Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 74-81 | Meistararnir unnu toppliðið Böðvar Sigurbjörnsson skrifar 25. nóvember 2017 20:00 Emelía Ósk Gunnarsdóttir og stöllur hennar unnu góðan sigur. vísir/daníel þór Íslandsmeistarar Keflavík sigruðu topplið deildarinnar Val í hörku leik í níundu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Eftir sigurinn er Keflavík með 10 stig í fimmta sæti deildarinnar en Valur sem er með 12 stig deilir nú toppsætinu með Haukum og Skallagrím. Mestu munaði um stórleik Brittanny Dinkins sem fór á kostum í liði Keflavíkur og skoraði 35 stig, auk þess að taka níu frákost og gefa níu stoðsendingar. Fyrirfram var búist við jöfnum og hröðum leik þar sem mikið yrði skorað. Óhætt er að segja að leikurinn hafi staðið undir því. Leikurinn fór hratt af stað og skiptust liðin á körfum framan af, Keflavík þó ávalt skrefi á undan. Um miðbik 3. leikhluta áttu Valskonur góðan kafla, stóðu af sér mikla pressu frá Keflavík og tókst að jafna leikinn fyrir lok leikhlutans. Leikurinn stóð undir því að vera mikill stiga leikur allt fram í 3. leikhluta. Það var eins og bæði lið hefðu ákveðið að skella í lás á sama tíma í upphafi 4. leikhlutans. Fyrstu stigin komu ekki fyrr en tæpar tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum þegar Ásta Júlía skoraði af vítalínunni fyrir Val. Rúmar fjórar mínútur áttu eftir að líða þangað til Keflavík fékk sín fyrstu stig í leikhlutanum, þau skoraði Thelma Dís með góðu skoti. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði leiks en Keflavíkurkonur reyndust þó sterkar í lokin og sigldu heim góðum sigri, lokastaða 74-81 fyrir Keflavík.Af hverju vann Keflavík? Góð liðsvörn Keflavíkurliðsins í seinni hálfleik og stórleikur Brittanny Dinkins lögðu grunnin að sigrinum. Þrátt fyrir að leikurinn væri jafn var Keflavík ávalt skrefi á undan. Þegar Valskonur gerðu áhlaup um miðbik þriðja leikhluta og í upphafi þess fjórða tókst liðinu að standa það af sér og klára leikinn vel.Hverjar stóðu uppúr? Að öðrum ólöstuðum var Brittanny Dinkins maður leiksins. Hún var nálægt því að vera með þrefalda tvennu, vantaði aðeins eitt frákast og stoðsendingu til þess. Hún endaði leikinn eins og áður sagði með 35 stig, níu fráköst og níu stoðsendingar. Thelma Dís Ágústsdóttir átti einnig góðan leik fyrir Keflavík, hún skoraði 17 stig, auk þess að taka sex fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Hvað gekk illa? Valsliðið spilað góða vörn í seinni hálfleik og tókst að loka vel á aðal vopn Keflavíkurliðsins, Brittanny Dinkins. Þeim gekk þó illa að nýta sér þennan góða varnarleik til að snúa leiknum sér í hag og fundu fáar glufur á sterkri vörn Keflavíkurliðsins. Segja má að báðum liðum hafi gengið illa í sókninni framan af 4. leikhluta, það skrifast þó aðallega á góðar liðsvarnir beggja liða í leikhlutanum. Hvað næst? Deildin hefur sjaldan eða aldrei verið eins jöfn og hún er núna og mikilvægi hvers leiks því mikið. Valur deilir eftir leikinn toppsæti deildarinnar með tveimur liðum, Haukum og Skallagrím, öll liðin með 12 stig. Þar á eftir koma þrjú lið sem öll hafa 10 stig, Stjarnan, Keflavík og Breiðablik. Næsta umferð verður ekki síður spennandi en þessi. Valur sækir Skallagrím heim í Fjósið í Borgarnesi, þar er á ferðinni risa uppgjöri tveggja af þremur liða sem hafa 12 stig. Á sama tíma í Sláturhúsinu fær Keflavík Breiðablik í heimsókn í uppgjöri tveggja af þremur liða sem hafa 10 stig í töflunni. Það er því ljóst að það verður hart barist í þessari jöfnu og spennandi deild í næstu umferð. Valur-Keflavík 