Sport

Sara: Má ekkert borða af þessu góða dóti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Crossfit/Road to the Games
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur í kvöld sína þriðju tilraun til að vera hraustasta kona heims en þá hefst keppni á heimsleikunum í crossfit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum.

Sara hefur endaði í þriðja sæti undanfarin tvö ár en landa hennar, Katrín Tanja Davíðsdóttir, hefur unnið titilinn í bæði skiptin. Nú ætlar Sara hinsvegar að fara alla leið og miðað við frammistöðu hennar í fyrri opnu keppninni og í svæðakeppninni þá er hún til alls líkleg.

Sara sér í myndbandinu útbúa sér morgunmat sem er hafgrautur með eplum og hnetusmjörspúðri. Spyrillinn spyr hana hvort hún hafi fengið þetta út í búð en svo er ekki

„Ég undirbý morgunmatinn minn á hverju kvöldi,“ svarar Sara smá hneyksluð og fer síðan að tala um matarræði sitt í Bandaríkjunum.

„Þegar ég flutti til Bandaríkjanna þá þyngdist sé um tíu pund (4,5 kíló) þrátt fyrir að ég væri að borða sama matinn og heima á Íslandi. Ég fór í blóðprufu til að athuga hvað var í gangi,“ sagði Sara og sýndi síðan lista yfir það sem hún má nú ekki borða eftir að farið var yfir niðurstöðurnar.

„Það versta er að súkkulaði er á þessum lista. Ég má ekki borða súkkulaði, kalkún og nautakjöt. Það er allt þetta góða á þessum lista en svona er þetta bara,“ sagði Sara.  Það tekur ekki bara á líkamlega að undirbúa sig fyrir heimsleikana heldur verður hún einnig að hugsa mjög vel um það sem hún borðar.

„30 dagar og þá má ég borða eðlilega aftur,“ sagði Sara og hvað ætlar hún að borða strax eftir leikana. „Pizzu borgara,“ svaraði Sara án þess að hika.

Það má sjá þennan hluta viðtalsins eftir rúmlega fimm mínútur í myndbandi hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×