Innlent

John Snorri kominn á toppinn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn á topp Lhotse-fjalls í Nepal, fyrstur Íslendinga.
Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn á topp Lhotse-fjalls í Nepal, fyrstur Íslendinga. Mynd/Lífsspor
Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn á topp Lhotse-fjalls í Nepal, fyrstur Íslendinga.

Um er að ræða undirbúningsferð því John Snorri ætlar sömuleiðis að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að klífa K2. Hann hefur verið í grunnbúðum Everest í tæpan mánuð.

John Snorri er ekki eini frumkvöðullinn í hópnum, heldur er með í för Cian O Brolchain frá Írlandi sem er einnig fyrsti Írinn til að komast á topp Lhotse.

Á vef Lífsspora segir að hópurinn hafi komist á topinn klukkan 10:20 að íslenskum tíma

Lhotse er fjórða hæsta fjall heims og gert er ráð fyrir að leiðangur Johns Snorra taki 55 daga. Hann mun í framhaldinu fara til Pakistan að K2 og hefst þá tveggja mánaða leiðangur upp fjallið. K2 er annað hæsta fjall heims eða 8611 metrar.

Rætt var við John Snorra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse

Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×