Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði Sveinn Arnarsson skrifar 20. maí 2017 07:00 Hart er tekist á um veru sjúkrabifreiðar í Ólafsfirði og sitt sýnist hverjum. vísir/pjetur Bæjarráð Fjallabyggðar hafnaði beiðni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands(HSN) um að setja á fót vettvangshóp í Ólafsfirði til að auka viðbragðsflýti í kjölfar þess að HSN ætlar að slá af vakt sjúkraflutningamanna í Ólafsfirði. Bæjaryfirvöld telja þetta vera mál ríkis en ekki sveitarfélaga. Forstjóri HSN segir miður að ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. HSN ætlar að skerða þjónustu á svæðinu og hafa aðeins sjúkraflutningamenn á Dalvík og á Siglufirði. Við það eru íbúar á svæðinu ósáttir. Til að koma til móts við áhyggjur óskaði HSN eftir aðkomu sveitarfélagsins að því setja upp átta til tólf manna viðbragðssveit.Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN„Vettvangslið er þannig sett upp að í samstarfi við slökkvilið eða björgunarsveit yrði um tíu manna teymi sem snýr að því að þegar eitthvað brátt kemur upp á séu viðbrögð skjót og lágmarksbúnaður til staðar,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN. „Slík teymi eru til dæmis á Kjalarnesi, Kópaskeri og í Mývatnssveit þar sem svolítill tími fer í að koma bíl á staðinn.“ „Þetta verkefni er alfarið á ábyrgð Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og því er það HSN að leysa þau verkefni sem tengjast heilbrigðisþjónustu á vegum ríkisvaldsins í Fjallabyggð,“ segir í bókun bæjarráðs Fjallabyggðar sem hvetur forstjóra til að leita annarra leiða svo ekki þurfi að koma til þjónustuskerðingar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG og Ólafsfirðinga, segir málið grafalvarlegt. „Þetta er á engan hátt málefni sveitarfélagsins. Þessi þjónusta er á herðum ríkisins og það er skylda HSN að koma þessum málum í réttan farveg. Hér er um mjög mikilvægt öryggisatriði að ræða. Bæði eru auknar samgöngur á Tröllaskaga vegna ferðamennsku að vetri og sumri og því mikilvægt að öryggi vegfarenda sé tryggt,“ segir Bjarkey. Jón Helgi segir að ákvörðun HSN standi óbreytt. „Það er miður að ekki hafi verið fallist á stofnun vettvangshópsins en ekkert við því að gera. Þetta breytir ekki ákvörðun HSN um að sjúkrabílnum verði lagt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira
Bæjarráð Fjallabyggðar hafnaði beiðni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands(HSN) um að setja á fót vettvangshóp í Ólafsfirði til að auka viðbragðsflýti í kjölfar þess að HSN ætlar að slá af vakt sjúkraflutningamanna í Ólafsfirði. Bæjaryfirvöld telja þetta vera mál ríkis en ekki sveitarfélaga. Forstjóri HSN segir miður að ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. HSN ætlar að skerða þjónustu á svæðinu og hafa aðeins sjúkraflutningamenn á Dalvík og á Siglufirði. Við það eru íbúar á svæðinu ósáttir. Til að koma til móts við áhyggjur óskaði HSN eftir aðkomu sveitarfélagsins að því setja upp átta til tólf manna viðbragðssveit.Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN„Vettvangslið er þannig sett upp að í samstarfi við slökkvilið eða björgunarsveit yrði um tíu manna teymi sem snýr að því að þegar eitthvað brátt kemur upp á séu viðbrögð skjót og lágmarksbúnaður til staðar,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN. „Slík teymi eru til dæmis á Kjalarnesi, Kópaskeri og í Mývatnssveit þar sem svolítill tími fer í að koma bíl á staðinn.“ „Þetta verkefni er alfarið á ábyrgð Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og því er það HSN að leysa þau verkefni sem tengjast heilbrigðisþjónustu á vegum ríkisvaldsins í Fjallabyggð,“ segir í bókun bæjarráðs Fjallabyggðar sem hvetur forstjóra til að leita annarra leiða svo ekki þurfi að koma til þjónustuskerðingar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG og Ólafsfirðinga, segir málið grafalvarlegt. „Þetta er á engan hátt málefni sveitarfélagsins. Þessi þjónusta er á herðum ríkisins og það er skylda HSN að koma þessum málum í réttan farveg. Hér er um mjög mikilvægt öryggisatriði að ræða. Bæði eru auknar samgöngur á Tröllaskaga vegna ferðamennsku að vetri og sumri og því mikilvægt að öryggi vegfarenda sé tryggt,“ segir Bjarkey. Jón Helgi segir að ákvörðun HSN standi óbreytt. „Það er miður að ekki hafi verið fallist á stofnun vettvangshópsins en ekkert við því að gera. Þetta breytir ekki ákvörðun HSN um að sjúkrabílnum verði lagt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira