Samningum um lóð undir sólarkísilver á Grundartanga rift Haraldur Guðmundsson skrifar 19. september 2017 07:00 Silicor hóf viðræður við Faxaflóahafnir árið 2013. vísir/gva Silicor Materials hefur fallið frá samningum um lóð og hafnaraðstöðu á Grundartanga þar sem bandaríska fyrirtækið vildi byggja sólarkísilverksmiðju. Þetta staðfestir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, en málið var tekið fyrir á stjórnarfundi þeirra í gær.Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.„Niðurstaðan er sú að þau sendu okkur bréf þar sem þau segja sig frá samningunum. Við gáfum þeim kost á að ganga frá þeim ef ekki lægi fyrir fjármögnun og nú liggur fyrir afstaða þeirra um að þeir hafi ekki getað fjármagnað verkefnið,“ segir Gísli. Fréttablaðið greindi í febrúar 2014 frá áformum forsvarsmanna Silicor um verksmiðju á Grundartanga sem átti að skapa 450 störf. Heildarfjárfesting verkefnisins var síðar metin á 900 milljónir Bandaríkjadala eða 96 milljarða króna. Fyrirtækið samdi við Faxaflóahafnir í apríl 2015 og áttu samningarnir að taka gildi í apríl í fyrra. Silicor fékk lokafrest í janúar síðastliðnum á gildistöku samninganna sem rann út 15. september. „Þeir eru að vísu ekki búnir að gefa upp alla von um að verkefnið geti orðið að veruleika og vilja viðræður um það. Við teljum ekki ástæðu til að fjalla um það á þessu stigi því það er ekkert nýtt í málinu,“ segir Gísli, en bréf Silicor er dagsett 24. ágúst. Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilversins lauk í ágúst 2015 og var þar um að ræða fjórtán milljarða króna hlutafjársöfnun. Samkomulag við Orku náttúrunnar, sem átti að tryggja verksmiðjunni tæplega helming þeirrar raforku sem hún hefði þurft, rann út í lok mars síðastliðins. Í byrjun júní tilkynnti fyrirtækið að áformin stæðu óhögguð þrátt fyrir ákvörðun um að hægja á undirbúningnum. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat var felld úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur um tveimur vikum síðar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skortur á fjármögnun tefur byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga Silicor Materials hefur ákveðið að hægja á verkefnisþróunarvinnu vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Vinna við verksmiðjuna gæti hafist á síðari hluta næsta árs. 4. júní 2017 17:27 Þurfa að endurskoða hvort þörf sé á umhverfismati vegna framkvæmda Silicor Materials Starfsemi sólarkísilverksmiðju í Hvalfirði skal að bíða enn um sinn. 16. júní 2017 15:02 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Silicor Materials hefur fallið frá samningum um lóð og hafnaraðstöðu á Grundartanga þar sem bandaríska fyrirtækið vildi byggja sólarkísilverksmiðju. Þetta staðfestir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, en málið var tekið fyrir á stjórnarfundi þeirra í gær.Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.„Niðurstaðan er sú að þau sendu okkur bréf þar sem þau segja sig frá samningunum. Við gáfum þeim kost á að ganga frá þeim ef ekki lægi fyrir fjármögnun og nú liggur fyrir afstaða þeirra um að þeir hafi ekki getað fjármagnað verkefnið,“ segir Gísli. Fréttablaðið greindi í febrúar 2014 frá áformum forsvarsmanna Silicor um verksmiðju á Grundartanga sem átti að skapa 450 störf. Heildarfjárfesting verkefnisins var síðar metin á 900 milljónir Bandaríkjadala eða 96 milljarða króna. Fyrirtækið samdi við Faxaflóahafnir í apríl 2015 og áttu samningarnir að taka gildi í apríl í fyrra. Silicor fékk lokafrest í janúar síðastliðnum á gildistöku samninganna sem rann út 15. september. „Þeir eru að vísu ekki búnir að gefa upp alla von um að verkefnið geti orðið að veruleika og vilja viðræður um það. Við teljum ekki ástæðu til að fjalla um það á þessu stigi því það er ekkert nýtt í málinu,“ segir Gísli, en bréf Silicor er dagsett 24. ágúst. Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilversins lauk í ágúst 2015 og var þar um að ræða fjórtán milljarða króna hlutafjársöfnun. Samkomulag við Orku náttúrunnar, sem átti að tryggja verksmiðjunni tæplega helming þeirrar raforku sem hún hefði þurft, rann út í lok mars síðastliðins. Í byrjun júní tilkynnti fyrirtækið að áformin stæðu óhögguð þrátt fyrir ákvörðun um að hægja á undirbúningnum. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat var felld úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur um tveimur vikum síðar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skortur á fjármögnun tefur byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga Silicor Materials hefur ákveðið að hægja á verkefnisþróunarvinnu vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Vinna við verksmiðjuna gæti hafist á síðari hluta næsta árs. 4. júní 2017 17:27 Þurfa að endurskoða hvort þörf sé á umhverfismati vegna framkvæmda Silicor Materials Starfsemi sólarkísilverksmiðju í Hvalfirði skal að bíða enn um sinn. 16. júní 2017 15:02 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Skortur á fjármögnun tefur byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga Silicor Materials hefur ákveðið að hægja á verkefnisþróunarvinnu vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Vinna við verksmiðjuna gæti hafist á síðari hluta næsta árs. 4. júní 2017 17:27
Þurfa að endurskoða hvort þörf sé á umhverfismati vegna framkvæmda Silicor Materials Starfsemi sólarkísilverksmiðju í Hvalfirði skal að bíða enn um sinn. 16. júní 2017 15:02
Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30