Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Floti Bílaleigu Akureyrar/Hölds telur 4600 bíla. vísir/gva Að kaupa rafbíla er ein versta fjárfesting sem Bílaleiga Akureyrar/Höldur hefur gert í bílakaupum. „Nýtingin er ekki góð. Bíllinn kemur inn kannski á hádegi og þá þýðir það að við getum ekki leigt hann út fyrr en morguninn eftir þar sem við þurfum að hlaða hann. Þetta er enn þá of dýrt,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri bílaleigunnar.Steingrímur BirgissonBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði í byrjun mánaðarins að stefnt yrði að því að rafbílavæða allt landið fyrir árið 2030. Á síðasta ári voru nýskráðir 18.442 bílar hér á landi. Af þeim voru 8.846, eða 45 prósent, bílaleigubílar. Þeir forsvarsmenn bílaleiga sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um að rafbílavæðingin væri spennandi og þróunin væri hröð. Hins vegar væri langt í land að bílaleigurnar gætu keypt slíka bíla í stórum stíl. Steingrímur Birgisson segir að Bílaleiga Akureyrar/Höldur hafi keypt fyrsta rafbílinn árið 2008 og það hafi þá verið gert í tilraunaverkefni með Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnun og fleiri aðilum. Bílaleigan á í dag um 20 rafbíla af 4.600 bíla flota. Önnur stór bílaleiga, Hertz bílaleigan, á fimm rafbíla. „Þetta gerist og það er bara gott. En þetta mun taka tíma,“ segir Steingrímur. Steingrímur nefnir sem dæmi að það þurfi að vera til rafmagn á Keflavíkurflugvelli til að hlaða bílaleigubíla. „Það þurfa að vera til hleðslustöðvar út um allt landið,“ bætir Steingrímur við. Í dag séu til rafbílar sem fullyrt er að geti farið 300 kílómetra á hleðslu. „En þeir fara aldrei nema 220 og ferðamaðurinn er oft að keyra 300 til 400 kílómetra. Þannig að hann þarf einhvers staðar að komast í hleðslu og best er að hann geri það á einhverjum næturstað, á hóteli eða gistiheimili,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir að það sé mikið mál að koma upp þeim innviðum sem þarf og ekki sé hægt að kalla eftir því að það gerist á einni nóttu. En uppbyggingin verði hægt og rólega. „Það er allt í lagi að við Íslendingar verðum framarlega í flokki en ég held að það séu engin efni til þess að við séum fremstir í flokki. Ég held að það sé margt annað í þjóðfélaginu sem liggur meira á að laga.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Að kaupa rafbíla er ein versta fjárfesting sem Bílaleiga Akureyrar/Höldur hefur gert í bílakaupum. „Nýtingin er ekki góð. Bíllinn kemur inn kannski á hádegi og þá þýðir það að við getum ekki leigt hann út fyrr en morguninn eftir þar sem við þurfum að hlaða hann. Þetta er enn þá of dýrt,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri bílaleigunnar.Steingrímur BirgissonBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði í byrjun mánaðarins að stefnt yrði að því að rafbílavæða allt landið fyrir árið 2030. Á síðasta ári voru nýskráðir 18.442 bílar hér á landi. Af þeim voru 8.846, eða 45 prósent, bílaleigubílar. Þeir forsvarsmenn bílaleiga sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um að rafbílavæðingin væri spennandi og þróunin væri hröð. Hins vegar væri langt í land að bílaleigurnar gætu keypt slíka bíla í stórum stíl. Steingrímur Birgisson segir að Bílaleiga Akureyrar/Höldur hafi keypt fyrsta rafbílinn árið 2008 og það hafi þá verið gert í tilraunaverkefni með Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnun og fleiri aðilum. Bílaleigan á í dag um 20 rafbíla af 4.600 bíla flota. Önnur stór bílaleiga, Hertz bílaleigan, á fimm rafbíla. „Þetta gerist og það er bara gott. En þetta mun taka tíma,“ segir Steingrímur. Steingrímur nefnir sem dæmi að það þurfi að vera til rafmagn á Keflavíkurflugvelli til að hlaða bílaleigubíla. „Það þurfa að vera til hleðslustöðvar út um allt landið,“ bætir Steingrímur við. Í dag séu til rafbílar sem fullyrt er að geti farið 300 kílómetra á hleðslu. „En þeir fara aldrei nema 220 og ferðamaðurinn er oft að keyra 300 til 400 kílómetra. Þannig að hann þarf einhvers staðar að komast í hleðslu og best er að hann geri það á einhverjum næturstað, á hóteli eða gistiheimili,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir að það sé mikið mál að koma upp þeim innviðum sem þarf og ekki sé hægt að kalla eftir því að það gerist á einni nóttu. En uppbyggingin verði hægt og rólega. „Það er allt í lagi að við Íslendingar verðum framarlega í flokki en ég held að það séu engin efni til þess að við séum fremstir í flokki. Ég held að það sé margt annað í þjóðfélaginu sem liggur meira á að laga.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira