Traust Henry Alexander Henrysson skrifar 19. september 2017 07:00 Enn og aftur horfum við fram á kreppu í íslenskum stjórnmálum. Hneykslismál og stjórnarkreppur hafa gengið yfir með reglulegu millibili á undanförnum árum með þeirri niðurstöðu að traust til kjörinna fulltrúa hefur líklega aldrei verið minna. Rannsakendur sem tengjast Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hafa verið spurðir í fjölmiðlum út í þessi mál og reynt að bregðast við eftir bestu getu. Tilefni þess að álits þeirra hefur verið leitað er að sífellt fleiri hafa gert sér grein fyrir að stjórnmálum fylgir vídd sem tengist hvorki lagastoðum né efnahagsárangri heldur siðferði þeirra sem í þeim starfa. Vissulega er það svo ágæt spurning hvort fólk sem fæst við siðfræði geti titlað sig sérfræðinga í öðru en eigin rannsóknum. Það hefur hins vegar verið metið svo að þessi mál hafi haft þráð sem tengist hefðbundinni siðfræði náið og því verið reynt að koma ákveðnum skilgreiningum á framfæri. Þegar kjörinn fulltrúi tekur sæti gengur hann inn í ákveðinn siðferðilegan veruleika sem fylgir hlutverkinu. Hvort sem fulltrúinn gerir sér grein fyrir því eða ekki fylgir hlutverkinu ákveðin ábyrgð og fjöldi skyldna sem eiga sér rætur í eðli hlutverksins. Ábendingar um að fulltrúar hafi ekki gætt að siðferðilegum skyldum sínum vísa því hvorki út í himingeiminn né í innra tilfinningalíf viðkomandi heldur mun jarðtengdara fyrirkomulag þar sem mál- og athafnafrelsi og margvíslegum réttindum fylgja ákveðnar kvaðir. Þetta er ástæða þess að lítið þýðir fyrir kjörna fulltrúa að stara undrandi í myndavélar og spyrja hvers vegna aðrar siðferðilegar kröfur séu gerðar til þeirra en almennings. Og hvers vegna lagabókstafur og efnahagstölur dugi ekki til að verjast gagnrýni. Traust er yfirleitt aðstæðubundið. Hvert og eitt okkar treystir varla nokkurri manneskju skilyrðislaust. Ég gæti treyst lækni fyrir lífi barna minni en ekki til að mála vegg heima hjá mér. Og ástæða þess að við treystum fagfólki er að það hefur sýnt okkur skilning á hlutverki sínu. Íslenskir stjórnmálamenn hafa nú tækifæri til að sýna í verki að þeir hafi skilning á siðferðilegu eðli starfs síns. Við sýnum öll dómgreindarleysi í störfum okkar og einkalífi. Skilningurinn kemur fram í hvernig við bregðumst við þegar á dómgreindarleysið er bent. Þar hefur mikið skort á undanfarin ár. Greinarhöfundur er sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Enn og aftur horfum við fram á kreppu í íslenskum stjórnmálum. Hneykslismál og stjórnarkreppur hafa gengið yfir með reglulegu millibili á undanförnum árum með þeirri niðurstöðu að traust til kjörinna fulltrúa hefur líklega aldrei verið minna. Rannsakendur sem tengjast Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hafa verið spurðir í fjölmiðlum út í þessi mál og reynt að bregðast við eftir bestu getu. Tilefni þess að álits þeirra hefur verið leitað er að sífellt fleiri hafa gert sér grein fyrir að stjórnmálum fylgir vídd sem tengist hvorki lagastoðum né efnahagsárangri heldur siðferði þeirra sem í þeim starfa. Vissulega er það svo ágæt spurning hvort fólk sem fæst við siðfræði geti titlað sig sérfræðinga í öðru en eigin rannsóknum. Það hefur hins vegar verið metið svo að þessi mál hafi haft þráð sem tengist hefðbundinni siðfræði náið og því verið reynt að koma ákveðnum skilgreiningum á framfæri. Þegar kjörinn fulltrúi tekur sæti gengur hann inn í ákveðinn siðferðilegan veruleika sem fylgir hlutverkinu. Hvort sem fulltrúinn gerir sér grein fyrir því eða ekki fylgir hlutverkinu ákveðin ábyrgð og fjöldi skyldna sem eiga sér rætur í eðli hlutverksins. Ábendingar um að fulltrúar hafi ekki gætt að siðferðilegum skyldum sínum vísa því hvorki út í himingeiminn né í innra tilfinningalíf viðkomandi heldur mun jarðtengdara fyrirkomulag þar sem mál- og athafnafrelsi og margvíslegum réttindum fylgja ákveðnar kvaðir. Þetta er ástæða þess að lítið þýðir fyrir kjörna fulltrúa að stara undrandi í myndavélar og spyrja hvers vegna aðrar siðferðilegar kröfur séu gerðar til þeirra en almennings. Og hvers vegna lagabókstafur og efnahagstölur dugi ekki til að verjast gagnrýni. Traust er yfirleitt aðstæðubundið. Hvert og eitt okkar treystir varla nokkurri manneskju skilyrðislaust. Ég gæti treyst lækni fyrir lífi barna minni en ekki til að mála vegg heima hjá mér. Og ástæða þess að við treystum fagfólki er að það hefur sýnt okkur skilning á hlutverki sínu. Íslenskir stjórnmálamenn hafa nú tækifæri til að sýna í verki að þeir hafi skilning á siðferðilegu eðli starfs síns. Við sýnum öll dómgreindarleysi í störfum okkar og einkalífi. Skilningurinn kemur fram í hvernig við bregðumst við þegar á dómgreindarleysið er bent. Þar hefur mikið skort á undanfarin ár. Greinarhöfundur er sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun