Patreksfjörður fengið mestan afla á land úr strandveiðunum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2017 20:45 Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. Farið var yfir nýjustu aflatölur í fréttum Stöðvar 2. Þótt bræla hafi truflað strandveiðarnar framan hefur afli á bát aldrei verið jafn mikill og nú, eða 601 kíló að meðaltali á bát eftir hvern veiðidag, samkvæmt tölum frá Landssambandi smábátaeigenda. 438 bátar eru nú byrjaðir á strandveiðum og er flotinn þegar búinn að veiða um 1.400 tonn eða 56 prósent af kvóta maímánaðar. Aflanum þessar þrjár vikur hefur verið landað á 45 stöðum hringinn í kringum landið og það er athyglisvert að stærstu byggðirnar, Reykjavík, Hafnarfjörður og Akureyri, eru allar neðarlega á listanum. Það eru smærri byggðir sem eru að fá mest af strandveiðiaflanum, samkvæmt tölum Fiskistofu. Afla landað á Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Norðvestursvæðið, frá Snæfellsnesi og norður í Djúp, er búið með hlutfallslega mest af heildarpotti sínum, eða 78 prósent, og hefur Fiskistofa nú auglýst stöðvun strandveiða á svæði A frá og með 24. maí til og með 31. maí. Samkvæmt þessu er síðasti dagur strandveiða í mánuðinum á svæði A þriðjudagurinn 23. maí. Mestum afla til þessa hefur verið landað á Patreksfirði, eða hundrað tonnum. Bolungarvík er í öðru sæti með 71 tonn en síðan koma Ólafsvík, Skagaströnd, Rif, Grundarfjörður, Hornafjörður, Siglufjörður, Arnarstapi og Djúpivogur. Tíu hæstu löndunarhafnir strandveiðiafla eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt samantekt Fiskistofu.Strandveiðarnar eru hins vegar fremur kappveiðar milli báta og hér fyrir neðan er listinn yfir tíu efstu. Einn bátur, Sóla GK úr Grindavík, er kominn í átta tonn, í öðru sæti er Natalia NS frá Bakkafirði og Birta SU frá Djúpavogi er í þriðja sæti. Hverjum báti er hins vegar að hámarki heimilt að veiða á hverjum degi jafngildi 650 þorskígilda eða 774 kíló af þorski upp úr sjó. Umframafli verður eign ríkissjóðs, auk þess sem hann dregst frá þeim afla sem var til skiptanna.Tíu aflahæstu strandveiðibátarnir, eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt tölum Fiskistofu.Hætt er við að einhverjir þessara báta lendi á einskonar svörtum lista Fiskistofu því hún hyggst birta mánaðarlega lista yfir þá báta sem veiða mest umfram. Landssamband smábátaeigenda telur að þessi ákvörðun hafi fælingarmátt og verði til þess að menn passi betur upp á að fara ekki umfram leyfilegan afla. Tengdar fréttir Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Bolungarvík efst í strandveiðinni Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, Patreksfjörður er í öðru sæti og Skagaströnd í því þriðja. 5. maí 2017 14:45 Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. Farið var yfir nýjustu aflatölur í fréttum Stöðvar 2. Þótt bræla hafi truflað strandveiðarnar framan hefur afli á bát aldrei verið jafn mikill og nú, eða 601 kíló að meðaltali á bát eftir hvern veiðidag, samkvæmt tölum frá Landssambandi smábátaeigenda. 438 bátar eru nú byrjaðir á strandveiðum og er flotinn þegar búinn að veiða um 1.400 tonn eða 56 prósent af kvóta maímánaðar. Aflanum þessar þrjár vikur hefur verið landað á 45 stöðum hringinn í kringum landið og það er athyglisvert að stærstu byggðirnar, Reykjavík, Hafnarfjörður og Akureyri, eru allar neðarlega á listanum. Það eru smærri byggðir sem eru að fá mest af strandveiðiaflanum, samkvæmt tölum Fiskistofu. Afla landað á Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Norðvestursvæðið, frá Snæfellsnesi og norður í Djúp, er búið með hlutfallslega mest af heildarpotti sínum, eða 78 prósent, og hefur Fiskistofa nú auglýst stöðvun strandveiða á svæði A frá og með 24. maí til og með 31. maí. Samkvæmt þessu er síðasti dagur strandveiða í mánuðinum á svæði A þriðjudagurinn 23. maí. Mestum afla til þessa hefur verið landað á Patreksfirði, eða hundrað tonnum. Bolungarvík er í öðru sæti með 71 tonn en síðan koma Ólafsvík, Skagaströnd, Rif, Grundarfjörður, Hornafjörður, Siglufjörður, Arnarstapi og Djúpivogur. Tíu hæstu löndunarhafnir strandveiðiafla eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt samantekt Fiskistofu.Strandveiðarnar eru hins vegar fremur kappveiðar milli báta og hér fyrir neðan er listinn yfir tíu efstu. Einn bátur, Sóla GK úr Grindavík, er kominn í átta tonn, í öðru sæti er Natalia NS frá Bakkafirði og Birta SU frá Djúpavogi er í þriðja sæti. Hverjum báti er hins vegar að hámarki heimilt að veiða á hverjum degi jafngildi 650 þorskígilda eða 774 kíló af þorski upp úr sjó. Umframafli verður eign ríkissjóðs, auk þess sem hann dregst frá þeim afla sem var til skiptanna.Tíu aflahæstu strandveiðibátarnir, eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt tölum Fiskistofu.Hætt er við að einhverjir þessara báta lendi á einskonar svörtum lista Fiskistofu því hún hyggst birta mánaðarlega lista yfir þá báta sem veiða mest umfram. Landssamband smábátaeigenda telur að þessi ákvörðun hafi fælingarmátt og verði til þess að menn passi betur upp á að fara ekki umfram leyfilegan afla.
Tengdar fréttir Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Bolungarvík efst í strandveiðinni Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, Patreksfjörður er í öðru sæti og Skagaströnd í því þriðja. 5. maí 2017 14:45 Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51
Bolungarvík efst í strandveiðinni Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, Patreksfjörður er í öðru sæti og Skagaströnd í því þriðja. 5. maí 2017 14:45
Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00