Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2017 12:55 Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun að ósk Lilju Alfreðsdóttur, varaformanns Framsóknarflokkins, til að ræða kaup Goldmans Sachs og þriggja vogunarsjóða á tæplega 30 prósenta hlut í Arion. Sjóðirnir geta með kaupréttarsamningum eignast um 51 prósent í bankanum. Kaup Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða á 29 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka hafa kallað fram misjöfn viðbrögð. En þessir aðilar eiga 70 prósenta hlut í Kaupþingi og hafa kauprétt á 22 prósentum til viðbótar í Arion. Sumir töldu að eigendur Kaupþings myndu ætla sér burt frá Íslandi eins fljótt og þeir gætu en með kaupunum á hlutunum í Arion gæti falist yfirlýsing um að þeir ætli sér að vera eitthvað áfram á íslenskum fjármálamarkaði. Fyrir skömmu höfðu nokkrir lífeyrissjóðir verið í viðræðum við Kaupþing um kaup á hlutum þess í Arion en Kaupþing sleit þeim viðræðum. Þar með má segja að fjársterkustu fjárfestingaraðilar landsins hafi orðið undir í tilraunum til að eignast stóra hluti í Arion. En allt frá hruni hafa lífeyrissjóðirnir verið langsterkastir á íslenskum fjármálamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, og fulltrúi flokksins í efnahags- og viðskiptanefnd óskaði eftir því að Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion, kæmi á fund nefndarinnar í morgun til að fara yfir þessi mál. Þeirm fundi lauk rétt fyrir hádegi.Lilja AlfreðsdóttirVísir/Stefán„Forstjóri Arion banka fór yfir þá vinnu sem Arion banki og stjórnendur hans hafa veriðí á undanförnum misserum við að kynna bankann fyrir fjárfestum. Það var mjög gott að fá þá yfirferð. Hins vegar kemur stjórnendateymi bankans ekki að sölunni þannig að þeir eru ekki aðilar að málinu sem slíku. Við munum fá upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu um eignarhald og hvernig þetta fer allt fram og hvort þessi 10 prósent (skilyrði um eignarhald) séu hugsanlega að virkjast vegna þess að mögulega er um tengda aðila að ræða,“ segir Lilja. Lilja segir þessi kaup Goldman Sachs og vogunarsjóðanna yfirlýsingu um að þessir aðilar vilji vera áfram á íslenskum fjármálamarkaði. „Hins vegar er brýnt vegna þess hvernig er farið í málið, þessi 9,99 prósent og að þeir eigi hlut í Kaupþingi nú þegar – viðþurfum að fá frekari svör hvaðþað varðar. Eins er fortíð eins sjóðsins ekki sérlega glæsileg. Þeir voru að borga 23 milljarða í sektargreiðslur varðandi mútumál. Þannig að maður veltir fyrir sér hvort þetta eru æskilegir eigendur að banka. En við munum fá frekari svör með þessu þegar við eigum fund með Fjármálaeftirlitinu. Því það er jú hlutverk þess að hafa eftirlit með fjármálamarkaðnum okkar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Sjá meira
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun að ósk Lilju Alfreðsdóttur, varaformanns Framsóknarflokkins, til að ræða kaup Goldmans Sachs og þriggja vogunarsjóða á tæplega 30 prósenta hlut í Arion. Sjóðirnir geta með kaupréttarsamningum eignast um 51 prósent í bankanum. Kaup Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða á 29 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka hafa kallað fram misjöfn viðbrögð. En þessir aðilar eiga 70 prósenta hlut í Kaupþingi og hafa kauprétt á 22 prósentum til viðbótar í Arion. Sumir töldu að eigendur Kaupþings myndu ætla sér burt frá Íslandi eins fljótt og þeir gætu en með kaupunum á hlutunum í Arion gæti falist yfirlýsing um að þeir ætli sér að vera eitthvað áfram á íslenskum fjármálamarkaði. Fyrir skömmu höfðu nokkrir lífeyrissjóðir verið í viðræðum við Kaupþing um kaup á hlutum þess í Arion en Kaupþing sleit þeim viðræðum. Þar með má segja að fjársterkustu fjárfestingaraðilar landsins hafi orðið undir í tilraunum til að eignast stóra hluti í Arion. En allt frá hruni hafa lífeyrissjóðirnir verið langsterkastir á íslenskum fjármálamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, og fulltrúi flokksins í efnahags- og viðskiptanefnd óskaði eftir því að Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion, kæmi á fund nefndarinnar í morgun til að fara yfir þessi mál. Þeirm fundi lauk rétt fyrir hádegi.Lilja AlfreðsdóttirVísir/Stefán„Forstjóri Arion banka fór yfir þá vinnu sem Arion banki og stjórnendur hans hafa veriðí á undanförnum misserum við að kynna bankann fyrir fjárfestum. Það var mjög gott að fá þá yfirferð. Hins vegar kemur stjórnendateymi bankans ekki að sölunni þannig að þeir eru ekki aðilar að málinu sem slíku. Við munum fá upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu um eignarhald og hvernig þetta fer allt fram og hvort þessi 10 prósent (skilyrði um eignarhald) séu hugsanlega að virkjast vegna þess að mögulega er um tengda aðila að ræða,“ segir Lilja. Lilja segir þessi kaup Goldman Sachs og vogunarsjóðanna yfirlýsingu um að þessir aðilar vilji vera áfram á íslenskum fjármálamarkaði. „Hins vegar er brýnt vegna þess hvernig er farið í málið, þessi 9,99 prósent og að þeir eigi hlut í Kaupþingi nú þegar – viðþurfum að fá frekari svör hvaðþað varðar. Eins er fortíð eins sjóðsins ekki sérlega glæsileg. Þeir voru að borga 23 milljarða í sektargreiðslur varðandi mútumál. Þannig að maður veltir fyrir sér hvort þetta eru æskilegir eigendur að banka. En við munum fá frekari svör með þessu þegar við eigum fund með Fjármálaeftirlitinu. Því það er jú hlutverk þess að hafa eftirlit með fjármálamarkaðnum okkar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Sjá meira