74-81 (20-25, 24-23, 16-14, 14-19)Valur: Alexandra Petersen 17/7 fráköst/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 13, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 12/6 fráköst/6 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 9/4 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/3 varin skot, Elfa Falsdottir 0, Kristín María Matthíasdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0.Keflavík: Brittanny Dinkins 35/9 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Thelma Dís Ágústsdóttir 17/6 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 9/4 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 9/5 fráköst/3 varin skot, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/9 fráköst/3 varin skot, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.Darri Freyr: Settum okkur það markmið að komast í úrslitakeppnina Darri Freyr Atlason þjálfari Vals sagði það ekkert óeðlilegt að liðið tapaði leikjum í ljósi þess hversu jöfn og sterk deildin sé. „Við vorum að spila við Íslands- og bikarmeistara síðasta árs, þetta eru engir aukvissar sem við vorum að spila við.“ Aðspurður um það hvort það væri áhyggjuefni að liðið væri búið að tapa tveimur leikjum sagði Darri svo ekki vera. „Við settum okkar það markmið að komast inn í úrslitakeppnina og erum á góðu róli með að ná því markmiði eins og staðan er í dag.“ Sverrir Þór: Erum heppin með Brittanny Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn. „Þetta var hnífjafnt hérna í lokin og því mjög sterkt hjá okkur að klára þetta. Ég er mjög ánægður.“ Aðspurður um stórleik Brittanny Dinkins og mikilvægi hennar fyrir liðið hafði Sverrir þetta að segja. „Brittanny er frábær leikmaður og frábær karakter, við erum heppin með hana.“ Þjálfarinn benti þó á að lykillinn að sigrinum hefði verið góð liðsvörn í seinni hálfleik. Dominos-deild kvenna
Íslandsmeistarar Keflavík sigruðu topplið deildarinnar Val í hörku leik í níundu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Eftir sigurinn er Keflavík með 10 stig í fimmta sæti deildarinnar en Valur sem er með 12 stig deilir nú toppsætinu með Haukum og Skallagrím. Mestu munaði um stórleik Brittanny Dinkins sem fór á kostum í liði Keflavíkur og skoraði 35 stig, auk þess að taka níu frákost og gefa níu stoðsendingar. Fyrirfram var búist við jöfnum og hröðum leik þar sem mikið yrði skorað. Óhætt er að segja að leikurinn hafi staðið undir því. Leikurinn fór hratt af stað og skiptust liðin á körfum framan af, Keflavík þó ávalt skrefi á undan. Um miðbik 3. leikhluta áttu Valskonur góðan kafla, stóðu af sér mikla pressu frá Keflavík og tókst að jafna leikinn fyrir lok leikhlutans. Leikurinn stóð undir því að vera mikill stiga leikur allt fram í 3. leikhluta. Það var eins og bæði lið hefðu ákveðið að skella í lás á sama tíma í upphafi 4. leikhlutans. Fyrstu stigin komu ekki fyrr en tæpar tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum þegar Ásta Júlía skoraði af vítalínunni fyrir Val. Rúmar fjórar mínútur áttu eftir að líða þangað til Keflavík fékk sín fyrstu stig í leikhlutanum, þau skoraði Thelma Dís með góðu skoti. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði leiks en Keflavíkurkonur reyndust þó sterkar í lokin og sigldu heim góðum sigri, lokastaða 74-81 fyrir Keflavík.Af hverju vann Keflavík? Góð liðsvörn Keflavíkurliðsins í seinni hálfleik og stórleikur Brittanny Dinkins lögðu grunnin að sigrinum. Þrátt fyrir að leikurinn væri jafn var Keflavík ávalt skrefi á undan. Þegar Valskonur gerðu áhlaup um miðbik þriðja leikhluta og í upphafi þess fjórða tókst liðinu að standa það af sér og klára leikinn vel.Hverjar stóðu uppúr? Að öðrum ólöstuðum var Brittanny Dinkins maður leiksins. Hún var nálægt því að vera með þrefalda tvennu, vantaði aðeins eitt frákast og stoðsendingu til þess. Hún endaði leikinn eins og áður sagði með 35 stig, níu fráköst og níu stoðsendingar. Thelma Dís Ágústsdóttir átti einnig góðan leik fyrir Keflavík, hún skoraði 17 stig, auk þess að taka sex fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Hvað gekk illa? Valsliðið spilað góða vörn í seinni hálfleik og tókst að loka vel á aðal vopn Keflavíkurliðsins, Brittanny Dinkins. Þeim gekk þó illa að nýta sér þennan góða varnarleik til að snúa leiknum sér í hag og fundu fáar glufur á sterkri vörn Keflavíkurliðsins. Segja má að báðum liðum hafi gengið illa í sókninni framan af 4. leikhluta, það skrifast þó aðallega á góðar liðsvarnir beggja liða í leikhlutanum. Hvað næst? Deildin hefur sjaldan eða aldrei verið eins jöfn og hún er núna og mikilvægi hvers leiks því mikið. Valur deilir eftir leikinn toppsæti deildarinnar með tveimur liðum, Haukum og Skallagrím, öll liðin með 12 stig. Þar á eftir koma þrjú lið sem öll hafa 10 stig, Stjarnan, Keflavík og Breiðablik. Næsta umferð verður ekki síður spennandi en þessi. Valur sækir Skallagrím heim í Fjósið í Borgarnesi, þar er á ferðinni risa uppgjöri tveggja af þremur liða sem hafa 12 stig. Á sama tíma í Sláturhúsinu fær Keflavík Breiðablik í heimsókn í uppgjöri tveggja af þremur liða sem hafa 10 stig í töflunni. Það er því ljóst að það verður hart barist í þessari jöfnu og spennandi deild í næstu umferð. Valur-Keflavík 74-81 (20-25, 24-23, 16-14, 14-19)Valur: Alexandra Petersen 17/7 fráköst/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 13, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 12/6 fráköst/6 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 9/4 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/3 varin skot, Elfa Falsdottir 0, Kristín María Matthíasdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0.Keflavík: Brittanny Dinkins 35/9 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Thelma Dís Ágústsdóttir 17/6 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 9/4 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 9/5 fráköst/3 varin skot, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/9 fráköst/3 varin skot, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.Darri Freyr: Settum okkur það markmið að komast í úrslitakeppnina Darri Freyr Atlason þjálfari Vals sagði það ekkert óeðlilegt að liðið tapaði leikjum í ljósi þess hversu jöfn og sterk deildin sé. „Við vorum að spila við Íslands- og bikarmeistara síðasta árs, þetta eru engir aukvissar sem við vorum að spila við.“ Aðspurður um það hvort það væri áhyggjuefni að liðið væri búið að tapa tveimur leikjum sagði Darri svo ekki vera. „Við settum okkar það markmið að komast inn í úrslitakeppnina og erum á góðu róli með að ná því markmiði eins og staðan er í dag.“ Sverrir Þór: Erum heppin með Brittanny Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn. „Þetta var hnífjafnt hérna í lokin og því mjög sterkt hjá okkur að klára þetta. Ég er mjög ánægður.“ Aðspurður um stórleik Brittanny Dinkins og mikilvægi hennar fyrir liðið hafði Sverrir þetta að segja. „Brittanny er frábær leikmaður og frábær karakter, við erum heppin með hana.“ Þjálfarinn benti þó á að lykillinn að sigrinum hefði verið góð liðsvörn í seinni hálfleik.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum