Er tollvernd á pari við mannréttindabrot? Elín M. Stefánsdóttir skrifar 13. október 2017 10:00 Hver er munurinn á vernd og réttindum? Spyr sá sem ekki veit. Ég hefði haldið að ef ég banna barninu mínu að fá nammi á laugardögum væri ég að vernda það fyrir þeirri óhollustu sem sykur er, en kannski er ég að brjóta á mannréttindum þess? Allir hinir fá nammi! Þessi samlíking kemur upp því fyrir nokkrum vikum heyrði ég viðtal á Rás 1 við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, þar sem hann sagði að „…ef tollar verða ekki felldir niður af matvælum á Íslandi erum við á sama stað og Norður-Kórea.“! Í alvöru? Ég er nokkuð viss um að Yeonmi Park sem kom til landsins á dögunum og íbúar Norður-Kóreu séu honum ekki sammála. Þeir myndu sjálfsagt fegnir vilja skipta fengju þeir val. Í Norður-Kóreu eru framin margvísleg mannréttindabrot. Mér finnst framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gera lítið úr þeim hörmungum sem íbúar Norður-Kóreu þurfa að þola með svona ummælum. Er það brot á mannréttindum að hafa tollvernd á matvælum sem við getum framleitt hér? Í alvöru? Árið 2015 gerðu íslensk stjórnvöld tollasamning við Evrópusambandið og Evrópusambandið staðfesti þennan samning nú á dögunum. Þar er samið um ákveðið magn af landbúnaðarvörum sem við megum flytja til Evrópusambandsins í skiptum fyrir vöru sem Evrópusambandslönd mega flytja hingað. Í Evrópusambandinu búa 511 milljónir manns, á Íslandi 334 þúsund. Magnið af tollkvótum er kg á móti kg. Í ostum t.d er þetta u.þ.b. 10% af íslenska markaðinum, en útflutningurinn sem fenginn er á móti ca. 0,01 % af Evrópumarkaði. Er þetta í lagi? Í alvöru? Það er verulegt umhugsunarefni hvernig stjórnvöld (hver sem þau nú verða) ætla að vernda innlenda framleiðslu á komandi árum. Það er talað um kolefnisjöfnun og kolefnisspor og sýklalyfjalaus matvæli og heilnæm matvæli og sjálfbærar byggðir o.s.frv o.s.frv. Hvernig á þetta að gerast þegar okkur er ekki gefinn kostur á að keppa á jafnréttisgrundvelli? Ætla stjórnvöld hér að fylgjast með því að matvælin sem eru flutt inn séu framleidd við sambærilegar aðstæður og hér? Að reglugerðum sé fylgt eftir varðandi sýklalyfjanotkun, aðbúnað, dýravernd, útivist kúa, laun verkamanna og svo má lengi telja. Í alvöru? Öll lönd í heiminum gera hvað þau geta til að vernda innlenda framleiðslu, m.a. með tollum. Eigum við á Íslandi að gefa eftir tollvernd fyrir samfélag sem er 1,5 milljón sinnum stærra en okkar? Eigum við að gera lakari kröfur til þeirra matvæla sem við flytjum inn en eigin framleiðslu. Í alvöru? Ísland og íslenskir neytendur eiga betra skilið en það. Þeir eiga rétt á matvælum sem framleiddar eru við góðar aðstæður. Við eigum bara eitt Ísland og við þurfum að varðveita búskaparhætti okkar og innlendu framleiðsluna. Þetta þurfum við að vernda áfram fyrir afkomendur okkar. Í alvöru. Höfundur er bóndi og stjórnarkona Auðhumlu svf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Í alvöru? Elín M. Stefánsdóttir, bóndi og stjórnarkona í Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, skrifar grein um tollvernd á búvörum á Vísi í dag og skammar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. 13. október 2017 13:30 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hver er munurinn á vernd og réttindum? Spyr sá sem ekki veit. Ég hefði haldið að ef ég banna barninu mínu að fá nammi á laugardögum væri ég að vernda það fyrir þeirri óhollustu sem sykur er, en kannski er ég að brjóta á mannréttindum þess? Allir hinir fá nammi! Þessi samlíking kemur upp því fyrir nokkrum vikum heyrði ég viðtal á Rás 1 við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, þar sem hann sagði að „…ef tollar verða ekki felldir niður af matvælum á Íslandi erum við á sama stað og Norður-Kórea.“! Í alvöru? Ég er nokkuð viss um að Yeonmi Park sem kom til landsins á dögunum og íbúar Norður-Kóreu séu honum ekki sammála. Þeir myndu sjálfsagt fegnir vilja skipta fengju þeir val. Í Norður-Kóreu eru framin margvísleg mannréttindabrot. Mér finnst framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gera lítið úr þeim hörmungum sem íbúar Norður-Kóreu þurfa að þola með svona ummælum. Er það brot á mannréttindum að hafa tollvernd á matvælum sem við getum framleitt hér? Í alvöru? Árið 2015 gerðu íslensk stjórnvöld tollasamning við Evrópusambandið og Evrópusambandið staðfesti þennan samning nú á dögunum. Þar er samið um ákveðið magn af landbúnaðarvörum sem við megum flytja til Evrópusambandsins í skiptum fyrir vöru sem Evrópusambandslönd mega flytja hingað. Í Evrópusambandinu búa 511 milljónir manns, á Íslandi 334 þúsund. Magnið af tollkvótum er kg á móti kg. Í ostum t.d er þetta u.þ.b. 10% af íslenska markaðinum, en útflutningurinn sem fenginn er á móti ca. 0,01 % af Evrópumarkaði. Er þetta í lagi? Í alvöru? Það er verulegt umhugsunarefni hvernig stjórnvöld (hver sem þau nú verða) ætla að vernda innlenda framleiðslu á komandi árum. Það er talað um kolefnisjöfnun og kolefnisspor og sýklalyfjalaus matvæli og heilnæm matvæli og sjálfbærar byggðir o.s.frv o.s.frv. Hvernig á þetta að gerast þegar okkur er ekki gefinn kostur á að keppa á jafnréttisgrundvelli? Ætla stjórnvöld hér að fylgjast með því að matvælin sem eru flutt inn séu framleidd við sambærilegar aðstæður og hér? Að reglugerðum sé fylgt eftir varðandi sýklalyfjanotkun, aðbúnað, dýravernd, útivist kúa, laun verkamanna og svo má lengi telja. Í alvöru? Öll lönd í heiminum gera hvað þau geta til að vernda innlenda framleiðslu, m.a. með tollum. Eigum við á Íslandi að gefa eftir tollvernd fyrir samfélag sem er 1,5 milljón sinnum stærra en okkar? Eigum við að gera lakari kröfur til þeirra matvæla sem við flytjum inn en eigin framleiðslu. Í alvöru? Ísland og íslenskir neytendur eiga betra skilið en það. Þeir eiga rétt á matvælum sem framleiddar eru við góðar aðstæður. Við eigum bara eitt Ísland og við þurfum að varðveita búskaparhætti okkar og innlendu framleiðsluna. Þetta þurfum við að vernda áfram fyrir afkomendur okkar. Í alvöru. Höfundur er bóndi og stjórnarkona Auðhumlu svf.
Í alvöru? Elín M. Stefánsdóttir, bóndi og stjórnarkona í Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, skrifar grein um tollvernd á búvörum á Vísi í dag og skammar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. 13. október 2017 13:30
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun