Upp úr hjólförunum Hanna Katrín Friðriksson skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Á sama tíma og það er mikilvægt að finna færar leiðir til bregðast við þeim vanda sem sauðfjárbændur eiga nú í þarf að horfa til framtíðar. Talsverð umræða hefur verið um nýja búvörusamninginn og þó að ekki sé hægt að leita skýringa á núverandi ástandi í þeim tiltekna samningi, er nauðsynlegt að við endurskoðun hans sé litið til stöðunnar. Í öllum rekstri á Íslandi sem byggir á útflutningi er gert ráð fyrir sveiflum á mörkuðum og gengi. Slíkt á einfaldlega ekki að koma á óvart. Það sætir því nokkurri furðu að í sauðfjárhluta búvörusamningsins sé gert ráð fyrir umtalsverðum útflutningi á kjöti en hins vegar eru þar engin úrræði til að mæta slíkum sveiflum. Úr þessu þarf að bæta við endurskoðun búvörusamninga svo eitt dæmi sé tekið. Hvað bráðavanda greinarinnar varðar mun að sjálfsögðu ekki standa á stjórnvöldum að bregðast við innan þess ramma sem samningar og fjárheimildir leyfa. Slíkar lausnir þurfa þó að vera hugsaðar til langs tíma og þær mega ekki vera í þversögn við aðra samninga milli bænda og ríkis. Mistök eru til að læra af þeim og það má draga mikinn lærdóm af þeirri stöðu sem nú er enn og aftur komin upp hjá einni mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Það er verðug áskorun allra sem að þessum málum koma að forðast að festast í gömlum hjólförum sem ekki færa málin áfram og allra síst í átt að nýjum lausnum. Hugmyndasmiðir núverandi kerfis þyrftu að nýta sér uppbyggilega gagnrýni í stað þess að falla í hefðbundnar gryfjur á borð við þá sem formaður Framsóknarflokksins fellur í þegar hann dylgjar um að Viðreisn sé í hagsmunagæslu fyrir fjármagnsöfl og heildsala af því að flokkurinn boðar breytingar í þessum mikilvægu málum. Sameiginlegt verkefni fram undan er að tryggja hagsmuni bænda og neytenda til lengi tíma. Er ekki vænlegast að nota kraftana óskerta í það?Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tengdar fréttir Viðreisn á villigötum Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og það er mikilvægt að finna færar leiðir til bregðast við þeim vanda sem sauðfjárbændur eiga nú í þarf að horfa til framtíðar. Talsverð umræða hefur verið um nýja búvörusamninginn og þó að ekki sé hægt að leita skýringa á núverandi ástandi í þeim tiltekna samningi, er nauðsynlegt að við endurskoðun hans sé litið til stöðunnar. Í öllum rekstri á Íslandi sem byggir á útflutningi er gert ráð fyrir sveiflum á mörkuðum og gengi. Slíkt á einfaldlega ekki að koma á óvart. Það sætir því nokkurri furðu að í sauðfjárhluta búvörusamningsins sé gert ráð fyrir umtalsverðum útflutningi á kjöti en hins vegar eru þar engin úrræði til að mæta slíkum sveiflum. Úr þessu þarf að bæta við endurskoðun búvörusamninga svo eitt dæmi sé tekið. Hvað bráðavanda greinarinnar varðar mun að sjálfsögðu ekki standa á stjórnvöldum að bregðast við innan þess ramma sem samningar og fjárheimildir leyfa. Slíkar lausnir þurfa þó að vera hugsaðar til langs tíma og þær mega ekki vera í þversögn við aðra samninga milli bænda og ríkis. Mistök eru til að læra af þeim og það má draga mikinn lærdóm af þeirri stöðu sem nú er enn og aftur komin upp hjá einni mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Það er verðug áskorun allra sem að þessum málum koma að forðast að festast í gömlum hjólförum sem ekki færa málin áfram og allra síst í átt að nýjum lausnum. Hugmyndasmiðir núverandi kerfis þyrftu að nýta sér uppbyggilega gagnrýni í stað þess að falla í hefðbundnar gryfjur á borð við þá sem formaður Framsóknarflokksins fellur í þegar hann dylgjar um að Viðreisn sé í hagsmunagæslu fyrir fjármagnsöfl og heildsala af því að flokkurinn boðar breytingar í þessum mikilvægu málum. Sameiginlegt verkefni fram undan er að tryggja hagsmuni bænda og neytenda til lengi tíma. Er ekki vænlegast að nota kraftana óskerta í það?Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Viðreisn á villigötum Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. 15. ágúst 2017 06:00
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar