Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2017 22:12 Birgir Jakobsson. Vísir/Stefán Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld þegar hann spurði hvar eftirlitsaðilar með heilbrigðisþjónustunni væru, þar á meðal Vinnueftirlitið og landlæknir, en Tómas hefur undanfarið birt myndir frá Landspítalanum á Facebook-síðu sinni til að varpa ljósi á plássleysi sjúklinga. „Ég spyr líka hvar eru eftirlitsaðilar? Hvar er Vinnueftirlitið, hvar er brunaeftirlitið og hvar er landlæknir sem á að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á Íslandi?“ sagði Tómas í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Í frétt á heimasíðu Landlæknisembættisins segir Birgir að full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Birgir segir að það sé svo að þeir sem veiti heilbrigðisþjónustu, í þessu tilfelli Landspítalinn, beri ábyrgð á því að þjónustan sem veitt sé standist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. „Hlutverk landlæknis er lögum samkvæmt að hafa eftirlit með öryggi sjúklinga og gæðum þjónustunnar og fara fram á umbætur ef þörf er á. Í því skyni getur landlæknir beint tilmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnunar um umbætur. Landlæknir hefur því miður engin önnur úrræði, getur t.d. ekki beitt dagsektum eða öðrum úrræðum eins og fullyrt var í viðkomandi frétt.“ Þá nefnir Birgir að hann hafi nú í meira en eitt ár talað fyrir nauðsynlegum forgangsverkefnum í heilbrigðiskerfinu sem séu til þess fallin að stuðla að gæðum og skilvirkni þess. Listar hann upp eftirfarandi atriði en segir listann ekki tæmandi. • Styrkja heilsugæsluna • Reisa nýtt háskólasjúkrahús í nánum tengslum við Háskóla Íslands • Efla dag- og göngudeildarþjónustu við Landspítalann • Koma á nýju fjármögnunarkerfi fyrir sjúkrahús byggt á DRG, þar sem greitt er fyrir hvert legutilfelli samkvæmt ákveðnu flokkunarkerfi • Innleiða sambærilegt greiðslukerfi fyrir sams konar þjónustu, óháð rekstrarformi • Skilgreina hlutverk heilbrigðisstofnana og ábyrgð þeirra á aðgengi, gæðum og öryggi • Efla sérfræðiþjónustu á landsbyggðinni • Efla sérfræðimönnun á Landspítalanum og fækka hlutastörfum • Setja reglur um aukastörf starfsfólks • Bjóða út heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu Sum þessara atriða snúa að stjórnendum Landspítalans, önnur að velferðarráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands. Því miður verður að segjast eins og er að lítið hefur gerst í þessum málum, ef frá er talin viss hreyfing í rétta átt innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir takast á fyrir opnum tjöldum, Birgir og Tómas, en í september síðastliðnum sagði Tómas landlækni vera vanhæfan til að tjá sig opinberlega um plastbarkamálið svokallaða. Tengdar fréttir Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir birtir myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. 1. febrúar 2017 15:38 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld þegar hann spurði hvar eftirlitsaðilar með heilbrigðisþjónustunni væru, þar á meðal Vinnueftirlitið og landlæknir, en Tómas hefur undanfarið birt myndir frá Landspítalanum á Facebook-síðu sinni til að varpa ljósi á plássleysi sjúklinga. „Ég spyr líka hvar eru eftirlitsaðilar? Hvar er Vinnueftirlitið, hvar er brunaeftirlitið og hvar er landlæknir sem á að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á Íslandi?“ sagði Tómas í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Í frétt á heimasíðu Landlæknisembættisins segir Birgir að full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Birgir segir að það sé svo að þeir sem veiti heilbrigðisþjónustu, í þessu tilfelli Landspítalinn, beri ábyrgð á því að þjónustan sem veitt sé standist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. „Hlutverk landlæknis er lögum samkvæmt að hafa eftirlit með öryggi sjúklinga og gæðum þjónustunnar og fara fram á umbætur ef þörf er á. Í því skyni getur landlæknir beint tilmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnunar um umbætur. Landlæknir hefur því miður engin önnur úrræði, getur t.d. ekki beitt dagsektum eða öðrum úrræðum eins og fullyrt var í viðkomandi frétt.“ Þá nefnir Birgir að hann hafi nú í meira en eitt ár talað fyrir nauðsynlegum forgangsverkefnum í heilbrigðiskerfinu sem séu til þess fallin að stuðla að gæðum og skilvirkni þess. Listar hann upp eftirfarandi atriði en segir listann ekki tæmandi. • Styrkja heilsugæsluna • Reisa nýtt háskólasjúkrahús í nánum tengslum við Háskóla Íslands • Efla dag- og göngudeildarþjónustu við Landspítalann • Koma á nýju fjármögnunarkerfi fyrir sjúkrahús byggt á DRG, þar sem greitt er fyrir hvert legutilfelli samkvæmt ákveðnu flokkunarkerfi • Innleiða sambærilegt greiðslukerfi fyrir sams konar þjónustu, óháð rekstrarformi • Skilgreina hlutverk heilbrigðisstofnana og ábyrgð þeirra á aðgengi, gæðum og öryggi • Efla sérfræðiþjónustu á landsbyggðinni • Efla sérfræðimönnun á Landspítalanum og fækka hlutastörfum • Setja reglur um aukastörf starfsfólks • Bjóða út heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu Sum þessara atriða snúa að stjórnendum Landspítalans, önnur að velferðarráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands. Því miður verður að segjast eins og er að lítið hefur gerst í þessum málum, ef frá er talin viss hreyfing í rétta átt innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir takast á fyrir opnum tjöldum, Birgir og Tómas, en í september síðastliðnum sagði Tómas landlækni vera vanhæfan til að tjá sig opinberlega um plastbarkamálið svokallaða.
Tengdar fréttir Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir birtir myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. 1. febrúar 2017 15:38 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir birtir myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. 1. febrúar 2017 15:38