Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2017 10:26 Robert Spencer á fyrirlestri sínum á Grand Hotel. Vísir/Eyþór Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér síðastliðinn fimmtudag. Það hafi gerst skömmu eftir fyrirlestur hans á Grand Hotel þegar hann fór út að borða með aðstandendum fyrirlestursins og öðrum fyrirlesara. Spencer segir ungan mann hafa gengið að sér, heilsað sér og líst yfir aðdáun sinni á Spencer. Skömmu seinna hafi annar maður gengið að honum, tekið í höndina á honum og sagt: „Hoppaðu upp í rassgatið á þér.“ Skömmu seinna hafi hendur hans byrjað að skjálfa, hann hafi orðið dofinn í andlitinu, byrjað að kasta upp og að hjartsláttur hans hafi orðið „hættulega“ hraður. „Ég varði nóttinni á sjúkrahúsi í Reykjavík,“ skrifar Spencer í grein á Frontpagemag.com. Þar segir Spencer að sjúkrahúsið hafi staðfest að lyfi hafi verið komið fyrir í drykk hans. Enn fremur segir Spencer að hann farið til lögreglunnar og tilkynnt atvikið. Guðmundur Pétur Guðmundsson, hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir Spencer hafa kært hina meintu eitrun og að málið sé í forskoðun. „Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma,“ skrifar Spencer. Hann telur ljóst að „aðdáandi“ hans hafi eitrað fyrir sér þar sem hann hafi verið nær honum en dónalegi maðurinn sem gekk upp að honum. Þá hafi Spencer verið fljótur að finna nafn mannsins og jafnvel símanúmer. Því hafi hann skoðað Facebook síðu mannsins og þar segist Spencer engar vísbendingar hafa séð um að ungi maðurinn hefði í raun verið aðdáandi hans.Skotmark vegna fjölmiðlaRobert Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Spencer hefur víða verið gagnrýndur fyrir skrif sín um Íslam og var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“Sjá einnig: Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í ReykjavíkSpencer segir líklegast að ungi maðurinn, eða einhver annar, hafi heyrt af því að því að hann væri að koma til Reykjavíkur, kannast við sig og ákveðið að kenna sér lexíu. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í umfjöllun um hann og að þeir og hin ýmsu samtök hafi í raun gert hann að skotmarki. Þá líkir hann meintum aðferðum þeirra við aðferðir Nasista. „Auðvitað telja þeir sig vera að gera eitthvað göfugt. Vinstrið fyllir þá sem það heilaþvær með hatri og á sama tíma gera þeir andstæðingum sínum að ala á hatri, svo að ofbeldisfullir vinstrimenn eins og ungi maðurinn sem eitraði fyrir mér, geti fundist aðgerðir þeirra réttmætar þegar þeir níðast á íhaldsmönnum.“ Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Fleiri fréttir Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér síðastliðinn fimmtudag. Það hafi gerst skömmu eftir fyrirlestur hans á Grand Hotel þegar hann fór út að borða með aðstandendum fyrirlestursins og öðrum fyrirlesara. Spencer segir ungan mann hafa gengið að sér, heilsað sér og líst yfir aðdáun sinni á Spencer. Skömmu seinna hafi annar maður gengið að honum, tekið í höndina á honum og sagt: „Hoppaðu upp í rassgatið á þér.“ Skömmu seinna hafi hendur hans byrjað að skjálfa, hann hafi orðið dofinn í andlitinu, byrjað að kasta upp og að hjartsláttur hans hafi orðið „hættulega“ hraður. „Ég varði nóttinni á sjúkrahúsi í Reykjavík,“ skrifar Spencer í grein á Frontpagemag.com. Þar segir Spencer að sjúkrahúsið hafi staðfest að lyfi hafi verið komið fyrir í drykk hans. Enn fremur segir Spencer að hann farið til lögreglunnar og tilkynnt atvikið. Guðmundur Pétur Guðmundsson, hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir Spencer hafa kært hina meintu eitrun og að málið sé í forskoðun. „Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma,“ skrifar Spencer. Hann telur ljóst að „aðdáandi“ hans hafi eitrað fyrir sér þar sem hann hafi verið nær honum en dónalegi maðurinn sem gekk upp að honum. Þá hafi Spencer verið fljótur að finna nafn mannsins og jafnvel símanúmer. Því hafi hann skoðað Facebook síðu mannsins og þar segist Spencer engar vísbendingar hafa séð um að ungi maðurinn hefði í raun verið aðdáandi hans.Skotmark vegna fjölmiðlaRobert Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Spencer hefur víða verið gagnrýndur fyrir skrif sín um Íslam og var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“Sjá einnig: Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í ReykjavíkSpencer segir líklegast að ungi maðurinn, eða einhver annar, hafi heyrt af því að því að hann væri að koma til Reykjavíkur, kannast við sig og ákveðið að kenna sér lexíu. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í umfjöllun um hann og að þeir og hin ýmsu samtök hafi í raun gert hann að skotmarki. Þá líkir hann meintum aðferðum þeirra við aðferðir Nasista. „Auðvitað telja þeir sig vera að gera eitthvað göfugt. Vinstrið fyllir þá sem það heilaþvær með hatri og á sama tíma gera þeir andstæðingum sínum að ala á hatri, svo að ofbeldisfullir vinstrimenn eins og ungi maðurinn sem eitraði fyrir mér, geti fundist aðgerðir þeirra réttmætar þegar þeir níðast á íhaldsmönnum.“
Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Fleiri fréttir Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Sjá meira