Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2017 15:37 Björn Ingi Hrafnsson hefur verið virkur í fjárfestingum undanfarin misseri en þó aðallega á fjölmiðlamarkaði. Vísir/Ernir Samkeppniseftirlitið mun ekkert aðhafast í kaupum Pressunnar hf. á Birtingi útgáfufélagi. Eftirlitið telur að kaupin brjóti ekki í bága við samkeppnislög. Ákvörðunin var birt á vef Samkeppniseftirlitsins á föstudag.Frá kaupunum var greint í nóvember en um svipað leyti festi Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður, útgefandi og 25% eigandi í Pressunni, kaup á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Fjölmiðlafyrirtækið var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði á síðasta ári en á sama tíma eru dótturfélögin rekin með tapi. Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is en Vefpressan tapaði 20 milljónum á síðasta ári og Eyjan tæplega sjö milljónum. Ársreikningi DV ehf. fyrir árið 2015 hefur ekki verið skilað. Samkeppniseftirlitið telur að samruninn muni ekki hindra samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Minnst er á bága fjárhagsstöðu Birtings í því sambandi. „Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni, fjölræði eða fjölbreytni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti,“ segir í úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Flaggskip Birtings hafa verið tímaritin Gestgjafinn og svo samkvæmistímaritið Séð og heyrt. Þar virðist Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir hafa ritstýrt sínu síðasta blaði, ef marka má viðtal við hana í Brennslunni á FM957 á dögunum, og óvissa er hvað tekur við hjá blaðinu. Gert er ráð fyrir því að sameiginleg velta Pressunnar og tengdra félaga árið 2017 verði um tveir milljarðar króna. Starfsfólk samstæðunnar verður vel á annan hundrað, en starfsstöðvar eru í Kringlunni, Garðabæ, Ármúla og Skeifunni. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. 24. janúar 2017 14:01 Tap hjá ÍNN Fjölmiðlafyrirtækið ÍNN-Ísland Nýjasta Nýtt tapaði 16,5 milljónum króna á síðasta ári. 20. desember 2016 14:29 Björn Ingi verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN Björn Ingi gerir ráð fyrir fleiri tíðindum af fjölmiðlamarkaði. 12. október 2016 22:41 Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. 25. janúar 2017 13:48 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Samkeppniseftirlitið mun ekkert aðhafast í kaupum Pressunnar hf. á Birtingi útgáfufélagi. Eftirlitið telur að kaupin brjóti ekki í bága við samkeppnislög. Ákvörðunin var birt á vef Samkeppniseftirlitsins á föstudag.Frá kaupunum var greint í nóvember en um svipað leyti festi Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður, útgefandi og 25% eigandi í Pressunni, kaup á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Fjölmiðlafyrirtækið var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði á síðasta ári en á sama tíma eru dótturfélögin rekin með tapi. Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is en Vefpressan tapaði 20 milljónum á síðasta ári og Eyjan tæplega sjö milljónum. Ársreikningi DV ehf. fyrir árið 2015 hefur ekki verið skilað. Samkeppniseftirlitið telur að samruninn muni ekki hindra samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Minnst er á bága fjárhagsstöðu Birtings í því sambandi. „Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni, fjölræði eða fjölbreytni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti,“ segir í úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Flaggskip Birtings hafa verið tímaritin Gestgjafinn og svo samkvæmistímaritið Séð og heyrt. Þar virðist Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir hafa ritstýrt sínu síðasta blaði, ef marka má viðtal við hana í Brennslunni á FM957 á dögunum, og óvissa er hvað tekur við hjá blaðinu. Gert er ráð fyrir því að sameiginleg velta Pressunnar og tengdra félaga árið 2017 verði um tveir milljarðar króna. Starfsfólk samstæðunnar verður vel á annan hundrað, en starfsstöðvar eru í Kringlunni, Garðabæ, Ármúla og Skeifunni.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. 24. janúar 2017 14:01 Tap hjá ÍNN Fjölmiðlafyrirtækið ÍNN-Ísland Nýjasta Nýtt tapaði 16,5 milljónum króna á síðasta ári. 20. desember 2016 14:29 Björn Ingi verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN Björn Ingi gerir ráð fyrir fleiri tíðindum af fjölmiðlamarkaði. 12. október 2016 22:41 Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. 25. janúar 2017 13:48 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. 24. janúar 2017 14:01
Tap hjá ÍNN Fjölmiðlafyrirtækið ÍNN-Ísland Nýjasta Nýtt tapaði 16,5 milljónum króna á síðasta ári. 20. desember 2016 14:29
Björn Ingi verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN Björn Ingi gerir ráð fyrir fleiri tíðindum af fjölmiðlamarkaði. 12. október 2016 22:41
Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. 25. janúar 2017 13:48