Tugþúsundum sýna þegar verið safnað í sögulegri rannsókn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, leiðir hópinn að baki blóðskimunarátakinu. Vísir/stefán Rúmlega 79 þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í blóðskimunarátaki Háskóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands gegn mergæxlum. Þannig hefur vel yfir helmingur allra þeirra sem fæddir eru árið 1975 eða fyrr ákveðið að taka þátt í átakinu, en í heildina eru það um 148 þúsund manns. Rannsóknarhópurinn hefur nú þegar safnað 36 þúsund blóðsýnum, að sögn Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands, en hann leiðir hópinn. „Við þorðum ekki að vona að þessu yrði svona svakalega vel tekið,“ segir Sigurður Yngvi. „En Íslendingar eru mjög meðvitaðir um heilsu sína og eru viljugri til að taka þátt í vísindarannsóknum en gengur og gerist.“ Þjóðarátakinu lýkur 1. desember næstkomandi og hægt er að skrá sig til þátttöku fram að því á blodskimun.is. Það sem tekur við eru þrjú ár af söfnun blóðsýna. Á næstu tveimur árum verður sýnum safnað með passífum hætti, þar sem þátttakendur gefa sýni þegar farið er í hefðbundna blóðprufu eða þegar blóð er gefið í Blóðbankanum. Þriðja árið fer í að boða þá sem eiga eftir að gefa sýni í blóðprufu. Miðað við þessa tímaáætlun er sannarlega góður gangur í þessari sögulegu rannsókn. Þetta verður fyrsta framskyggna slembirannsóknin á forstigi mergæxlis hjá heilli þjóð. Aðalrannsóknarefni Sigurðar Yngva og rannsóknarhópsins er að kanna ávinning af skimunum, en svo stór rannsókn býður upp á önnur spennandi rannsóknarefni. „Þetta er einstakt tækifæri sem gefur mikla möguleika. Við getum í framhaldinu skoðað erfðir og áttað okkur betur á hvað veldur þróun úr forstigi yfir í mergæxli. Þá munum við vonandi skilja erfðir og umhverfi sem áhættuþætti eða orsakir sjúkdómsins, hvaða áhrif þetta hefur á framgang sjúkdómsins, hvaða áhrif skimun hefur á lífsgæði,“ segir Sigurður Yngvi og bætir við: „Það eru endalausir möguleikar.“ Nokkrir samverkandi þættir gera það að verkum að rannsókn sem þessi er möguleg hér á landi. Íslendingar eru erfðafræðilega einsleit þjóð, einangruð og með stuttar boðleiðir. Það er tiltölulega einfalt að skipuleggja risaverkefni sem þetta. Íslendingar eru jafnframt skýrsluglöð þjóð en hér er haldið ítarlegt bókhald af ýmsum toga um sjúkra- og lyfjasögu einstaklinga. Erfðaefni þúsunda Íslendinga hefur þegar verið raðgreint og krabbameinsskrá nær áratugi aftur í tímann. Þannig kristallar rannsóknin hjónaband vísinda og upplýsingatækni, þar sem nýjasta tækni er notuð til að vinna úr þessu ört stækkandi gagnasafni og um leið til að auðvelda fólki að gefa samþykki fyrir þátttöku með rafrænum skilríkjum. „Það eru fáar þjóðir sem státa af þessu. […] Þetta er glænýtt og hefur aldrei verið gert á þessum skala. Vísindamenn verða nú að fara að nota ímyndunaraflið og kanna hvað hægt er að gera með þetta rannsóknarmódel,“ segir Sigurður Yngvi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Rúmlega 79 þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í blóðskimunarátaki Háskóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands gegn mergæxlum. Þannig hefur vel yfir helmingur allra þeirra sem fæddir eru árið 1975 eða fyrr ákveðið að taka þátt í átakinu, en í heildina eru það um 148 þúsund manns. Rannsóknarhópurinn hefur nú þegar safnað 36 þúsund blóðsýnum, að sögn Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands, en hann leiðir hópinn. „Við þorðum ekki að vona að þessu yrði svona svakalega vel tekið,“ segir Sigurður Yngvi. „En Íslendingar eru mjög meðvitaðir um heilsu sína og eru viljugri til að taka þátt í vísindarannsóknum en gengur og gerist.“ Þjóðarátakinu lýkur 1. desember næstkomandi og hægt er að skrá sig til þátttöku fram að því á blodskimun.is. Það sem tekur við eru þrjú ár af söfnun blóðsýna. Á næstu tveimur árum verður sýnum safnað með passífum hætti, þar sem þátttakendur gefa sýni þegar farið er í hefðbundna blóðprufu eða þegar blóð er gefið í Blóðbankanum. Þriðja árið fer í að boða þá sem eiga eftir að gefa sýni í blóðprufu. Miðað við þessa tímaáætlun er sannarlega góður gangur í þessari sögulegu rannsókn. Þetta verður fyrsta framskyggna slembirannsóknin á forstigi mergæxlis hjá heilli þjóð. Aðalrannsóknarefni Sigurðar Yngva og rannsóknarhópsins er að kanna ávinning af skimunum, en svo stór rannsókn býður upp á önnur spennandi rannsóknarefni. „Þetta er einstakt tækifæri sem gefur mikla möguleika. Við getum í framhaldinu skoðað erfðir og áttað okkur betur á hvað veldur þróun úr forstigi yfir í mergæxli. Þá munum við vonandi skilja erfðir og umhverfi sem áhættuþætti eða orsakir sjúkdómsins, hvaða áhrif þetta hefur á framgang sjúkdómsins, hvaða áhrif skimun hefur á lífsgæði,“ segir Sigurður Yngvi og bætir við: „Það eru endalausir möguleikar.“ Nokkrir samverkandi þættir gera það að verkum að rannsókn sem þessi er möguleg hér á landi. Íslendingar eru erfðafræðilega einsleit þjóð, einangruð og með stuttar boðleiðir. Það er tiltölulega einfalt að skipuleggja risaverkefni sem þetta. Íslendingar eru jafnframt skýrsluglöð þjóð en hér er haldið ítarlegt bókhald af ýmsum toga um sjúkra- og lyfjasögu einstaklinga. Erfðaefni þúsunda Íslendinga hefur þegar verið raðgreint og krabbameinsskrá nær áratugi aftur í tímann. Þannig kristallar rannsóknin hjónaband vísinda og upplýsingatækni, þar sem nýjasta tækni er notuð til að vinna úr þessu ört stækkandi gagnasafni og um leið til að auðvelda fólki að gefa samþykki fyrir þátttöku með rafrænum skilríkjum. „Það eru fáar þjóðir sem státa af þessu. […] Þetta er glænýtt og hefur aldrei verið gert á þessum skala. Vísindamenn verða nú að fara að nota ímyndunaraflið og kanna hvað hægt er að gera með þetta rannsóknarmódel,“ segir Sigurður Yngvi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira