsleikjunum þá hefði hún sennilega ekki spilað fleiri mínútur með Portland restina af tímabilinu. Við höfðum því ekki um neitt annað að velja.“ „Það versta í þessu er að koma leikmanninum í þessa stöðu. Það er alltaf ástæða fyrir einhverju svona þó svo við séum ekkert að fara að gera neina krísu úr þessu. Hvorki leikmaðurinn né landsliðið þurfa á því að halda.“ „Líkamlega gat hún spilað og auðvitað hefði það verið gott þó hún hefði ekki spilað nema fimmtán mínútur. Það var samt ótrúlega gott að hún gat verið með á æfingunum og í taktíkinni og öllu því en þetta er ástæðan fyrir því að hún fór aftur til Portland,“ sagði Freyr Alexandersson. Dagný var ónotaður varamaður í leik Portland Thorns þessa helgi sem hún flaug aftur til Bandaríkjanna en fékk svo 34 mínútur sem varamaður um síðustu helgi þegar Portland tapaði öðrum leik sínum í röð. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi Dagnýjar fyrir landsliðið en þessi 25 ára gamli Rangæingur er einn allra besti og mikilvægasti leikmaður Íslands. Hún skallaði Ísland t.a.m. í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti fyrir fjórum árum. Umræðuna um Dagný má heyra frá 1:00:46-1:02:11 í spilaranum hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Fleiri fréttir Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Sjá meira