Patreksfjörður fengið mestan afla á land úr strandveiðunum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2017 20:45 Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. Farið var yfir nýjustu aflatölur í fréttum Stöðvar 2. Þótt bræla hafi truflað strandveiðarnar framan hefur afli á bát aldrei verið jafn mikill og nú, eða 601 kíló að meðaltali á bát eftir hvern veiðidag, samkvæmt tölum frá Landssambandi smábátaeigenda. 438 bátar eru nú byrjaðir á strandveiðum og er flotinn þegar búinn að veiða um 1.400 tonn eða 56 prósent af kvóta maímánaðar. Aflanum þessar þrjár vikur hefur verið landað á 45 stöðum hringinn í kringum landið og það er athyglisvert að stærstu byggðirnar, Reykjavík, Hafnarfjörður og Akureyri, eru allar neðarlega á listanum. Það eru smærri byggðir sem eru að fá mest af strandveiðiaflanum, samkvæmt tölum Fiskistofu. Afla landað á Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Norðvestursvæðið, frá Snæfellsnesi og norður í Djúp, er búið með hlutfallslega mest af heildarpotti sínum, eða 78 prósent, og hefur Fiskistofa nú auglýst stöðvun strandveiða á svæði A frá og með 24. maí til og með 31. maí. Samkvæmt þessu er síðasti dagur strandveiða í mánuðinum á svæði A þriðjudagurinn 23. maí. Mestum afla til þessa hefur verið landað á Patreksfirði, eða hundrað tonnum. Bolungarvík er í öðru sæti með 71 tonn en síðan koma Ólafsvík, Skagaströnd, Rif, Grundarfjörður, Hornafjörður, Siglufjörður, Arnarstapi og Djúpivogur. Tíu hæstu löndunarhafnir strandveiðiafla eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt samantekt Fiskistofu.Strandveiðarnar eru hins vegar fremur kappveiðar milli báta og hér fyrir neðan er listinn yfir tíu efstu. Einn bátur, Sóla GK úr Grindavík, er kominn í átta tonn, í öðru sæti er Natalia NS frá Bakkafirði og Birta SU frá Djúpavogi er í þriðja sæti. Hverjum báti er hins vegar að hámarki heimilt að veiða á hverjum degi jafngildi 650 þorskígilda eða 774 kíló af þorski upp úr sjó. Umframafli verður eign ríkissjóðs, auk þess sem hann dregst frá þeim afla sem var til skiptanna.Tíu aflahæstu strandveiðibátarnir, eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt tölum Fiskistofu.Hætt er við að einhverjir þessara báta lendi á einskonar svörtum lista Fiskistofu því hún hyggst birta mánaðarlega lista yfir þá báta sem veiða mest umfram. Landssamband smábátaeigenda telur að þessi ákvörðun hafi fælingarmátt og verði til þess að menn passi betur upp á að fara ekki umfram leyfilegan afla. Tengdar fréttir Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Bolungarvík efst í strandveiðinni Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, Patreksfjörður er í öðru sæti og Skagaströnd í því þriðja. 5. maí 2017 14:45 Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. Farið var yfir nýjustu aflatölur í fréttum Stöðvar 2. Þótt bræla hafi truflað strandveiðarnar framan hefur afli á bát aldrei verið jafn mikill og nú, eða 601 kíló að meðaltali á bát eftir hvern veiðidag, samkvæmt tölum frá Landssambandi smábátaeigenda. 438 bátar eru nú byrjaðir á strandveiðum og er flotinn þegar búinn að veiða um 1.400 tonn eða 56 prósent af kvóta maímánaðar. Aflanum þessar þrjár vikur hefur verið landað á 45 stöðum hringinn í kringum landið og það er athyglisvert að stærstu byggðirnar, Reykjavík, Hafnarfjörður og Akureyri, eru allar neðarlega á listanum. Það eru smærri byggðir sem eru að fá mest af strandveiðiaflanum, samkvæmt tölum Fiskistofu. Afla landað á Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Norðvestursvæðið, frá Snæfellsnesi og norður í Djúp, er búið með hlutfallslega mest af heildarpotti sínum, eða 78 prósent, og hefur Fiskistofa nú auglýst stöðvun strandveiða á svæði A frá og með 24. maí til og með 31. maí. Samkvæmt þessu er síðasti dagur strandveiða í mánuðinum á svæði A þriðjudagurinn 23. maí. Mestum afla til þessa hefur verið landað á Patreksfirði, eða hundrað tonnum. Bolungarvík er í öðru sæti með 71 tonn en síðan koma Ólafsvík, Skagaströnd, Rif, Grundarfjörður, Hornafjörður, Siglufjörður, Arnarstapi og Djúpivogur. Tíu hæstu löndunarhafnir strandveiðiafla eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt samantekt Fiskistofu.Strandveiðarnar eru hins vegar fremur kappveiðar milli báta og hér fyrir neðan er listinn yfir tíu efstu. Einn bátur, Sóla GK úr Grindavík, er kominn í átta tonn, í öðru sæti er Natalia NS frá Bakkafirði og Birta SU frá Djúpavogi er í þriðja sæti. Hverjum báti er hins vegar að hámarki heimilt að veiða á hverjum degi jafngildi 650 þorskígilda eða 774 kíló af þorski upp úr sjó. Umframafli verður eign ríkissjóðs, auk þess sem hann dregst frá þeim afla sem var til skiptanna.Tíu aflahæstu strandveiðibátarnir, eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt tölum Fiskistofu.Hætt er við að einhverjir þessara báta lendi á einskonar svörtum lista Fiskistofu því hún hyggst birta mánaðarlega lista yfir þá báta sem veiða mest umfram. Landssamband smábátaeigenda telur að þessi ákvörðun hafi fælingarmátt og verði til þess að menn passi betur upp á að fara ekki umfram leyfilegan afla.
Tengdar fréttir Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Bolungarvík efst í strandveiðinni Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, Patreksfjörður er í öðru sæti og Skagaströnd í því þriðja. 5. maí 2017 14:45 Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51
Bolungarvík efst í strandveiðinni Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, Patreksfjörður er í öðru sæti og Skagaströnd í því þriðja. 5. maí 2017 14:45
Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00