Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Sveinn Arnarsson skrifar 22. mars 2017 06:00 Halldór áframleigði íbúð á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. vísir/vilhelm Svindlarinn margdæmdi Halldór Viðar Sanne virðist hafa fundið leið til að hafa milljónir af grandalausum leigjendum og nýtir sér ófremdarástand á húsnæðismarkaði og hátt leiguverð til að stinga undan miklum fjármunum. Einstaklingar sem telja sig svikna af Halldóri Viðari hafa mjög svipaðar sögur að segja þar sem dæmalaus svik, prettir og svindl koma við sögu. Halldór Viðar auglýsti íbúð á Norðurbakkanum í Hafnarfirði á vefsíðunni Bland síðastliðið haust. Leigði hann Óskari Brynjólfssyni íbúðina og krafðist 700 þúsund króna í fyrirframgreidda leigu en leiguverð íbúðarinnar var 300 þúsund krónur á mánuði. Þetta fjölskyldufólk, í góðri trú, greiddi umsamda upphæð, flutti inn, og greiddi Halldóri leigu samviskusamlega. „Í byrjun janúar er svo bankað upp á. Voru þar á ferðinni raunverulegir eigendur íbúðarinnar. Þá komst upp að íbúðin var ekkert í eigu Halldórs,“ segir Óskar. „Halldór Viðar greiddi því ekki leiguna til eigenda íbúðarinnar og stakk peningum okkar í eigin vasa. Hafði hann rúma eina og hálfa milljón króna af okkur. Við höfum kært málið til lögreglu sem og eigandi íbúðarinnar. Við eigum samskipti við hann sem sýna hvernig hann fer að þessu,“ bætir Óskar við. Svipaða sögu hefur Ingólfur Ágúst Hreinsson af viðskiptum við Halldór Sanne að segja. Halldór ætlaði að hjálpa honum að fá leigða íbúð í Perlukór í Kópavogi. Ingólfur segir Halldór hafa vélað hann til að leigja íbúðina á nafni Halldórs og sannfærði hann um að allir vildu leigja Halldóri íbúðir. Þegar yfir lauk hafði Halldór náð af honum um tveimur milljónum króna. „Ég eiginlega skammast mín fyrir að hafa látið manninn fara svona með mig en hann náði mér á flug. Ég kærði málið til lögreglu í haust,“ segir Ingólfur. „Rannsókn er hins vegar ekki hafin á þessu. Á meðan heldur hann áfram.“ Þessar sögur virðast ríma ágætlega við sögu Bergljótar Snorradóttur en hún hefur einnig kært Halldór fyrir að hafa af sér fé. Þá sagðist Halldór iðrast þeirra gjörða sinna en taldi sig nýjan og breyttan mann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Svindlarinn margdæmdi Halldór Viðar Sanne virðist hafa fundið leið til að hafa milljónir af grandalausum leigjendum og nýtir sér ófremdarástand á húsnæðismarkaði og hátt leiguverð til að stinga undan miklum fjármunum. Einstaklingar sem telja sig svikna af Halldóri Viðari hafa mjög svipaðar sögur að segja þar sem dæmalaus svik, prettir og svindl koma við sögu. Halldór Viðar auglýsti íbúð á Norðurbakkanum í Hafnarfirði á vefsíðunni Bland síðastliðið haust. Leigði hann Óskari Brynjólfssyni íbúðina og krafðist 700 þúsund króna í fyrirframgreidda leigu en leiguverð íbúðarinnar var 300 þúsund krónur á mánuði. Þetta fjölskyldufólk, í góðri trú, greiddi umsamda upphæð, flutti inn, og greiddi Halldóri leigu samviskusamlega. „Í byrjun janúar er svo bankað upp á. Voru þar á ferðinni raunverulegir eigendur íbúðarinnar. Þá komst upp að íbúðin var ekkert í eigu Halldórs,“ segir Óskar. „Halldór Viðar greiddi því ekki leiguna til eigenda íbúðarinnar og stakk peningum okkar í eigin vasa. Hafði hann rúma eina og hálfa milljón króna af okkur. Við höfum kært málið til lögreglu sem og eigandi íbúðarinnar. Við eigum samskipti við hann sem sýna hvernig hann fer að þessu,“ bætir Óskar við. Svipaða sögu hefur Ingólfur Ágúst Hreinsson af viðskiptum við Halldór Sanne að segja. Halldór ætlaði að hjálpa honum að fá leigða íbúð í Perlukór í Kópavogi. Ingólfur segir Halldór hafa vélað hann til að leigja íbúðina á nafni Halldórs og sannfærði hann um að allir vildu leigja Halldóri íbúðir. Þegar yfir lauk hafði Halldór náð af honum um tveimur milljónum króna. „Ég eiginlega skammast mín fyrir að hafa látið manninn fara svona með mig en hann náði mér á flug. Ég kærði málið til lögreglu í haust,“ segir Ingólfur. „Rannsókn er hins vegar ekki hafin á þessu. Á meðan heldur hann áfram.“ Þessar sögur virðast ríma ágætlega við sögu Bergljótar Snorradóttur en hún hefur einnig kært Halldór fyrir að hafa af sér fé. Þá sagðist Halldór iðrast þeirra gjörða sinna en taldi sig nýjan og breyttan mann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira