Bæjarstjórinn lógar ketti sem klikkaðist Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og vandræðakötturinn Gosi. Mynd/Aldís Hafsteinsdóttir „Þetta er svo sorglegt, eins og ég er búin að hafa fyrir þessum snarbilaða ketti,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði sem fyrir nokkrum dögum neyddist til að láta lóga heimiliskettinum Gosa. Aldís segir að svo virðist sem Gosi hafi sturlast eftir flugeldasýninguna á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum um þar síðustu helgi. „Ég vil frekar trúa því heldur en að einhver hafi verið svona vondur við hann. Hann var eins og umskiptingur,“ lýsir bæjarstjórinn breytingunni sem orðin var á Gosa er hann sneri heim eftir flugeldasýninguna. „Hann hvarf inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og lá þar og við urðum að skrúfa uppþvottavélina frá með meiriháttar tilfæringum til að ná honum. Þegar það tókst varð hann alveg kolvitlaus, beit og klóraði þannig að við misstum hann úr fanginu og út í garð og þá lét hann sig bara hverfa,“ rekur Aldís atburðarásina á bæjarstjóraheimilinu. Brugðið var á það ráð að lýsa eftir Gosa á Facebook-síðu Hvergerðinga. Það var reyndar alls ekki í fyrsta skipti því kötturinn var að sögn Aldísar erfiður unglingur. „Hann var orðinn býsna frægur, sérstaklega í upphafi þegar fólki fannst fyndið hvað ég var í miklu basli með hann. Um leið og við hleyptum honum fyrst út þá stakk hann af og lét ekki sjá sig. Við vorum endalaust að lýsa eftir honum á Facebook-síðu bæjarbúa,“ segir Aldís. „Svo eyðilagði hann allar gardínur hjá okkur og braut borðstofuljósið og ýmislegt fleira, þetta var mjög erfiður unglingur. En það tókst að temja Gosa þokkalega þannig að hann varð fínasti heimilisköttur nema hann var alltaf svona hvekktur.“ Gosi var þannig dálítið veiklaður fyrir. „Það mátti ekki hnerra nálægt honum þá fékk hann áfall og hljóp allur í hnút,“ segir Aldís sem kveðst fúslega viðurkenna að gleymst hafi að loka Gosa inni fyrir flugeldasýninguna sem reynst hafi fullmikið af því góða fyrir köttinn. „Hann hafði slæmt upplag en þetta gerði útslagið. Þetta er kannski ágætis áminning til kattaeigenda að passa upp á dýrin þegar svona er.“ Í byrjun þessarar viku kom Gosi svo aftur í leitirnar og var færður á bæjarstjóraheimilið. „Þá var hann alveg ótrúlega kolvitlaus, við réðum ekkert við hann. Ég hef aldrei séð að gæludýr gæti orðið svona. Við misstum hann aftur inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og það var ekki séns að ná honum,“ segir Aldís sem kveður son sinn þó hafa náð að lokka Gosa fram eina nóttina. Hvergerðingar fengu að frétta af ævintýrum og örlögum Gosa á bloggsíðu bæjarstjórans sem sagði köttinn orðinn klikkaðan, heimilið eins og í herkví og alla orðna loghrædda áður en yfir lauk og dýrið var svæft svefninum langa eftir rúmlega tveggja ára ævi. „Núna dansar hann glaður í sumarlandinu vona ég,“ segir bæjarstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
„Þetta er svo sorglegt, eins og ég er búin að hafa fyrir þessum snarbilaða ketti,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði sem fyrir nokkrum dögum neyddist til að láta lóga heimiliskettinum Gosa. Aldís segir að svo virðist sem Gosi hafi sturlast eftir flugeldasýninguna á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum um þar síðustu helgi. „Ég vil frekar trúa því heldur en að einhver hafi verið svona vondur við hann. Hann var eins og umskiptingur,“ lýsir bæjarstjórinn breytingunni sem orðin var á Gosa er hann sneri heim eftir flugeldasýninguna. „Hann hvarf inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og lá þar og við urðum að skrúfa uppþvottavélina frá með meiriháttar tilfæringum til að ná honum. Þegar það tókst varð hann alveg kolvitlaus, beit og klóraði þannig að við misstum hann úr fanginu og út í garð og þá lét hann sig bara hverfa,“ rekur Aldís atburðarásina á bæjarstjóraheimilinu. Brugðið var á það ráð að lýsa eftir Gosa á Facebook-síðu Hvergerðinga. Það var reyndar alls ekki í fyrsta skipti því kötturinn var að sögn Aldísar erfiður unglingur. „Hann var orðinn býsna frægur, sérstaklega í upphafi þegar fólki fannst fyndið hvað ég var í miklu basli með hann. Um leið og við hleyptum honum fyrst út þá stakk hann af og lét ekki sjá sig. Við vorum endalaust að lýsa eftir honum á Facebook-síðu bæjarbúa,“ segir Aldís. „Svo eyðilagði hann allar gardínur hjá okkur og braut borðstofuljósið og ýmislegt fleira, þetta var mjög erfiður unglingur. En það tókst að temja Gosa þokkalega þannig að hann varð fínasti heimilisköttur nema hann var alltaf svona hvekktur.“ Gosi var þannig dálítið veiklaður fyrir. „Það mátti ekki hnerra nálægt honum þá fékk hann áfall og hljóp allur í hnút,“ segir Aldís sem kveðst fúslega viðurkenna að gleymst hafi að loka Gosa inni fyrir flugeldasýninguna sem reynst hafi fullmikið af því góða fyrir köttinn. „Hann hafði slæmt upplag en þetta gerði útslagið. Þetta er kannski ágætis áminning til kattaeigenda að passa upp á dýrin þegar svona er.“ Í byrjun þessarar viku kom Gosi svo aftur í leitirnar og var færður á bæjarstjóraheimilið. „Þá var hann alveg ótrúlega kolvitlaus, við réðum ekkert við hann. Ég hef aldrei séð að gæludýr gæti orðið svona. Við misstum hann aftur inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og það var ekki séns að ná honum,“ segir Aldís sem kveður son sinn þó hafa náð að lokka Gosa fram eina nóttina. Hvergerðingar fengu að frétta af ævintýrum og örlögum Gosa á bloggsíðu bæjarstjórans sem sagði köttinn orðinn klikkaðan, heimilið eins og í herkví og alla orðna loghrædda áður en yfir lauk og dýrið var svæft svefninum langa eftir rúmlega tveggja ára ævi. „Núna dansar hann glaður í sumarlandinu vona ég,“ segir bæjarstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira