Með lappirnar í Langá og Laxá og lítur yfir Siglufjörð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. júlí 2017 09:00 "Við vorum í dentíð með ána á leigu og með umfangsmikinn veiðibúskap en þeim kapítula er lokið.“ Vísir/Valli Hvergi ský á himni og allt eins og dýrðin á Íslandi verður mest.“ Þannig lýsir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri umhverfi sínu vestur á Mýrum þar sem hann á bústað á bökkum Langár. „Ég held mikið til hér á sumrin í nóttlausri voraldar veröld. Við vorum í dentíð með ána á leigu og með umfangsmikinn veiðibúskap en þeim kapítula er lokið. Sofnum samt og vöknum við árniðinn,“ lýsir hann og þessi „við“ eru hann og kona hans Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir. Ingvi Hrafn á merkisafmæli í dag. „Ég er víst sjötíu og fimm en trúi því ekki sjálfur, lít í spegil og sé ekki þennan gamla mann sem á að birtast mér og er með þessa kennitölu,“ segir hann og kveðst ekki hafa yfir miklu að kvarta öðru en því að hafa nýlega þurft að sjá á eftir besta vini sínum til 70 ára, Orra Vigfússyni. „Orri var 17 dögum eldri en ég og við kvöddum hann á afmælisdaginn hans. Svo þessi afmælisdagur minn er tregablandinn en ég brosi gegnum tárin því barnabörnin knúsa afa alltaf og segja honum að þau elski hann. Það er notalegt.“ Aðspurður kveðst hann eiga fjögur barnabörn. „Við hjónin eigum tvo syni og þeir eiga tvö börn hvor. Það eru þrír strákar og ein stelpa. Stórfjölskyldan verður hér í dag enda viðrar til þess að grilla úti og hafa það huggulegt.“ Þó Ingvi Hrafn sé fæddur og uppalinn í Reykjavík eru ræturnar norðlenskar og norskar. „Ég er ættaður frá tveimur stöðum í Eyjafirði og svo er einn norskur Tynesarleggur, móðurafi minn var norskur. Sólvangur heitir eftir sumarbústaðnum sem við áttum í Siglufirði, þaðan á ég mínar yndislegustu bernskuminningar og undanfarin ár hef ég farið þangað nokkrum sinnum. Bærinn er vaknaður úr þyrnirósarsvefni sem hófst eftir að síldin hvarf, einn af sonum Siglufjarðar er að skila uppeldinu sínu og nú eru allir að dytta að sínum húsum þar. Það er mikið gleðiefni. Ef ég ætti óskastað þá væri það að sitja klofvega yfir Íslandi með vinstri löppina ofan í Stangarhyl í Langá og hægri löppina í Mjósundi í Aðaldal og horfa á Siglufjörð. Það væri fullkomið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira
Hvergi ský á himni og allt eins og dýrðin á Íslandi verður mest.“ Þannig lýsir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri umhverfi sínu vestur á Mýrum þar sem hann á bústað á bökkum Langár. „Ég held mikið til hér á sumrin í nóttlausri voraldar veröld. Við vorum í dentíð með ána á leigu og með umfangsmikinn veiðibúskap en þeim kapítula er lokið. Sofnum samt og vöknum við árniðinn,“ lýsir hann og þessi „við“ eru hann og kona hans Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir. Ingvi Hrafn á merkisafmæli í dag. „Ég er víst sjötíu og fimm en trúi því ekki sjálfur, lít í spegil og sé ekki þennan gamla mann sem á að birtast mér og er með þessa kennitölu,“ segir hann og kveðst ekki hafa yfir miklu að kvarta öðru en því að hafa nýlega þurft að sjá á eftir besta vini sínum til 70 ára, Orra Vigfússyni. „Orri var 17 dögum eldri en ég og við kvöddum hann á afmælisdaginn hans. Svo þessi afmælisdagur minn er tregablandinn en ég brosi gegnum tárin því barnabörnin knúsa afa alltaf og segja honum að þau elski hann. Það er notalegt.“ Aðspurður kveðst hann eiga fjögur barnabörn. „Við hjónin eigum tvo syni og þeir eiga tvö börn hvor. Það eru þrír strákar og ein stelpa. Stórfjölskyldan verður hér í dag enda viðrar til þess að grilla úti og hafa það huggulegt.“ Þó Ingvi Hrafn sé fæddur og uppalinn í Reykjavík eru ræturnar norðlenskar og norskar. „Ég er ættaður frá tveimur stöðum í Eyjafirði og svo er einn norskur Tynesarleggur, móðurafi minn var norskur. Sólvangur heitir eftir sumarbústaðnum sem við áttum í Siglufirði, þaðan á ég mínar yndislegustu bernskuminningar og undanfarin ár hef ég farið þangað nokkrum sinnum. Bærinn er vaknaður úr þyrnirósarsvefni sem hófst eftir að síldin hvarf, einn af sonum Siglufjarðar er að skila uppeldinu sínu og nú eru allir að dytta að sínum húsum þar. Það er mikið gleðiefni. Ef ég ætti óskastað þá væri það að sitja klofvega yfir Íslandi með vinstri löppina ofan í Stangarhyl í Langá og hægri löppina í Mjósundi í Aðaldal og horfa á Siglufjörð. Það væri fullkomið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira