Innlent

Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju

Anton Egilsson skrifar
Kísilver United Silicon í Helguvík.
Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm
Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík voru stofnuð á þriðjudaginn síðastliðinn. Krefjast samtökin þess að kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík verði ekki ræst að nýju. Til stendur að ræsa verksmiðjuna tímabundið á morgun vegna gagnaöflunnar.

Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að markmið samtakanna séu meðal annars þau að setja sér stefnu gegn stóriðju í Helguvík og vinna að þeirri stefnu. Að vernda íbúa gegn stóriðjumengun og sjónmengun frá Helguvík og að sækjast eftir lögfræðilegu áliti um öll þau mál sem varða íbúa gagnvart stóriðjuframkvæmdum í Helguvík.

Íbúar séu notaðir sem tilraunadýr

Umhverfisstofnun fyrirskipaði í apríl síðastliðnum að stöðva skyldi starfsemi kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúasamtökin vilja ekki að kísilverksmiðjan verði ræst aftur jafnvel þó um sé að ræða tímabundna gangsetningu til gagnaöflunar.  

„Það er með öllu ólíðandi að húsnæði sem telst samkvæmt byggingar reglugerðum vera fokhelt eða á byggingastigi 4. sem telst tilbúið til innréttinga sé opnuð fyrir kísilbræðslu sem fullbúin verksmiðja,” segir í fréttilkynningunni. 

Með endurræsingu kísilverksmiðjunnar sé verið að stofna heilsu íbúa á svæðinu í hættu.  

„Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa áður látið þá skoðun sína í ljós að Kísilverksmiðja United Silicon sé allt of nálægt íbúðabyggð. Þannig að í þessu gagna öflunarferli þar sem ofninn er endurræstur eru íbúarnir enn og aftur notuð sem einhverskonar tilraunadýr hvað mengun varðar og heilsu íbúa stofnað í hættu,” segir í fréttatilkynningu frá samtökunum.”  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×