Traust Henry Alexander Henrysson skrifar 19. september 2017 07:00 Enn og aftur horfum við fram á kreppu í íslenskum stjórnmálum. Hneykslismál og stjórnarkreppur hafa gengið yfir með reglulegu millibili á undanförnum árum með þeirri niðurstöðu að traust til kjörinna fulltrúa hefur líklega aldrei verið minna. Rannsakendur sem tengjast Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hafa verið spurðir í fjölmiðlum út í þessi mál og reynt að bregðast við eftir bestu getu. Tilefni þess að álits þeirra hefur verið leitað er að sífellt fleiri hafa gert sér grein fyrir að stjórnmálum fylgir vídd sem tengist hvorki lagastoðum né efnahagsárangri heldur siðferði þeirra sem í þeim starfa. Vissulega er það svo ágæt spurning hvort fólk sem fæst við siðfræði geti titlað sig sérfræðinga í öðru en eigin rannsóknum. Það hefur hins vegar verið metið svo að þessi mál hafi haft þráð sem tengist hefðbundinni siðfræði náið og því verið reynt að koma ákveðnum skilgreiningum á framfæri. Þegar kjörinn fulltrúi tekur sæti gengur hann inn í ákveðinn siðferðilegan veruleika sem fylgir hlutverkinu. Hvort sem fulltrúinn gerir sér grein fyrir því eða ekki fylgir hlutverkinu ákveðin ábyrgð og fjöldi skyldna sem eiga sér rætur í eðli hlutverksins. Ábendingar um að fulltrúar hafi ekki gætt að siðferðilegum skyldum sínum vísa því hvorki út í himingeiminn né í innra tilfinningalíf viðkomandi heldur mun jarðtengdara fyrirkomulag þar sem mál- og athafnafrelsi og margvíslegum réttindum fylgja ákveðnar kvaðir. Þetta er ástæða þess að lítið þýðir fyrir kjörna fulltrúa að stara undrandi í myndavélar og spyrja hvers vegna aðrar siðferðilegar kröfur séu gerðar til þeirra en almennings. Og hvers vegna lagabókstafur og efnahagstölur dugi ekki til að verjast gagnrýni. Traust er yfirleitt aðstæðubundið. Hvert og eitt okkar treystir varla nokkurri manneskju skilyrðislaust. Ég gæti treyst lækni fyrir lífi barna minni en ekki til að mála vegg heima hjá mér. Og ástæða þess að við treystum fagfólki er að það hefur sýnt okkur skilning á hlutverki sínu. Íslenskir stjórnmálamenn hafa nú tækifæri til að sýna í verki að þeir hafi skilning á siðferðilegu eðli starfs síns. Við sýnum öll dómgreindarleysi í störfum okkar og einkalífi. Skilningurinn kemur fram í hvernig við bregðumst við þegar á dómgreindarleysið er bent. Þar hefur mikið skort á undanfarin ár. Greinarhöfundur er sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur horfum við fram á kreppu í íslenskum stjórnmálum. Hneykslismál og stjórnarkreppur hafa gengið yfir með reglulegu millibili á undanförnum árum með þeirri niðurstöðu að traust til kjörinna fulltrúa hefur líklega aldrei verið minna. Rannsakendur sem tengjast Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hafa verið spurðir í fjölmiðlum út í þessi mál og reynt að bregðast við eftir bestu getu. Tilefni þess að álits þeirra hefur verið leitað er að sífellt fleiri hafa gert sér grein fyrir að stjórnmálum fylgir vídd sem tengist hvorki lagastoðum né efnahagsárangri heldur siðferði þeirra sem í þeim starfa. Vissulega er það svo ágæt spurning hvort fólk sem fæst við siðfræði geti titlað sig sérfræðinga í öðru en eigin rannsóknum. Það hefur hins vegar verið metið svo að þessi mál hafi haft þráð sem tengist hefðbundinni siðfræði náið og því verið reynt að koma ákveðnum skilgreiningum á framfæri. Þegar kjörinn fulltrúi tekur sæti gengur hann inn í ákveðinn siðferðilegan veruleika sem fylgir hlutverkinu. Hvort sem fulltrúinn gerir sér grein fyrir því eða ekki fylgir hlutverkinu ákveðin ábyrgð og fjöldi skyldna sem eiga sér rætur í eðli hlutverksins. Ábendingar um að fulltrúar hafi ekki gætt að siðferðilegum skyldum sínum vísa því hvorki út í himingeiminn né í innra tilfinningalíf viðkomandi heldur mun jarðtengdara fyrirkomulag þar sem mál- og athafnafrelsi og margvíslegum réttindum fylgja ákveðnar kvaðir. Þetta er ástæða þess að lítið þýðir fyrir kjörna fulltrúa að stara undrandi í myndavélar og spyrja hvers vegna aðrar siðferðilegar kröfur séu gerðar til þeirra en almennings. Og hvers vegna lagabókstafur og efnahagstölur dugi ekki til að verjast gagnrýni. Traust er yfirleitt aðstæðubundið. Hvert og eitt okkar treystir varla nokkurri manneskju skilyrðislaust. Ég gæti treyst lækni fyrir lífi barna minni en ekki til að mála vegg heima hjá mér. Og ástæða þess að við treystum fagfólki er að það hefur sýnt okkur skilning á hlutverki sínu. Íslenskir stjórnmálamenn hafa nú tækifæri til að sýna í verki að þeir hafi skilning á siðferðilegu eðli starfs síns. Við sýnum öll dómgreindarleysi í störfum okkar og einkalífi. Skilningurinn kemur fram í hvernig við bregðumst við þegar á dómgreindarleysið er bent. Þar hefur mikið skort á undanfarin ár. Greinarhöfundur er sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar