Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 26-31, í 16-liða úrslitum á HM U-19 ára í Georgíu í dag.
Íslenska liðið vann alla fimm leiki sína í riðlakeppninni en lenti á vegg í dag.
Svíar leiddu allan tímann og hleyptu Íslendingum aldrei of nærri sér.
Þremur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 11-14, en Svíar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörk hans. Eftir það var róður Íslands þungur.
Teitur Örn Einarsson var langbesti leikmaður íslenska liðsins í dag og skoraði 14 af 26 mörkum þess. Það vantaði sárlega framlag frá fleiri leikmönnum í íslensku sókninni.
Mörk Íslands:
Teitur Örn Einarsson 14, Kristófer Dagur Sigurðsson 2, Sveinn José Rivera 2, Hafþór Már Vignisson 2, Orri Freyr Þorkelsson 1, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 1, Úlfuru Gunnar Kjartansson 1, Birgir Már Birgisson 1, Örn Östenberg 1, Sveinn Andri Sveinsson 1.
Varin skot:
Andri Scheving 12, Viktor Gísli Hallgrímsson 4.
Fjórtán mörk Teits dugðu ekki til gegn Svíum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn

Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn


