Upplifun fjölskyldunnar ekki með þeim hætti sem spítalinn vildi Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 17. apríl 2017 20:36 Hafþór Magni Sólmundsson segir að bæta verði úr alvarlegum samskiptavanda innan heilbrigðiskerfisins. Landspítalinn segist ætla að rannsaka með ítarlegum hætti hvað það var sem fór úrskeiðis þegar íslenskur karlmaður varð fyrir hrinu mistaka eftir skurðaðgerð. Málið sé litið alvarlegum augum en að mikilvægt sé að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni. Sonur mannsins, Hafþór Magni Sólmundsson, greindi frá mistökunum á Facebook-síðu sinni á dögunum, þar sem hann sagði föður sinn til dæmis hafa verið sendan einan í almenningsflug til Akureyrar nokkrum dögum eftir aðgerðina, á morfínlyfjum og með ógróið sár. Hann sagði að um alvarlegan samskiptavanda innan heilbrigðiskerfisins væri að ræða. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í kvöld en þar segir að upplifun fjölskyldunnar af þjónustunni á Landspítalanum sé ekki með þeim hætti sem spítalinn vilji. Það sé mikilvægt að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni því það geri spítalanum kleift að skoða málið ítarlega og kanna hvað kunni að hafa farið úrskeiðis. Þá verði málið rannsakað kerfisbundið og gripið í kjölfarið til úrvinnslu og viðeigandi aðgerða til að fyrirbyggja að mistök og frávik endurtaki sig.Mistakahrina í kjölfar aðgerðarinnar Faðir Hafþórs, sem er búsettur á Akureyri, fór í skurðaðgerð á Landspítalanum í síðustu viku til að láta fjarlægja illkynja æxli. Hafþór sagði frá því í framhaldinu að hrina mistaka hafi átt sér stað eftir aðgerðina. Til að mynda hafi gleymst að taka föður hans úr svokölluðum flugsokkum sem hann fór í fyrir aðgerðina en slíkir sokkar eru notaðir sem forvörn fyrir blóðflæði og bjúg við aðgerð. Þá átti faðir hans að fá flautu eftir aðgerðina til að koma önduninni í eðlilegt horf að nýju og passa upp á að vökvi færi ekki í lungun. Á degi tvö, þegar hjúkrunarfræðingur minnti á að hann fengi að blása í flautuna, uppgötvaðist að hann hafði enga flautu fengið. Alvarlegustu mistökin voru að sögn Hafþórs flutningurinn norður þegar faðir hans var skilinn einn eftir á Reykjavíkurflugvelli. Þá hafi hann verið illa haldinn eftir aðgerðina og að honum hafi ítrekað verið sagt að hann mætti ekkert reyna á sig. Þegar komið var á Akureyri kom í ljós að enginn sjúkrabíll var á flugvellinum. Hafþór segir að það hafi einnig gleymst að biðja um bíl til að flytja hann og þegar á sjúkrahúsið á Akureyri var komið kom í ljós að engar læknaskýrslur eða pappírar um lyfjagjöf hefðu fylgt pabba hans. Rætt var við Hafþór í kvöldfréttum Stöðvar 2, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Landspítalinn segist ætla að rannsaka með ítarlegum hætti hvað það var sem fór úrskeiðis þegar íslenskur karlmaður varð fyrir hrinu mistaka eftir skurðaðgerð. Málið sé litið alvarlegum augum en að mikilvægt sé að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni. Sonur mannsins, Hafþór Magni Sólmundsson, greindi frá mistökunum á Facebook-síðu sinni á dögunum, þar sem hann sagði föður sinn til dæmis hafa verið sendan einan í almenningsflug til Akureyrar nokkrum dögum eftir aðgerðina, á morfínlyfjum og með ógróið sár. Hann sagði að um alvarlegan samskiptavanda innan heilbrigðiskerfisins væri að ræða. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í kvöld en þar segir að upplifun fjölskyldunnar af þjónustunni á Landspítalanum sé ekki með þeim hætti sem spítalinn vilji. Það sé mikilvægt að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni því það geri spítalanum kleift að skoða málið ítarlega og kanna hvað kunni að hafa farið úrskeiðis. Þá verði málið rannsakað kerfisbundið og gripið í kjölfarið til úrvinnslu og viðeigandi aðgerða til að fyrirbyggja að mistök og frávik endurtaki sig.Mistakahrina í kjölfar aðgerðarinnar Faðir Hafþórs, sem er búsettur á Akureyri, fór í skurðaðgerð á Landspítalanum í síðustu viku til að láta fjarlægja illkynja æxli. Hafþór sagði frá því í framhaldinu að hrina mistaka hafi átt sér stað eftir aðgerðina. Til að mynda hafi gleymst að taka föður hans úr svokölluðum flugsokkum sem hann fór í fyrir aðgerðina en slíkir sokkar eru notaðir sem forvörn fyrir blóðflæði og bjúg við aðgerð. Þá átti faðir hans að fá flautu eftir aðgerðina til að koma önduninni í eðlilegt horf að nýju og passa upp á að vökvi færi ekki í lungun. Á degi tvö, þegar hjúkrunarfræðingur minnti á að hann fengi að blása í flautuna, uppgötvaðist að hann hafði enga flautu fengið. Alvarlegustu mistökin voru að sögn Hafþórs flutningurinn norður þegar faðir hans var skilinn einn eftir á Reykjavíkurflugvelli. Þá hafi hann verið illa haldinn eftir aðgerðina og að honum hafi ítrekað verið sagt að hann mætti ekkert reyna á sig. Þegar komið var á Akureyri kom í ljós að enginn sjúkrabíll var á flugvellinum. Hafþór segir að það hafi einnig gleymst að biðja um bíl til að flytja hann og þegar á sjúkrahúsið á Akureyri var komið kom í ljós að engar læknaskýrslur eða pappírar um lyfjagjöf hefðu fylgt pabba hans. Rætt var við Hafþór í kvöldfréttum Stöðvar 2, líkt og sjá má hér fyrir neðan.
Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira