Hörður Axel: Hentum þessum leik frá okkur með að tapa boltanum of auðveldlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 16:31 Hörður Axel Vilhjálmsson. Vísir/Ernir Hörður Axel Vilhjálmsson veit að hann og félagar hans í íslenska landsliðinu þurfa að passa betur upp á boltann í næstu leikjum á EM í Helsinski en þeir gerðu í dag. Grikkir nýttu sér mjög vel mistök íslensku strákanna í 90-61 sigri á Íslandi í dag. „Það sem fer aðallega með þennan leik er að við töpum boltanum of oft og þetta voru óþarfa tapaðir boltar bæði hjá mér og öðrum,“ sagði Hörður Axel eftir leik. Íslenska liðið minnkaði 19 stiga forskot Grikkja niður í tvö stig rétt fyrir hálfleik en slæm byrjun í seinni hálfleik var of erfið til að yfirstíga. „Þeir komu rosalega sterkt inn í þriðja leikhluta sem var eitthvað sem við bjuggumst við. Við náðum ekki að klára okkar sóknir nógu sterkt strax í byrjun sem skiptir rosalega miklu máli á móti svona liði,“ sagði Hörður Axel sem var með sjö stig í leiknum. „Við þurfum að halda dampi og koma út sterkir bæði í fyrsta leikhluta og þriðja. Það skiptir okkur miklu máli,“ sagði Hörður Axel. Varnarleikurinn gekk lengstum vel. „Fimm á móti fimm þá leið mér bara þægilega varnarlega. Þegar þeir náðu upp hraðaupphlaupunum sínum þá vorum við að ströggla. Það var það sem fór með leikinn en við vorum ekki búnir að búast við því að þeir myndu keyra svona á okkur,“ sagði Hörður. „Þetta var mjög góður leikur hjá þeim og þá í seinni hálfleik sérstaklega. Við getum samt labbað í burtu frá þessum leik með fullt af jákvæðum hlutum,“ sagði Hörður Axel. „Við hentum þessum leik frá okkur með að tapa boltanum of auðveldlega,“ sagði Hörður og bætti við: „Ég held að ég hafi verið með fjóra tapaða bolta og þrír þeirra eru óþarfa tapaðir boltar sem ég á ekki að tapa. Það eru bara sex stig í grillið á þér á móti svona liðum. Við þurfum að ná upp skotum í sókn og megum ekki hika ef við fáum opið skot. Við verðum bara að láta vaða og sjá hvað það gefur okkur,“ sagði Hörður Axel að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Logi: Megum ekki taka svona miklar dýfur Logi Gunnarsson segir að það séu forréttindi að fá að spila fyrir framan stuðningsfólk íslenska liðsins í Helsinki. 31. ágúst 2017 16:00 Umfjöllun og myndir: Ísland - Grikkland 61-90 | Erfitt tap í fyrsta leik Frábær annar leikhluti var ekki nóg gegn sterku liði Grikklands í fyrsta leik Íslands á EM í körfubolta. 31. ágúst 2017 15:30 Hlynur: Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld Baráttujaxlinn Hlynur Elías Bæringsson var að vonum ekki nógu ánægður með leik íslenska liðsins gegn Grikkjum í dag en vildi þó einblína á það jákvæða eftir leik. 31. ágúst 2017 16:13 Haukur Helgi: Ætlum að vinna Pólland Haukur Helgi Pálsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Grikklandi, 61-90, í A-riðli Evrópumótsins í körfubolta í dag. Haukur skoraði 21 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar. 31. ágúst 2017 16:17 Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14 Pavel: Þurfum að vera ákveðnir og skora meira Pavel Ermolinskij segir að íslenska liðið þurfi að gera meira af því að láta andstæðingnum líða illa inni á vellinum. 31. ágúst 2017 15:58 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson veit að hann og félagar hans í íslenska landsliðinu þurfa að passa betur upp á boltann í næstu leikjum á EM í Helsinski en þeir gerðu í dag. Grikkir nýttu sér mjög vel mistök íslensku strákanna í 90-61 sigri á Íslandi í dag. „Það sem fer aðallega með þennan leik er að við töpum boltanum of oft og þetta voru óþarfa tapaðir boltar bæði hjá mér og öðrum,“ sagði Hörður Axel eftir leik. Íslenska liðið minnkaði 19 stiga forskot Grikkja niður í tvö stig rétt fyrir hálfleik en slæm byrjun í seinni hálfleik var of erfið til að yfirstíga. „Þeir komu rosalega sterkt inn í þriðja leikhluta sem var eitthvað sem við bjuggumst við. Við náðum ekki að klára okkar sóknir nógu sterkt strax í byrjun sem skiptir rosalega miklu máli á móti svona liði,“ sagði Hörður Axel sem var með sjö stig í leiknum. „Við þurfum að halda dampi og koma út sterkir bæði í fyrsta leikhluta og þriðja. Það skiptir okkur miklu máli,“ sagði Hörður Axel. Varnarleikurinn gekk lengstum vel. „Fimm á móti fimm þá leið mér bara þægilega varnarlega. Þegar þeir náðu upp hraðaupphlaupunum sínum þá vorum við að ströggla. Það var það sem fór með leikinn en við vorum ekki búnir að búast við því að þeir myndu keyra svona á okkur,“ sagði Hörður. „Þetta var mjög góður leikur hjá þeim og þá í seinni hálfleik sérstaklega. Við getum samt labbað í burtu frá þessum leik með fullt af jákvæðum hlutum,“ sagði Hörður Axel. „Við hentum þessum leik frá okkur með að tapa boltanum of auðveldlega,“ sagði Hörður og bætti við: „Ég held að ég hafi verið með fjóra tapaða bolta og þrír þeirra eru óþarfa tapaðir boltar sem ég á ekki að tapa. Það eru bara sex stig í grillið á þér á móti svona liðum. Við þurfum að ná upp skotum í sókn og megum ekki hika ef við fáum opið skot. Við verðum bara að láta vaða og sjá hvað það gefur okkur,“ sagði Hörður Axel að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Logi: Megum ekki taka svona miklar dýfur Logi Gunnarsson segir að það séu forréttindi að fá að spila fyrir framan stuðningsfólk íslenska liðsins í Helsinki. 31. ágúst 2017 16:00 Umfjöllun og myndir: Ísland - Grikkland 61-90 | Erfitt tap í fyrsta leik Frábær annar leikhluti var ekki nóg gegn sterku liði Grikklands í fyrsta leik Íslands á EM í körfubolta. 31. ágúst 2017 15:30 Hlynur: Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld Baráttujaxlinn Hlynur Elías Bæringsson var að vonum ekki nógu ánægður með leik íslenska liðsins gegn Grikkjum í dag en vildi þó einblína á það jákvæða eftir leik. 31. ágúst 2017 16:13 Haukur Helgi: Ætlum að vinna Pólland Haukur Helgi Pálsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Grikklandi, 61-90, í A-riðli Evrópumótsins í körfubolta í dag. Haukur skoraði 21 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar. 31. ágúst 2017 16:17 Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14 Pavel: Þurfum að vera ákveðnir og skora meira Pavel Ermolinskij segir að íslenska liðið þurfi að gera meira af því að láta andstæðingnum líða illa inni á vellinum. 31. ágúst 2017 15:58 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Logi: Megum ekki taka svona miklar dýfur Logi Gunnarsson segir að það séu forréttindi að fá að spila fyrir framan stuðningsfólk íslenska liðsins í Helsinki. 31. ágúst 2017 16:00
Umfjöllun og myndir: Ísland - Grikkland 61-90 | Erfitt tap í fyrsta leik Frábær annar leikhluti var ekki nóg gegn sterku liði Grikklands í fyrsta leik Íslands á EM í körfubolta. 31. ágúst 2017 15:30
Hlynur: Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld Baráttujaxlinn Hlynur Elías Bæringsson var að vonum ekki nógu ánægður með leik íslenska liðsins gegn Grikkjum í dag en vildi þó einblína á það jákvæða eftir leik. 31. ágúst 2017 16:13
Haukur Helgi: Ætlum að vinna Pólland Haukur Helgi Pálsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Grikklandi, 61-90, í A-riðli Evrópumótsins í körfubolta í dag. Haukur skoraði 21 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar. 31. ágúst 2017 16:17
Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14
Pavel: Þurfum að vera ákveðnir og skora meira Pavel Ermolinskij segir að íslenska liðið þurfi að gera meira af því að láta andstæðingnum líða illa inni á vellinum. 31. ágúst 2017 15:58