Marvel-stjarna hraunar yfir Hollywood: Fékk ekki hlutverk fyrr en hún breytti nafninu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2017 13:33 Chloe Bennet hefur slegið í gegn í sjónvarpsþáttum Marvel, Agents of Shield. Vísir/Getty Marvel-stjarnan Chloe Bennet, sem leikur í sjónvarpsþáttunum Agents of SHIELD, segir að hún hafi þurft að breyta nafni sínu úr Chloe Wang til þess að fá hlutverk sem leikkona. Hún gagnrýnir Hollywood-harðlega. BBC greinir frá.Bennet svaraði spurningu fylgjenda hennar á Instagram. Var hún spurð af hverju hún hafi skipt um eftirnafn. „Í Hollywood er kynþáttahatur landlægt. Þeir vildu ekki ráða mig í nein hlutverk með eftirnafn sem þeim fannst óþægilegt,“ skrifaði Bennet. Faðir Bennet er frá Kína og bjó hún þar um tíma. Segir hún að með því að skipta um eftirnafn hafi hún ekki verið að fela bakgrunn sinn, hún hafi einfaldlega þurft að fá vinnu. Bennet hefur einbeitt sér að því að vekja athygli á þessari staðreynd en markmið hennar er að enginn þurfi að fela bakgrunn sinn til þess að fá vinnu í Hollywood. Hefur hún stofnað samtök sem vinna að þessu markmiði. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Marvel-stjarnan Chloe Bennet, sem leikur í sjónvarpsþáttunum Agents of SHIELD, segir að hún hafi þurft að breyta nafni sínu úr Chloe Wang til þess að fá hlutverk sem leikkona. Hún gagnrýnir Hollywood-harðlega. BBC greinir frá.Bennet svaraði spurningu fylgjenda hennar á Instagram. Var hún spurð af hverju hún hafi skipt um eftirnafn. „Í Hollywood er kynþáttahatur landlægt. Þeir vildu ekki ráða mig í nein hlutverk með eftirnafn sem þeim fannst óþægilegt,“ skrifaði Bennet. Faðir Bennet er frá Kína og bjó hún þar um tíma. Segir hún að með því að skipta um eftirnafn hafi hún ekki verið að fela bakgrunn sinn, hún hafi einfaldlega þurft að fá vinnu. Bennet hefur einbeitt sér að því að vekja athygli á þessari staðreynd en markmið hennar er að enginn þurfi að fela bakgrunn sinn til þess að fá vinnu í Hollywood. Hefur hún stofnað samtök sem vinna að þessu markmiði.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein