Ætlar ekki að segja af sér fyrr en Trump segir til Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2017 22:32 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/GETTY Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja af sér. Nema Donald Trump, forseti, segi honum að gera það. Sessions segir þá deila sömu gildum og hann muni berjast fyrir stefnu forsetans eins lengi og „það sé við hæfi. Undanfarna viku hefur Trump ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega. Meðal annars hefur forsetinn kallað ráðherra sinn „veikburða“ og „óskilvirkan“.„Ef hann vill gera breytingu, þá er það réttur hans,“ sagði Sessions við AP fréttaveituna. „Ég þjóna forsetanum og ég hef skilið það frá því að ég tók við starfinu.“Sessions var fyrsti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við forsetaframboð Trump og hefur ávallt verið dyggur stuðningsmaður forsetans. Trump varð hins vegar reiður við Sessions eftir að hann sagði sig frá öllu sem kemur að rannsókninni á afskiptum stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump við Rússa. Það gerði Sessions eftir að hann sagði þingmönnum ósatt um fundi sína með Sergey Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Ekki hans besta vika Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa komið Sessions til varnar og formaður dómsmálefndar þingsins hefur sagt að ekki sé inn í myndinni að staðfesta annan í embættið á þessu ári. Fregnir hafa borist af því að Trump sé því að íhuga aðra leið. Sjá einnig: Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherraRáðherrann sagðist hæstánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið. „Ég held að við séum með gott Dómsmálaráðuneyti. Ég hef trú á því og veit hvað þarf í ráðuneytinu og hvað Donald Trump vill. Ég deili stefnu hans.“ Þó sagði Sessions ljóst að síðasta vika hefði ekki verið sú besta fyrir hann og samband hans og forsetans. Hann sagði þá ekki hafa rætt saman um skeið en hann hlakkaði til þess að ræða þessi mál við Trump. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja af sér. Nema Donald Trump, forseti, segi honum að gera það. Sessions segir þá deila sömu gildum og hann muni berjast fyrir stefnu forsetans eins lengi og „það sé við hæfi. Undanfarna viku hefur Trump ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega. Meðal annars hefur forsetinn kallað ráðherra sinn „veikburða“ og „óskilvirkan“.„Ef hann vill gera breytingu, þá er það réttur hans,“ sagði Sessions við AP fréttaveituna. „Ég þjóna forsetanum og ég hef skilið það frá því að ég tók við starfinu.“Sessions var fyrsti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við forsetaframboð Trump og hefur ávallt verið dyggur stuðningsmaður forsetans. Trump varð hins vegar reiður við Sessions eftir að hann sagði sig frá öllu sem kemur að rannsókninni á afskiptum stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump við Rússa. Það gerði Sessions eftir að hann sagði þingmönnum ósatt um fundi sína með Sergey Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Ekki hans besta vika Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa komið Sessions til varnar og formaður dómsmálefndar þingsins hefur sagt að ekki sé inn í myndinni að staðfesta annan í embættið á þessu ári. Fregnir hafa borist af því að Trump sé því að íhuga aðra leið. Sjá einnig: Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherraRáðherrann sagðist hæstánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið. „Ég held að við séum með gott Dómsmálaráðuneyti. Ég hef trú á því og veit hvað þarf í ráðuneytinu og hvað Donald Trump vill. Ég deili stefnu hans.“ Þó sagði Sessions ljóst að síðasta vika hefði ekki verið sú besta fyrir hann og samband hans og forsetans. Hann sagði þá ekki hafa rætt saman um skeið en hann hlakkaði til þess að ræða þessi mál við Trump.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Sjá meira