Þrefaldur skolli skemmdi fyrir annars góðum hring Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2017 12:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. visir/getty Þrefaldur skolli á þrettándu holu setti strik í reikninginn hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á fyrsta keppnisdegi opna skoska meistaramótsins. Ólafía Þórunn spilaði á einu höggi yfir pari alls og spilaði heilt yfir mjög vel. Hún fékk fjóra fugla, tvo skolla en það skemmdi fyrir að hún spilaði þrettándu holu vallarins á þremur höggum yfir pari. Fyrir það hafði hún verið á meðal tíu efstu en var í 37.-56. sæti á einu höggum yfir pari þegar hún lauk keppni. Margir keppendur eiga þó enn eftir að klára sína hringi í dag. Ólafía lét þó sprengjuna á þrettándu holu ekki á sig fá og svaraði fyrir sig með því að fá fugl á fjórtándu. Hún paraði svo næstu þrjár holur en fékk fugl á átjándu og síðustu holur vallarins. Ólafía á rástíma klukkan 13.15 á morgun og verður fylst með gangi mála í beinni textalýsingu á Vísi. Bein útsending hefst frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 13.00.
Þrefaldur skolli á þrettándu holu setti strik í reikninginn hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á fyrsta keppnisdegi opna skoska meistaramótsins. Ólafía Þórunn spilaði á einu höggi yfir pari alls og spilaði heilt yfir mjög vel. Hún fékk fjóra fugla, tvo skolla en það skemmdi fyrir að hún spilaði þrettándu holu vallarins á þremur höggum yfir pari. Fyrir það hafði hún verið á meðal tíu efstu en var í 37.-56. sæti á einu höggum yfir pari þegar hún lauk keppni. Margir keppendur eiga þó enn eftir að klára sína hringi í dag. Ólafía lét þó sprengjuna á þrettándu holu ekki á sig fá og svaraði fyrir sig með því að fá fugl á fjórtándu. Hún paraði svo næstu þrjár holur en fékk fugl á átjándu og síðustu holur vallarins. Ólafía á rástíma klukkan 13.15 á morgun og verður fylst með gangi mála í beinni textalýsingu á Vísi. Bein útsending hefst frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 13.00.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira